Dagfari - 01.11.1998, Page 10

Dagfari - 01.11.1998, Page 10
til þess fólks sem tekur undir það með okkur í dag að ísland eigi að segja sig úr NATO, að það skrifi jaínframt upp á að inn- gangan í NATO 1949 hafi verið sá harmleikur sem hún vissu- lega var. Við vitum að svo var, en það skiptir ekki máli í dag. Við eigum heldur ekki að tengja afstöðuna til NATO við afstöðuna til annarra alþjóðastofnanna, á borð við ESB, EES eða Alþjóðabankann. I ársbyrjun 1989 sagði Geir Haarde, þá ungur og eínilegur Sjálfstæðismaður, að fara mætti að huga að brottför hersins þegar Berlínarmúrinn væri fallinn. Ef svo ólík- lega vildi til, að við gætum tekið Geir Haarde á orðinu í þessu efni, ef við gætum sameinast um að herinn hafi verið óþarfúr á íslandi frá árinu 1989, þá er mér nákvæmlega sama, þó að túlkun okkar á næstu 50 árum þar á undan sé öndverð. Því miður höfum við herstöðvaandstæðingar oft látið hrekja okkur út í það, að ræða þessi mál, eins og að við værum enn stödd á níunda áratugnum. Það eru breyttar aðstæður í heiminum og þær aðstæður gera stöðu okkar sterkari ef eitthvað er. Við megum ekki leyfa andstæðingum okkar að snúa málunum á haus. Þegar við förum fram með gamla góða slagorðið: ísland úr NATO - herinn burt! - og þeir segja, byrjiði ekki á þessu afitur, kalda stríðið er búið. Þá segjum við: EINMITT, ÞAÐ ER BÚIÐ. Stefán Pálsson, sagnfræðingur

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.