Aðventfréttir - 01.01.1990, Side 2
Sögur, sem
Jesús sagði
um endalokin
Avarp embœttismanna heimssambandsins
egar senn rennur upp sú af-
drifaríka stund, er jarðarbúar
safnast saman frammi fyrir
skapara sínum, biður Drottinn söfn-
uð sinn heitt og innilega að bregðast
við þeirri staðreynd á þann hátt, að
hver safnaðarmaður búi sig gaum-
gæfilega undir þennan alvarlega at-
burð og fylgi málefni Drottins af
kostgæfni.
Á nýafstöðnu heimsþingi aðvent-
ista kom fram sterk áskoruri til alls
heimssafnaðarins að fullna starfsskipun Krists. Hartnær
helmingur jarðarbúa hefur enn ekki einu sinni heyrt nefnt
nafn Jesú. í Indianapolis skuldbundum við okkur sem söfnuð-
ur að ná til þeirra með lúðurhljómi boðskapar englanna
þriggja, sem enn hefur ekki náðst til. Alheimsboðun er okkar
hlutverk.
En slík áskorun til alls heimsins krefst persónulegrar helg-
unar, því án persónulegs undirbúnings getur ekki orðið um að
ræða árangur í neinni áætlun um að ljúka verkinu.
Efni þessarar bænaviku, líkingar, er varða lokaviðbúnað,
hvetur okkur öll til að grannskoða, hversu varið er viðbúnaði
okkar til að finna frelsara okkar augliti til auglitis. Megi Heil-
ur andi leiða okkur fyrir boðskap þessara daglegu lestra til
nánara samfélags við Drottin okkar, sem senn kemur.
R. J. Kloosterhuis
R. J. Kloosterhuis er einn af
varaforsetum heimssambands
Sjöunda dags aðventista.
AÐVENT-
FRÉTTIR
53. árgangur
Nóvember
1990
(áður Bræðrabandið)
Útgefendur:
Samtök safnaða
Sjöunda dags aðventista
á
islandi
Ritstjóri
og
ábyrgðarmaður:
Eric Guðmundsson
íslensk þýðing
og
tölvusetning:
Sigurður Bjarnason
Prentun:
Prenttækni hf.
2
Aöventfréttir 1. 1990