Aðventfréttir - 01.01.1990, Page 10

Aðventfréttir - 01.01.1990, Page 10
ÞRIÐJUDAGUR Sauðir og hafrar? Hinn umhyggjusami söfnuður sinnir þeim, sem eru útskúfaðir og niðurbeygðir. EFTIR DAROLD BIGGER ,,Þegar Mannssonurinn kemur ídýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásœti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og mun hann skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. Sauðunum skipar hann sér til hœgri handar, en höfrunum sér til vinstri" (Matt. 25,31—331 Við stóðum uppi á hæð nokkurri og var okk- ur þá litið út yfir Jerúsalemborg. Urðum við gagntekin yfir því, sem fyrir augun bar en hver sagan af annarri af konungum, spámönn- um, lærisveinum og Drottni, Jesú Kristi, kom upp í huga okkar. Þarna stóðum við þögul á sólríkum en svölum desembermorgni, fjarri borgarysnum. Ekkert hljóð barst okkur til eyrna, er truflað gæti okkur þar sem við stóðum bergnumin, niðursokkin í hugleiðingar okkar, hvert fyrir sig. Þá mátti heyra daufan bjölluhljóm í fjarska, sem varð æ háværari. Við gátum ekki gert okkur grein fyrir því í fyrstu, hvaðan hljóðið kom, þar til fjár- hópur birtist en margar ærnar höfðu bjöllu bundna um hálsinn. Hirðir var að fara með þær í haga. Við höfðum séð margar hjarðir undanfarna daga en allar úr fjarska. Þegar við komumst í ná- vígi við þær sáum við að þetta var stórvaxið fé, með breiðari bök og háfættari en við áttum að venjast í Norður-Ameríku. Flest var féð flekkótt, hvítt að mestu en höfuðið svart. Það var ullarmik- ið og leit út líkt og einhver hefði breitt mikið ullar- teppi yfir það. Þá komum við auga á tvær eða þrjár ær í hjörð- inni, sem litu dálítið öðruvísi út en hitt féð. Þær voru allar mun dekkri, dálítið hávaxnari og ullin á þeim mun grófari. Eyrun á þeim voru líka aðeins lengri en héngu niður með kinnunum. Þetta var nú reyndar erfitt að sjá greinilega úr fjarlægð. Þarna voru líka geitur — geitur innan um kindurn- ar. En þar sem við vorum óvön slíkum skepnum voru þær í okkar augum næstum því alveg eins. Hjörðin fór fram hjá okkur á spretti og var horf- in eins skjótlega og hún hafði birst. En í huga okk- ar skildu þær eftir varanlega minningu og nýja leið til að íhuga sauðina og hafrana í dæmisögu Jesú. Sauðir og hafrar gegna höfuðhlutverki í dæmi- sögunni í dag. Þeir táknuðu hina góðu og hina vondu, hina réttlátu og ranglátu, hina endurleystu og hina dæmdu. Hvers vegna valdi Kristur þessar skepnur sem dæmi í þessa sögu? Er eitthvað það í eðli þessara skepna, sem gerir þær sérlega vel fallnar fyrir boð- skap hans? Val Lítum fyrst á samhengið til að reyna að sjá, hvað Jesús var að reyna að kenna. Lesið alla dœmisög- una, Matt. 25,31—46. Ritningarkaflinn fyrir daginn í dag hefur að geyma hluta af fræðslu þeirri, sem Jesús veitti í Jerúsalem í vikunni, er hann var krossfestur. Hann hafði valdið deilum og sundrungu. Að vísu voru rnargir sem biðu Messíasar en þeir voru þó fáir sem voru tilbúnir að veita viðtöku þess konar Messíasi sem Jesús var. Þeir höfðu verið sjónar- vottar að kraftaverkum hans, hlýtt á fræðslu hans og viðurkennt að hann byggi yfir guðlegri náðar- gáfu. En þeir hikuðu við að velja hann sem Drott- in sinn. Matteus lýsir Jesú i musterinu þar sem hann er að prédika boðskap til að hjálpa fólki til að ákveða sig. Þetta var tími til boðunar sanninda, sem vera áttu prófsteinn á menn og að mæla orð, sem rann- saka mundi hvað í hjarta þeirra bjó. í Matt. hefst 25. kaflinn á dæmisögunni um meyjarnar tíu og þar á eftir kemur sagan um talenturnar. Þessar sögur veita okkur ekki frekari fræðslu um Messí- as — í þeim er bara gert ráð fyrir að nauðsynleg gögn séu fyrir hendi. Aftur á móti er í þeim lögð rík áhersla á að fara eftir þeirri fræðslu — að velja og að lifa samkvæmt því. Með boðskap þessara dæmisagna var Kristur að kalla fólk til ákvörðun- ar. Eðli skepnanna Er eitthvað í eðli sauðfjár og geithafra sem styð- ur hugsunina um köllun til fylgdar við Krist og að helga líf sitt þjónustu hans? Það fyrsta til að skoða er að geitur eru alls ekki að öllu leyti slæmar. Meira að segja er í Biblíunni greint frá því að þær bæði láta í té og tákna það sem er gott. Teppi úr geitaull voru höfð til að verja tjaldbúðina og hafrar voru notaðir til fórna. Geita- kjöt var vinsælt í fornöld og var stundum notað til máltíða fyrir mikils megandi gesti (t.d. bæði Gíde- on og Manóa buðu það englum). Geitamjólk var notuð til drykkjar, geitskinn voru notuð sem ílát og geitaull ofin inn í tjalddúk. Já, geitur voru mik- ils virði. Hvers vegna tákna þær svo oft hið vonda, en sauðfé tengt hinu góða? Hvíldardag einn eftir guðsþjónustu bað ég safn- aðarkonu, sem hefur geitur, að bera þær saman við sauðfé. Hún kallaði þá á mann sinn, sem er bóndi, og var hvorugt þeirra í neinum vanda að lýsa muninum. Þau sögðu, að kindur væru svo gæfar. Þær tengj- ast mönnum vináttuböndum og eru ágætar sem gæludýr og heimalningar. Þær eru bæði hlýlegar og blíðar hverjar við aðrar, við aðrar skepnur og 10 Aöventfréttir 1. 1990

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.