Aðventfréttir - 01.01.1990, Page 11

Aðventfréttir - 01.01.1990, Page 11
einnig við menn. Þau töldu, að sjaldgaeft væri það sem kom fyrir mig í bernsku, þegar hrútur elti mig upp á trjástofn! Þau sögðu, að yfirleitt væru kindur tryggar og hollar, einkum, sögðu þau, gagnvart þeim mönnum, sem þær bindast vináttu- böndum. „Minnstu þess bara, hve fast þær fylgja fjárhirði," sögðu þau við mig. Þegar glorsoltnar kindur sjá mun grænna gras hinum megin lélegrar girð- ingar, þrýsta þær sér og troða í gegn. Aft- ur á móti eru geitur til með að rífa girð- inguna niður, klifra yfir hana eða hugsan- lega að stökkva yfir hana, jafnvel þótt þær kenni ekki svengdar! Geitur eru duttlungafullar, þrjóskarogfálegar. Þeim er ekki eiginlegt að vingast við marga. Fá- gætt er, að þær henti vel sem gæludýr, nema þær séu teknar sem slíkar kornung- ar og þær fái stöðugt notið væntumþykju. Geitur eru í eðli sínu bæði sjálfstæðar, óstýrilátar, eigingjarnar og dyntóttar. Þær eru svo smásálarlegar hveijar við aðrar, reyta hárið hverjar af öðrum, stangast á, ýta hverjum öðrum frá fæðu eða skemmtan og virðast hafa ánægju af því að kvelja þær sem minni máttar eru. Grundvöllur dómsins Já, þetta var mér til hjálpar við að skilja hvers vegna Jesús valdi geiturnar sem skúrkana í sögu sinni og hví einkum Matteus hlaut að muna það. Matteus var málsvari þeirra, sem minni máttar voru, hinna hjálparvana, útburðum mannlífsins. Æ ofan í æ sagði hann sögur af vingjarnleika Jesú gagnvart börnum, hórkonum, holdsveikum, konum og toll- heimtumönnum. Menningarvitarnir á dögum Jesú litu nefnilega niður á alla slíka. Sem tollheimtumaður vissi Matt- eus vel, hvað það var að vera lagður í einelti, hafnað, rekinn í burtu og að finna að menn forðuðust hann. En Jesús vakti furðu samtíðarmanna sinna með því einmitt að reyna að ná sambandi við þessa hópa. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af útliti fólks eða hvaða hóp það tilheyrði. Hann hafði miklu meiri áhyggjur af því, hvernig það kom fram hvert við annað. Og það er einmitt þungamiðja þessarar sögu, því þegar yfir lýkur, verðum við ekki dæmd,eftir því, hve kenningar okk- ar eru hreinar, heldur því, hve umhyggju- söm og miskunnsöm við erum. Þetta er grundvallaratriði. Það nægir ekki að hafa sannfæringu. Við verðum einnig að sýna hana í verki af umhyggjusemi og samúð. Stundum þegar við höfum stært okkur af heilnæmri kenningu höfum við vanrækt að sýna öðrum vingjarnleika. Við verð- um að læra að gefa af hjartans rótum en ekki bara af því að við skiljum að okkur ber að gera það. Sannarlega er ekki nóg að fylgja Kristi af því við sjáum að það er skynsamlegt eða við skiljum að hann hefur hreina kenningu. Það er miklu fremur, hvernig trúarkenningarnar birtast í lífinu sem ákvarðar gildi okkar hér á jörðinni og ei- lífðarörlögin einnig. Þetta er boðskapur- inn, sem fólginn er í sögunni um sauðina og hafrana. Hin fábrotna þjónusta vzð þá, sem vanrœktir eru, kann að fara fram hjá jarðneskum fjölmiðlum en það gjörir hún ekki á himnum. Er það ekki athyglisvert að hvorugur hópurinn gerði sér grein fyrir eilífum afleiðingum breytni þeirra? Hvorki þeir, sem létu þurfandi mönnum þjónustu í té, né heldur þeir sem létu það ógert, gerðu sér grein fyrir að það sem þeir gerðu (eða gerðu ekki) daginn út og inn stæði í nokkru sambandi við konung al- heimsins. Af þessu getum við dregið lærdóm. Hvert tækifæri sem við höfum til þjón- ustu við mennina hefur guðlegt inntak og eilífar afleiðingar. Hin fábrotna þjónusta við þá sem vanræktir eru kann að fara fram hjá jarðneskum fjölmiðlum en það gerist ekki á himnum. Það ætti að vera ástæða til þess að við rannsökum bæði eigið líf og starfsemi stofnana okkar. ,,Hinn umhyggjusami söfnuður" verður að vera meira en slagorð. Það hvílir á styrkum stoðum guðfræðilega. Sauðir eða hafrar? Hvað getum við þá gert til að fullvissa okkur um að við séum í hópi sauðanna? Ekki er þörf á löngum lista yfir það sem má og ekki má — slíkt gerir okkur bara ósveigjanlegri, dómharðari, enn bók- stafstrúaðri en síður vingjarnleg og miskunnsöm. Það sem við þörfnumst er að láta það gerast? Lífsstíll, sem einkennist af vin- gjarnleika og meðaumkun verður að koma eðlilega — og spretta upp úr trúar- skoðunum okkar og gildismati. Ekki er hægt að rannsaka það, sundurliða, aug- lýsa eða læra það utan bókar, því að þá missir það hina hrífandi óeigingirni sína. Tækifæri okkar til þjónustu eru próf- steinn á trú okkar. Hvert tækifæri er prófraun á sannleiksgildi kenninga okkar og sýnir hvort samræmi er milli þeirra og lífsmáta okkar. Af þeim sökum eru hinir þurfandi kennileiti á vegferð okkar en ekki til að standa í vegi fyrir framgangi okkar. Metum mikils fólk því allt gildismat Guðs snýst um það. Allar heilnæmu kenningarnar í heiminum samanlagðar gætu ekki orðið meira virði en gildi einn- ar manneskju. Hjálpræðisáformið snýst um fólk og Jesús renndi styrkum stoðum undir þá staðhæfingu í þessari sögu um sauðina og hafrana. Þegar við skiljum hvað í raun og veru felst í þessum sann- indum og iðkum það í daglegu lífi verð- um við í sannleika orðinn hinn um- hyggjusami söfnuður. Spurningar til umræðu 1. Höfundur bendir á nokkra af eigin- leikum sauða og hafra sem ástæðu þess að Jesús notaði þessar skepnur í dæmi- sögu sinni. Ertu sammála honum eða ósammála? Hvers vegna? 2. Hvað getum við lært af því, að báðir hóparnir létu í ljós undrun yfir því, sem konungi fannst um breytni þeirra? 3. Sérðu eitthvað í þessari dæmisögu stríða gegn kenningunni um réttlæti fyrir trú? Sé svo, hver er þá ástæðan, en ef ekki, hví þá ekki? Darold Bigger er prestur safnaðarins í Walla Walla framhaldsskólan- um í CoIIege Place í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Aöventfréttir 1. 1990 11

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.