Aðventfréttir - 01.01.1990, Side 12

Aðventfréttir - 01.01.1990, Side 12
MIÐVIKUDAGUR Hræsnarar í söfnuðinum? Dœmisögurnar um illgresið og netið víkja að undarlegum aðstœðum z söfnuðinum nú á dögum. EFTIR CHARLES E. BRADFORD Salómon talar um. En það er óvinur á ferðinni. Hann laumast um og hefur illt í huga. Hann sáir illgresi um allt, hvar sem hann fer. En enginn veitir þeim athygli því að flest fræ eru svo lík öðrum fræjum. Hver gæti sagt til, um hvaða fræ er að ræða, þegar þeim er dreift yfir stórt akurlendi? Menn verða að bfða þar til plönt- urnar koma upp. Það var einmitt þá, sem verkamenn- irnir uppgötvuðu hið versta — illgresi á meðal hveitisins. Eitrað illgresi. Þetta voru váleg tíðindi, mikil vand- ræði á ferðum. Verkamennirnir hraða sér móðir og másandi til að segja húsbónda sínum ótíð- indin. „Heyrðu, við finnum illgresi út um allan akur. Þú sáðir aðeins hveiti, góðu sáðkorni. Hvaðan hefur allt þetta illgresi komið?" Það var sem hann vissi þetta þá þegar. Það virtist ekki koma honum mjög á óvart. Þá spurðu verkamennirnir: ,,Hvernig væri að við færum yfir akurinn og kipptum ill- gresinu upp? Losuðum okkur við það? Hvernig lit- ist þér á það?" Látum það vaxa ,,Nei," sagði eigandinn. ,,Ekki gera það. Hveitið er rétt að byrja að koma upp. Rótarkerfi þess er ekki nægilega þroskað ennþá. Svo gæti farið, að þið slituð líka upp góðu jurtirnar. Sjáðu bara, að það stendur svo þétt saman og hvert innan um annað, illgresið og hveitið. Það er best að láta það vaxa saman fram að kornskurðinum. Þá mun ég senda verkamennina út á akurlendið til að safna saman uppskerunni. Þeir munu fjarlægja illgresið fyrst og brenna það. Síðan munu þeir taka hveitið og safna því í hlöðu mína. Það kemur að því að hið góða og vonda verður aðskilið." Þá segir Jesús: ,,Hér er saga fyrir ykkur, fiski- menn. Þið hafið séð þá kasta út netum sínum og innbyrða þau svo — þessi stóru fyrirdráttarnet. í þeim lenda alls konar fiskar. Þegar þeir koma að landi með veiðina, þá taka þeir sér allan þann tíma sem þeir þurfa. Já, þeir fá sér sæti. Þeir taka frá góða fiskinn og setja í stóra stampa. En takið eftir, þeir henda þeim vondu. Og þannig er það með ríki Guðs. Um tíma eru allir saman, bæði hinir góðu Lesiö: Illgresið: Matt. 13,24-30.36-43. Netið: Matt. 13,47-49. Dæmisögurnar eru myndir af ríki Guðs. Allar þessar sögur skírskota feykilega til hins sýnilega. Samtímis má segja, að dæmi Jesú eru einföld og laus við alla skrúðmælgi. Þar er engar fáránlegar ýkjusögur að finna, líkar þrautum þeim og orðaleikjagátum, sem rabbíar og kennarar á hans dögum notuðu. En helst voru þeir þó að sýna fram á, hve klárir þeir væru. Kenning Jesú var gerólík kenningu farísea og fræðimanna. Enginn hafði nokkurn tímann kennt sem hann. Hann kaus nefnilega að segja frá algengum og al- kunnum hlutum, sem hinn almenni borgari nauðaþekkti og gat því tekið afstöðu til. En ekki megið þið skilja þetta sem svo, að dæmi- sögur Krists hafi einungis verið nokkurs konar Rökkursögur (barnasögur) þar sem einum siðgæð- islærdómi eða svo er komið fyrir. Fræðsla sú sem þar er að finna er svo djúpsæ og þrungin merk- ingu, að reyndi á jafnvel hina glöggskyggnustu meðal áheyrenda. Hver á meðal áheyrenda hans hafði ekki séð bónda með frækörfuna sína vera að dreifa úr henni allt í kringum sig yfir akurinn? Þar sem hann talar, bregður kunnuglegum sýnum fyrir augun. Fólkið sér það og dregst inn í söguna. Þessi góði bóndi heldur sér að verki liðlangan daginn og þegar kvölda tekur sefur hann eins ró- legum og værum svefni og verkamaðurinn, sem 12 Aöventfréttir 1. 1990

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.