Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 14
negrasálminum: ,,Guð minn er stöðugt
við skriftir. Hann sér allt, sem þú gerir og
heyrir allt, sem þú segir. Guð minn er
stöðugt við skriftir."
Þetta er sá alvarlegi boðskapur, sem við
verðum að flytja heiminum. Þetta er sá
alvarlegi raunveruleiki, sem verður að
stýra málunum á heimilum okkar, vera
ráðandi afl í samskiptum manna í söfn-
uðinum og sömuleiðis er við höfum sam-
band við fólk um víða veröld — á vinnu-
stöðum okkar og í hverfinu, sem við bú-
um í.
Ytra útlit hrífur fólk. Sjöunda dags að-
ventistar mega ekki láta heillast af um-
búðum nútíma þjóðfélags — framgangi,
stöðu, auði. Við megum ekki láta glepjast
af lífsstíl hinna ríku og frægu. Við erum
lærisveinar hins hógværa Galíleumanns.
Við verðum að vita, hvað er ekta, hvað er
raunverulegt, hvað er varanlegt. Það er
lyndiseinkunn, sem við erum að tala um
núna og lyndiseinkunn sprettur upp af
fræi.
Sáðu hugsun, uppsker athöfn.
Sáðu athöfn, uppsker vana,
Sáðu vana, uppsker lyndiseinkunn.
Uppskeran birtist í fullmótaðri lyndis-
einkunn, óbreytanlegri, ævarandi,
óhagganlegri. „Hinn rangláti haldi áfram
að fremja ranglæti og hinn saurugi
saurgi sig áfram og hinn réttláti stundi
áfram réttlæti og hinn heilagi helgist
áfram.” (Op. 22,11). „Kornskurðurinn er
endir veraldar” (Matt. 13,39).
Uppskeran
A meðan er kornið að þroskast. I raun-
inni er um það að ræða að skorið er upp
tvisvar. í fyrsta lagi er uppskera réttlætis-
ins í hjarta barna Guðs. I öðru lagi er það
uppskera ranglætisins, hinir vondu
ávextir syndarinnar, sem ná að þroskast
í hjarta hinna þverúðugu „sona ríkisins"
(Matt. 8,12).
,,Og annar engill kom út úr musterinu.
Hann kallaði hárri röddu til þess, sem á
skýinu sat: „Ber þú út bitru sigðina þína
og sker þrúgurnar af vínviði jarðarinnar,
því að vínberin á honum eru orðin þrosk-
uð." Og engillinn brá sigð sinni á jörðina,
skar af vínviði jarðarinnar og kastaði
honum (þeim=vínþrúgunum) í reiðivín-
þröng Guðs hina miklu" (Op. 14,15—19).
Gæðakorn annars vegar og eitraðar
vínþrúgur hins vegar. Tvisvar skorið upp.
Alvarlegt íhugunarefni.
„Kristur sjálfur mun ákveða hverjir eru
þess verðugir að dvelja hjá fjölskyldu
Guðs á himnum. Hann mun dæma sér-
hvern mann eftir verkum hans og orðum.
Starfsstétt mannins vegur ekkert á vogar-
skálunum. Það er lyndiseinkunnin, sem
ákvarðar eifífðarörlögin" (Christ's
Object Lessons, bls. 74).
Eg tel að Jesús vildi að við næmum einn
lærdóm til viðbótar. Ríki Guðs kemur
ekki sem afraktur erfiðis manna — ekki
fyrir nákvæma könnun, ekki með neinu
státi hið ytra. Ríki hans er andlegt og
ósýnilegt nú sem stendur. Það er ekki háð
neinu mannlegu skipulagi eða framtaki.
Við megum ekki leggja að jöfnu söfnuð-
inn og ríki Guðs. Við erum ekki kölluð til
að skapa útópíu, syndlaust og fullkomið
þjóðfélag hér á jörðu. Það er Guðs að sjá
til þess. Við eigum að prédika fagnaðarer-
indið og fyrir náð Guðs að fara eftir meg-
inreglum ríkis hans.
Við héldum að í
söfnuðinum fyndum við
skjóf hœli, vörn, undan-
komuleið frá öllu því illa,
sem blasir við z heiminum.
En þess í stað uppgötvum
við okkur til mikillar
undrunar, að það eru
syndarar í söfnuðinum. “
En hvað sem við gerum til að útrýma
synd úr söfnuðinum, mun hún vera þar
fyrir hendi allt til þess að Kristur kemur.
Við sættum okkur ekki við hana. Við
prédikum og kennum gegn henni. En við
höldum því fram að mögulegt sé að sigra
og þá fullvissu eigum við, að við getum
náð að sigra synd í lífi okkar. Samt sem
áður kennir Kristur okkur, að við verðum
allt fram að endalokunum að búa við hin-
ar skaðlegu afleiðingar af sáningu óvinar-
ins. „Og vegna þess að lögleysi magnast,
mun kærleikur flestra kólna"
(Matt.24,12).
Stundum er útlitið dökkt. En verið ekki
áhyggjufull, systkini mín. Málið er í
höndum okkar ástkæra föður. Hann reyt-
ir illgresið úr garði sínum á sinn hátt og
með sínum aðferðum.
En hvers konar fólk ættum við þá að
vera? „(Yður ber) að ganga fram í heilagri
breytni og guðrækni, þannig að þér vænt-
ið eftir og flýtið fyrir komu Guðs dags."
„Með þvi að þér nú, þér elskuðu, væntið
slíkra hluta, þá kappkostið að vera flekk-
lausir og lýtalausir frammi fyrir honum í
friði" (2. Pét. 3,11.14).
Spurningar til umræðu
1. Kemur þú auga á eitthvað það, sem
kalla mætti misræmi á milli þess boð-
skapar, sem felst í dæmisögunni um ill-
gresið og hveitið, annars vegar og þeirrar
ábyrgðar safnaðarins hins vegar, að upp-
ræta synd okkar á meðal? Hvernig er
hægt að jafna slíkt hugsanlegt misræmi?
2. Að hvaða leyti eru dæmisögurnar um
illgresið og netið skyldar? Hvaða mikla
andlega lærdóma ættum við að nema af
þeim?
ÍCharles E. Bradford var
forseti fyrir Norður-Am-
eríku deild Sjöunda dags
aðventista, áður en
hann hœtti störfum og
£ ■[ fór á eftirlaun íjúlí í ár.
14
Aöventfréttir 1. 1990