Aðventfréttir - 01.01.1990, Side 25
I
sér, hraðaði sér yfir kornakrana og kall-
aði nafn Þyts í sífellu.
Það var hættulegt fyrir hirðinn að vera
einn á ferð. Oft voru stigamenn á kreiki,
sem voru til með að ræna fólk eða jafnvel
deyða það. Villidýrin komu oft fram úr
fylgsnum sínum að næturlagi. Hann
hlustaði eftir hverju hljóði og hann
renndi sjónum sínum fram og aftur til að
nema hverja undarlega hreyfingu. Hann
heyrði vængjaþyt fuglanna og hljóðið í
eðlu sem skaust yfir á stein. En ekkert
heyrði hann til Þyts.
Það fór að hvessa. Vindurinn reif í
frakkann hans og hann sveipaði honum
þéttar að sér. Senn huldu stór og kolsvört
ský bæði tungl og stjörnur. Vindurinn
reif í eldinn á blysinu hans svo að hann
hélt því nærri sér til þess að eldurinn
skyldi ekki slokkna.
,,Þytur!" kallaði hann. ,,Þytur!"
Þá heyrði hann það, me-e, me-e, svo
dauft að naumast mátti heyra. Hann
stansaði og kallaði sitt sérstaka hirðis-
hljóð og svo hlustaði hann. Hljóð, sem
barst með vindinum, náði eyra hans og
þá kallaði hann aftur. Nokkrum augna-
blikum síðar kraup hann á hné á jörðinni
og teygði sig eftir Þyt, sem stóð þarna
skjálfandi. Hann hafði dottið af litlum
kletti. Hirðirinn skorðaði blysið milli
tveggja steina og gat því notað báðar
hendur og stafinn til að lokka lambið aft-
ur upp á klettinn. Þyrnar rifu ullina á Þyt
svo að Kann hljóðaði af kvölum. Loks lá
Þytur stynjandi á jörðinni við fætur
hirðisins.
Hvað gerði hirðirinn þá? Barði hann
lambið með staf sínum? Potaði hann
eða stakk í Þyt, öskraði á hann að
rísa á fætur og koma sér heim?
Var hann með fyrirgang við
hann og sagði honum hversu
vond kind hann væri? Kvart-
aði hann við hann um öll
vandræðin sem hann
hafði valdið?
Lúkas segir okkur um hirðinn, að
„glaður leggur hann sauðinn á herðar sér,
er hann finnur hann," og heldur heim-
leiðis (Lúk. 15,5.6).
Getur þú ekki séð hirðinn fyrir þér, þar
sem hann þrýstir lambinu þétt upp að
hlýjum öxlunum á sér? Getur þú ekki
heyrt í honum, þar sem hann mælir hlý-
leg huggunarorð við lambið sitt og sýna
því blíðuhót á leiðinni heim?
Og hvað gerir hirðirinn, þegar hann
kemur aftur heim í réttina? Hendir hann
lambinu inn í réttina og fer síðan sjálfur
að sofa? Nei, allsekki. Eftir jafn vingjarn-
lega meðhöndlun þá veistu að hann hefur
brynnt lambinu og borið olíu í öll sár og
skrámur, sem það kann að hafa hlotið.
Síðan ,,kallar hann saman vini sína og ná-
granna og segir við þá: „Samgleðjist mér,
því að ég hef fundið sauðinn minn, sem
týndur var"" (6. vers).
Sérstakt verkefni: Ung börn mimu hafa
yndi af að líma bómull á mynd af lambi.
Skrifaðu fyrir neðan myndina: ,,Ég á svolít-
ið leyndarmál. Veistu hvað ég er? Jesús er
hirðir minn og ég er litla lambið hans."
Þessi saga gefur dæmi um fólk sem er á
villigötum og það veit það en getur ekki veitt
sér þá hjálp sem þarf. Rœðið hvaða aðstœð-
ur kunniað orsaka það. (Hugsanleg svör: 1.
Börn sem eru undir þrýstingi frá félögum
sínum. 2. Maðursem háðuren fíkniefnum.)
Skiptið börnunum í tvo hópa. Biðjið ann-
an hópinn að leika söguna um týnda lambið
(sauðinn). Biðjið hinn hópinn að leika sögu
af villuráfandi manni.
Aðventfréttir 1. 1990
Bara fyrir krakka