Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 28

Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 28
Bara fyrir krakka skrælþurra jörðina og byltust niður gil- veggina fáeinum kílómetrum fyrir ofan staðinn, þar sern fallega húsið stóð. Með hverjum kílómetranum varð vatnsflaumurinn breiðari, Nú geystist hann áfram á ofsahraða. Hann reif með sér lítil sprek og stóra steina, sem hentust og skoppuðu ofan á kolmórauðu vatns- flóðinu. Heimski maðurinn vissi ekkert um það. Ekki enn . . . Kona mannsins fór að hafa áhyggjur af garðinum sínum. „Kannski ætti ég að breiða yfir plönturnar mínar," sagði hún við manninn sinn. ,,Þessi rigning mun lemja þær allar niður." Hann lagði frá sér handklæðið sem hann þurrkaði sér með í framan og um hendurnar, um leið og hann sagði: ,,Já, gerðu það bara. Ég ætla að vera hérna, sem þurrt er." Hún opnaði dyrnar og hljóp út. Stuttri stundu síðar kom hún aftur. ,,Góði minn!" æpti hún. ,,Hjálp!" Hún hljóp út aftur og hraðaði sér að gripahúsinu til að leysa skepnurnar. Hann gekk nöldrandi út að dyrum. Hann vildi ekki fara út í rigninguna. „Hlauptu eins og þú eigir lífið að leysa," æpti hún og togaði hann með sér af öllum kröftum. Móð og másandi kröfsuðu þau sig upp bratta fjallshlíð alþakta leðju. I sama vetfangi var sem hár vatnsveggur hvolfdist niður í breitt gilið. Hann lenti á húsinu með svo miklum hávaða að helst líktist þrumu. Öldurnar soguðust inn um gluggana. Undiraldan reif með sér send- inn jarðveginn, sem húsið stóð á. Flóðið æddi áfram og ólgandi, kolmórautt vatn- ið náði fram fyrir og aftur fyrir húsið svo langt sem hjónin gátu eygt. Og þá hrundi fallega húsið þeirra með braki og brestum. Þegar Jesús sagði þessa sögu, sagði hann að hver sem heyrði orð hans og færi eftir þeim væri líkur hyggnum manni, sem byggði hús sitt á bjargi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi en samt féll það ekki. En Jesús bætti við að hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, er lík- ur heimskum manni, sem byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi og það hrundi með braki og brestum. Sérstakt verkefni: Hugtakið að taka á móti ,,sannleikanum“ og ,,að byggja á bjarginu" verður óhlutstætt í hugum ungra barna. Þetta kann að vera skemmtileg saga og gaman að syngja söngva, sem tengjast henni, án þess að hafa mikla merkingu. Fœrið merkinguna niður á þeirra stig með því að segja þeim eina eða tvœr sögur úr líf- inu: Það kemur sú freisting yfir barn að skrökva en það stenst hana, eða freistarinn hvíslar því að baminu að óhlýðnast en það gerir það ekki. Það barn er að byggja líf sitt á bjargi! í jarðskjálftanum 1989 í San Francisco hrundu þau hús sem byggð höfðu verið þar sem sjórinn hafði verið þurrkaður upp og uppfylling hafði veriðgerð. Sendinnjarðveg- urinn varð sem vökvi,já eins og sulta, þegar skjálftinn reið yfir. Látiðekki hjá líða að enda með sögustund með áhrifaríkum sögum á jákvæðu nótun- um. Guð mun hjálpa okkur að byggja ,,hús- ið“ okkar, líf okkar á bjarginu, orði hans. Það getum við með því að lœra minnisvers, með því að vera vingjarnleg og gera öðrum gott. Skiptið barnahópnum í smœrri eining- ar með þrem eða fjórum börnum í hverri og hafið einhvern fullorðinn eða eldra barn með hverri. Látið hverja einingu skrifa sanna sögu um eitthvað gott sem barn hefur gert. Þessum sögum má safna saman í litla bók og fjölfalda svo að hvert barn fái eintak. Fimmtudagur Fólgni fjársjóðurinn Biblíutexti: Matt. 13,44—46 Hann Matthías skundaði eftir þurr- um akrinum, sem nú var þakinn illgresi. Síðast hafði verið skorið upp korn á þessum akri fyrir ári. Af einhverri ástæðu hafði enginn notað akurinn í fyrra svo að hann hafði verið svo heppinn að fá hann á leigu handa sér. I Palestínu á tímum Jesú var sá bóndi lánsamur sem átti land sjálfur. Flestir sáðu bygginu sínu og hveitinu í akra, sem þeir tóku á leigu hjá ríkum landeigendum. Að sjálfsögðu hafði fólk, sem bjó í húsum, sem stóðu í þyrpingu i borg eða bæ, ekki akur á bak- lóðinni hjá sér. Og nú skálmaði hann Matthías yfir ak- urinn, sem hann hafði tekið á leigu. Hann hafði verið bóndi alla ævi og gat hann því sagt til um það á augabragði, hvort akur væri of grófur eða grýttur til þess að hægt væri að rækta gott korn þar. Hann veitti athygli tveim rásum, sem lágu eins og uppþornaðar ár yfir landareignina. Stór- rigningarnar í fyrra hlutu að hafa skolað jarðveginum á brott. ,,Ég verð að fylla þær upp," sagði hann með sjálfum sér. Hann andvarpaði þegar honum var hugs- að til þess, hve mikið verk það væri að moka upp grjótharðan jarðveg á einum stað á akrinum og að flytja hann til að fylla upp rásirnar. Hann beygði sig niður við aðra rásina og klóraði í moldina með stafnum sínum. Moldin var hörð. Það vantaði bara væt- una. Skikkjan hans límdist við svitastork- inn líkama hans. Þegar hann rétti úr sér, sá hann nokkuð, sem fékk hann til að falla á hné og krafsa í moldinni með ber- um höndunum. Hann andaði ótt og títt. Hjarta hans sló örar. Það gat ekki verið. Það var heldur ekki líklegt. Hann hafði heyrt sagt frá slíku, en nei — það var útilokað. Það log- blæddi úr fingrum hans undan grýttum jarðveginum. Hann þreif prikið og stakk í moldina undir stóra leirkerinu. Svitinn bogaði af andliti hans, svo að skeggið blotnaði. Hann var hálfvankaður af hita og æsingi. Loks lyfti hann þunga leirkerinu upp úr moldinni. Það var skörðótt og sprung- ið en þótt undarlegt megi teljast var það óbrotið. Hve lengi hafði það legið þarna grafið í jörð? Var eitthvað í því? Hann hristi það gætilega og heyrði þá glamra dauft inni í þvi. ,,Það er útilokað," sagði hann hvíslandi rödd. „Utilokað!" Hendur hans skulfu, á meðan hann var að reyna að ná lokinu af. Það var betra að fara varlega. Ekki mátti hann brjóta það. Loksins opnaðist kerið. Þegar hann hall- aði því, fylltist lófinn hans af peningum og svo keltan. Peningar! Meira af pening- um en hann hafði séð samanlagt alla æv- ina. Já, þótt æviskeiðin væru tólf. Ein- hver hafði falið í jörðu leirker fullt af pen- ingum. Kannski hafði það gerst á stríðs- tímum. Eða kannski var einhver auðmað- ur að fela þá fyrir óvinum sínum. Pening- arnir voru gamlir og það hafði fallið á þá, en þetta voru nú samt raunverulegir peningar. Matthíasi var litið í kringum sig og skyndilega greip hann ótti. Hafði einhver séð til hans? Nei. Enginn var þarna á kreiki. Hjartað barðist svo ákaft, að hann hélt, að það kynni að hendast út úr brjósti hans, á meðan hann var að ýta kerinu aft- ur niður og koma því fyrir niðri í gjót- unni. Þegar hann var búinn að hylja það með mold, reis hann á fætur og hraðaði sér svo heim. Hugur hans rásaði víða á meðan hann skundaði yfir akurinn, inn í borgina, eftir þröngu götunni, þar sem húsið hans stóð. Hann varð að gera áætlun. Ætti hann ak- urinn, væri fólgna kerið ásamt öllum peningunum líka eign hans. En hvernig átti hann að fara að því að kaupa landið? Um kvöldið bragðaði hann naumast á kvöldmatnum, svo að konan hans komst í algert uppnám og gerði mikið veður út af því. Hún hélt hann væri eitthvað veik- ur. Jafnvel börnin hans tóku eftir því, að eitthvað var að. Honum varð heldur ekki svefnsamt. Aðeins eitt komst að í huga 28 Aöventfréttir 1. 1990

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.