Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 30
Bara fyrir krakka
,,Ég verð kominn heim eftir þrjá daga,"
sagði hann við hana. ,,í mesta lagi fjóra.
Skyggnstu eftir mér á kvöldin." Hann
teygði fram höndina og strauk henni um
síða, svarta hárið. Svo rauk hann af stað.
Vegurinn frá Jerúsalem niður til Jeríkó
var bæði ósléttur og mjór. Hann lá í upp-
þornuðum árfarvegi, árgljúfri, sem stór-
flóðin höfðu skorið niður fyrir löngu. í
hverju skrefi færðist hann neðar í dalinn.
Hann gekk rösklega og raulaði lag fyrir
munni sér. Þetta yrði ekki auðveld ferð,
en hann þurfti að sinna erindi. Hann bara
vonaði, að konan hans hefði ekki áhyggj-
ur. Sterk harðfisklykt barst að vitum
hans og það varð til þess að hann fór að
skellihlæja.
Steinar voru á víð og dreif á veginum og
öðru hverju varð hann að sneiða hjá
malar og grjóthrúgum. Sólin gægðist nú
yfir sjóndeildarhringinn, svo að skyndi-
lega urðu nöktu hæðirnar í Júdeu rauð-
glóandi í gullnu Ijósi. Pétur hraðaði nú
för sinni enn meira. Hann var að vonast
eftir að finna einhvern samferðamann.
Þetta var svo hættuleg leið, alkunn fyrir,
að þar höfðust við stigamenn og ræningj-
ar. En hann hafði engar áhyggjur. Hann
var bæði maður sterkur og klár.
Sólin steig stöðugt hærra upp á himin-
inn. Skæra og hvíta ljósið frá henni varð
þess valdandi, að eyðimerkurhæðirnar
urðu litdaufari en ella. Hann pírði augum
upp í ljósið og dró um leið höfuðklútinn
sinn niður til að skýla augunum. I hæð-
unum var fjöldi smáhella.Þeir líktust
einna helst svörtum, blindum augum,
sem hann skelfdist. Maður gæti auðveld-
lega verið í felum í einhverjum hellinum
og stokkið svo út þaðan til að ráðast á
einhvern ferðamanninn
ræna hann. Stund-
um földu sig villidýr
en hann hafði
nú engan
beyg
af þeim. Ekki svona um hábjartan dag-
inn. Hann sá eðlur vera að sóla sig með-
fram veginum. Oðru hverju skaust ein og
ein yfir veginn og þá tók hann víxlspor til
að verða ekki valdur að því að stíga ofan
á hana.
Skyndilega og án nokkurs fyrirboða,
umkringdi hann hópur ræningja. Einn
stökk upp á bakið á honum, annar barði
hann í magann. Þeir rifu fötin utan af
honum, tóku nestispakka hans og pen-
ingapyngju, spörkuðu í hann og börðu
aftur og aftur. Svo skildu þeir við hann
dauðvona í brennheitri eyðimerkur-
sólinni.
Hann hafði alls enga hugmynd um, hve
lengi hann lá þarna. Enginn heyrði stun-
urnar í honum. Enginn sá flugnamergð-
ina, sem flaug suðandi yfir sárunum á
honum, sem logblæddi úr. En svo heyrði
hann loksins fótatak. Hann reyndi að
hrópa, en var þurrari í hálsinum en svo,
að það tækist. Fótatakið nálgaðist, en
hægði aldrei á sér. Þetta var prestur, sem
þarna var á ferð, maður, sem þjónaði
Guði í musterinu. En presturinn virti
hann ekki viðlits. Hann bara hraðaði sér
áfram sína leið.
Pétur missti meðvitund. Hann vissi
ekki, hvenær aftur heyrðist fótatak.
Hann sá ekki levítann, auðugan mann,
lyfta upp skikkjunni sinni og hraða sér í
burtu.
Pétur komst til meðvitundar aftur, þeg-
ar einhver var að hella vatni upp í munn-
inn á honum og yfir andlit hans. Hann
fann fyrir vingjarnlegum höndum, sem
voru að hreinsa sár hans. Hann fann fyrir
olíu, svo að dró úr sviðanum í skrámun-
um og rispunum á hörundi hans. Hann
heyrði þýða rödd mæla uppörvandi orð.
Hann reyndi að opna augun og tala, en
það var sem hann gæti það ekki. Hann
fann að sér var lyft upp, vera settur á bak
asna. Svo héldu sterkar hendur við hann
og vingjarnlega röddin bauð asnanum að
halda af stað.
Hann verkjaði í allan líkamann við
hverja hreyfingu asnans og hann fann að
hann var að komast til fullrar meðvit-
undar. ,,Hver ert þú?" sagði hann
loks.
Maðurinn sagði þægilegri rödd:
,,Jæja, svo þú ert að vakna. Það
var kominn tími til, býst ég
við." Hann sagði til nafns síns
og bætti svo við: ,,Ég er frá
Samaríu. Heppinn ertu að
ég er einmitt á leið til
Jeríkó. Þú verður að hvíla
þig aðeins áður en þú ferð
aftur í ferðalag."
Oðru hverju stöðvaði
maðurinn asnann til
að athuga hvort færi
þægilega um Pétur og kostur var.
Hann hellti meira af olíu í sárin
Biblíutexti: Matt. 10,30—37
Farðu nú varlega," sagði hún Jóna við
manninn sinn, hann Pétur. ,,Ég verð
ekki í rónni fyrr en þú verður kominn
aftur."
,,Þú hefur alltof miklar og óþarfar
áhyggjur," sagði hann við hana. ,,Ég fer
varlega. Kannski get ég orðið samferða
einhverjum."
Jóna andvarpaði um leið og hún stakk
svolitlum pinkli í lófa hans. ,,Ég útbjó
svolítið nesti handa þér," sagði hún við
hann. ,,Hafðu nú ekki á móti því. Þrjátíu
kílómetrar er löng leið að fara fótgang-
andi og þú verður feginn að hafa það
meðferðis þegar sólin er komin hátt á
loft."
Hann gat ekki stillt sig um að hlæja.
„Þetta sýnir mér að það skuli nú í mig.
Hvað hefurðu þarna?"
„Aðeins fáeina fiska og flatkökur. Og
svo lét ég þarna að sjálfsögðu ávaxtasafa
og dálítið af fíkjum. Farðu nú gætilega og
hraðaðu þér svo heim.”
Þau gengu til dyra. Sólin var enn ekki
búin að lyfta sér yfir hæðirnar í Júdeu-
eyðimörkinni en það var komin
hreyfing á í Jerúsalem. Hanar
göluðu. Kýr bauluðu.
Götusalarnir voru
komnir á kreik.
Sumir báru
þunga sekki
á bakinu.
Föstudagur
Miskunn-
sami
Samveijinn
bJlSlOJ''
I
30
Aöventfréttir 1. 1990