Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 31

Aðventfréttir - 01.01.1990, Síða 31
og breiddi skikkju sína yfir bakið á Pétri. Það var komið myrkur þegar þeir komu til Jeríkó. Samverjinn fór með hann í gistihús og hjálpaði gestgjafanum til að hátta Pétur. Hann var hjá honum um nóttina og gaf honum vatn að drekka þeg- ar hann vaknaði. Hann svaf svo óværum svefni. Morguninn eftir lét Samverjinn gestgjafann fá tvo silfurpeninga: „Lát þér annt um hann," sagði hann. „Þegar ég kem aftur skal ég borga þér það sem þú kostar meiru til." Þegar Jesús var búinn að segja þessa sögu, spurði hann: ,,Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?'1 (Lúkas 10,36). Sérstakt verkefni: 1. Rœðið merkingu orðsins ,,náungi“ eins og Jesús notaði það. 2. Útskýrið hvers vegna það var svo óvenju- legt að Samverji hjálpaði Gyðing. 3. Látið hvert barn fá pípuhreinsara. Látið hvert barn fyrir sig móta hann þannig, að hann sýni hvernig við getum reynst sannir ,,ná- ungar" Inágrannar). 4. Gefið dœmi um ein- hvern sem er í mikilli neyð. Látið börnin segja frá því, hvernig þau gœtu verið góðir náungar í slíkum aðstœðum. Fœrið það inn á þeirra vettvang. Hvíldardagur Brúðar- meyjarnar 10 Biblíutexti: Matt. 25,1—13 llir hafa mikið yndi af að vera við- staddir brúðkaup, að minnsta kosti stúlkur. Þegar Jesús var á jörðinni voru brúðkaup stórmál og mikið um að vera, miklu meira en nú er. Brúðkaupshátíða- höld ríks fólks gátu staðið dögum saman. Þið munið að Jesús gerði sitt fyrsta kraftaverk í brúðkaupi. Brúðkaupsveisl- an stóð svo lengi að vínberjalögurinn dugði ekki. Jesús sagði sögu um annað brúðkaup eða réttara sagt um 10 ungar stúlkur, sem voru brúðarmeyjar við brúðkaup. Jesús sagði, að það sem kom fyrir þær, skýri hvernig fólk muni taka því, þegar hann kemur aftur. Tíu brúðarmeyjar klæddar í sitt feg- ursta skart fóru til móts við brúðgumann. Það er undarlegt. Þegar par giftir sig nú til dags, fara brúðarmeyjarnar ekki inn í borg eða bæ til að bíða komu brúðgum- ans. En það var gert á dögum Jesú. Það var þáttur í hátíðahöldunum — ungu stúlkurnar að bíða komu brúðgumans. Og hann lét alltaf bíða eftir sér. Hver stúlka hélt á lampa af því það var komið kvöld. Fimm stúlknanna voru hyggnar. Þær vissu að brúðguminn gæti verið seint á ferðinni og að olían á lömp- um þeirra gæti klárast. Þess vegna höfðu þær með sér litla könnu með olíu í. En hinar stúlkurnar fimm sáu enga ástæðu til að vera að bera með sér auka- olíu. Kannski var það af leti. Það var ósköp dapurlegt því auðvelt var að halda á dálitlu af aukaolíu. Fornleifafræðingar (fólk, sem grefur upp hluti sem legið hafa í jörðinni mjög lengi) hafa fundið sams konar olíukönnur og hyggnu stúlkurnar báru með sér. Þær eru litlar, aðeins 8—10 sm háar. Þær taka rétt nóg af olíu til að fylla lítinn lampa. Fólk bar þessa litlu könnu bundna við úlnliðinn með skinnþveng. Það er at- hyglisvert að tapparnir í þessar könnur voru oft skornir út með ýmsu móti, t.d. voru sumir í laginu eins og höfuð á ein- hverju dýri. Jæja, tíminn leið og það var orðið áliðið og enn var brúðguminn ókominn. Stúlk- urnar þreyttust á því að standa og bíða svo þær settust niður. Þá fór þær að syfja. Þær fóru að geispa hver á fætur annarri. Og svo — sofnuðu þær allar. En um miðnætti kvað við hróp úti í myrkrinu: „Brúðguminn kemur!” Allar stúlkurnar 10 risu á fætur. Þær nudduðu augun og löguðu til á sér hárið en, nei, eitthvað var að. Það heyrðist tor- kennilegt hljóð í lömpunum þeirra. Þær löguðu til kveikinn og hölluðu lömpun- um til þess að kveikurinn gæti náð síð- ustu olíudropunum. En það var um sein- an. Lamparnir voru eiginlega alveg tómir. Stúlkurnar fimm, sem höfðu haft með sér aukaolíu, helltu henni nú í skyndi á lampa sína. Eftir smástund logaði aftur glatt á lömpum þeirra. Þá sögðu fimm fávísu stúlkurnar í bæn- arróm: „Gefið okkur af olíu ykkar, það er að slokkna á lömpunum okkar." Þær hyggnu svöruðu: „Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaup- manna og kaupið handa ykkur" (Matt. 25,9). Það var um ekkert annað að ræða en að hraða sér niður í miðborgina til að finna einhvern, sem gæti selt þeim olíu. En meðan þær voru í burtu kom brúðgum- inn, ásamt fylgdarliði, þjótandi eftir göt- unni. Það var hlegið og sungið. Fimm hyggnu brúðarmeyjarnar flýttu sér að slást í för með þessum glaðværa hópi. Þau fóru öll inn í veislusalinn og dyrum var lokað. Nokkru seinna komu fávísu meyjarnar fimm til baka. „Hleypið okkur inn," köll- uðu þær fyrir utan lokaðar dyrnar. „Opn- ið dyrnar fyrir okkur." En dyravörðurinn svaraði: „Sannlega segi ég ykkur, ég þekki ykkur ekki." „Vakið því," sagði Jesús, „því að þið vit- ið hvorki daginn né stundina (þegar Jesús kemur aftur)" (13. vers). Finnst ykkur ekki þessi orð vera með þeim dapurlegustu í allri Biblíunni — „Ég þekki ykkur ekki"? En gleðitíðindin eru þau að Jesús sagði þessa sögu til að hjálpa lærisveinum sinum til að vera viðbún- um, er hann kæmi. Jesús kemur brátt. Við vitum ekki dag- inn eða stundina, en við vitum að hann kemur brátt. Hann mun taka þá til sín til himins, sem viðbúnir eru. Og það eru mestu gleðitíðindin í öllum heiminum! Sérstakt verkefni: Hvernig getið þið verið viðbúin komu Jesú? Leggið áherslu á, að hlýðni og hið góða og vingjarnlega, sem við gerum sýni að við höfum meðtekið fórn Krists og lifum fyrir hann. Útbúið litla bókfellsrúllu eða eitthvað svipað og skrifið á það Jóh. 3,16. Leyfið börnunum að taka það heim með sér. Eldri börnin hafa gaman af að útbúa sjálfhanda sér. Skiptið börnunum í hópa og leikið söguna um brúðarmeyjarnar 10. Skiptið börnunum í hópa. Úthlutið hverj- um hóp einni dæmisögu sem við höfum skoðað í vikunni og látið hvern hóp leika hana í hljóði. Þegar hver hópur er búinn að leika sína dæmisögu eiga hinir að segja til um hvaða dœmisaga þetta var. Ræðið um himininn. Reynið að kafa dýpra en svo að nema staðar við að ,,ríða á Ijóni" eða eitthvað í þeim dúr. Talið um fyr- irgefningu. Talið um að lifa óttalaus. Allir eru hrœddir nú á dögum. Rœðið það hvernig 'megi tala við ókunnuga óttalaust; um að fara í ferð og vita að bíllinn ykkar mun ekki bila og að enginn muni fá kvef eða flensu meðan þið eruð í burtu. Haldið umrœðun- um á stigi barnanna, en hjálpið þeim til að leggja sig öll fram um að hugsa um blessanir himinsins á nýjan hátt. Penny Estes Wheeler starfar á ritstjórnar- skrifstofu forlagsins Review and Herald. Aöventfréttir 1. 1990 31 EG'STtA Bara fyrir krakka

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.