Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 6

Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 6
SUNNUDAGUR Helgidómur fyrir Guð Faðirinn óskar nærveru við okkur ANGEL MANUEL RODRIGUEZ etta haföi verið langt og þreytandi ferðalag. Israelsmenn voru loks komnir á landfræðilega mikilvægan stað í pílagrímsferð sinni. Hér gátu þeir hvílst. Við rætur tilkomumikils fjalls fengu þeir skipun um að reisa búðir og með annað augað á Sínaífjalli hófust þeir handa að slá upp tjöldum sínum. Við þetta fjall áttu Israelsmenn eftir að vitna stórkostlega dýrð Drottins og lieyra hann tala. Hvílík eftirvænting. Drottinn myndi verða þeim sjáanlegur (2M 25.8). Sínaífjall átti eftir að verða íyrsta musteri Israelsmanna og þeirri reynslu var svo viðhaldið í musteri þeirra. Við Sínaí sagði Guð við Móse: „Og jreir skulu gjöra mér helgidóm, að ég búi mitt á meðal þeirra“ (2M 25.8). Með ítarlegri rannsókn á þessu jarðneska musteri má betur skilja til- gang og eðli hins himneska. Musteri Israelsmanna gegndi hlutverki á jörð- inni sem var táknrænt fyrir verksvið hins himneska á alheimsvísu. DVALARSTAÐUR Sú hugmynd að guðdómurinn byggi í musteri var al- geng í Mið-Austurlöndum á þessum tíma en ekki sérkenni Israelsmanna. A þessum tíma var líkneski af guði þeim sem um ræddi sett inn í musterið svo að tilbiðjendur gætu komið þar og fært því fórnir og gjafir. Því var trú fólks sú að í líkneskinu væri að fmna hluta af kjarna, eða eðli, guðsins. Það var einnig trú fólks að guðirnir heíðu líkam- legar þarfir líkt og mennirnir og því var litið á fórnina sem fæðu guðanna. Með því að sinna líkamlegum þörf- um guðanna trúði fólkið að það gæti keypt góðvild og blessun þeirra. I andstöðu við þessar hugmyndir þá var musteri Israels- manna stofnsett, ekki til að sinna líkamlegum þörfum Guðs, heldur svo Guð gæti sinnt þörfum mannanna. Með musterinu var Guð að gefa Israelsmönnum tækifæri á að njóta nærveru hans. Hann gerði persónu sína aðgengi- lega í þessu tiltekna rými. Þannig kom Guð því til skila á áþreifanlegan hátt að sem sí-nálægur Guð var hann reiðu- búinn að stíga inn í ákveðið rými þar sem fólk hans átti sér dvalarstað. Á þennan hátt, með því að stíga niður, sýnir Guð kærleika sinn en ekki guðlega reiði sem þarf að friða. Musterið er því vitnisburður um kærleiksríka nærveru Guðs. Ritningin kennir einnig að Guð á sitt himneska must- eri og af því er musteri Israelsmanna eftirlíking eða bara skugginn af því raunverulega (Heb 8.1, 2, 5). Jóhann- es talar oft um slíkt musteri á himnum (Opb 11.19; 14.17). Sálmaskáldið seg- ir svo: „Drottinn er í sínu heilaga musteri, hásæti Drottins er á himnum, augu hans sjá, sjónir hans rannsaka mennina“ (S1 11.4). Það er í hinu himneska musteri að hásæti Guðs er að finna, þar sem Guð er umkringdur himneskum verum (Dn 7.9, 10. Opb 4.2-7). Biblían gefur í skyn að Guði er ekki takmarkaður við rými. Salómon sagði svo: „Sjá, himinninn og himnanna himnar taka þig ekki“ lKon 8.27). Skaparinn er óendanlega mikið meiri en ]jaö sem skapað er. FUNDARSTAÐUR Stuttu áður en Israelsmenn yfirgáfa Egyptaland þá mælti Guð sér mót við þá. Hann skipaði Móse að leiða fólkið að Sínaífjalli til fundar við sig (2M S.12). Þetta var þó tímabundin fundarstaður og þegar Israelsmenn komu þangað var þeim sagt að byggja musteri: „þar vil ég eiga samfundi við Israelsmenn, og það skal helgast af minni dýrð“ (2M 29.43). Orðið samfundir er þýðing á hebresku sögninni yá'ad. Það mætti þýða sem koma, birtast, eða mæla sér mót. Öll segja |)essi orð svipaða hluti. Að mæla sér mót gefur til kynna áhuga á að koma á fundarstað. Staðurinn er must- erið sem einnig mætti kalla „samfundatjaldið“ (2M 28.43). Þetta er falleg mynd. Israelsmenn vissu hvar Guð var finna. Guð var persóna sem hægt var að mæla sér mót við. Þeir gátu farið þar sem hann dvaldist og hitt hann fyrir. Guð var ekki fjarlægur og óaðgengilegur, heldur sí-nálæg- ur frelsari og herra. Þannig var þörf ísraelsmanna fyrir andlegri nálægð við Guð sinn og skapara fullnægt. Til að gera þennan samfund mögulegan þá var musteri sett fyrir ✓ Iaugum * Israelsmanna var Guð persóna, sem hægt var að mæla sér mót við. 6 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.