Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 17
ir sjáandi. Alla þá,
sem ég elska, t)íta ég
og aga. Ver því heil-
huga og gjör iðrun.
Sjá, ég stend við
d)Tnar og kný á. Ef
einhver heyrir raust
mína og lýkur upp
dyrunum, þá mun
ég fara inn til hans
og neyta kvöldverð-
ar með honum og
hann með mér.
Þann er sigrar mun
ég láta sitja hjá mér í
hásæti mínu, eins og
ég sjálfur sigraði og
settist hjá föður mín-
um í hásæti hans.
Hver sem eyra hefur,
hann heyri hvað
andinn segir söfnuð-
unum.“
2. BÁSÚNURN-
AR SJÖ
Sannarlega er Op-
inberunarbókin orð
hans sem þekkir
upphafið og end-
inn. I þriðja versi áttunda kafla byrjar
spádómurinn um básúnurnar með
greinilegri skírskotun til musterisins
á himnum. Það er skýr lýsing á enda-
lokum meðalgöngu Krists og upphafs
dómsins sem Guð fellir yfir heiminn.
Þrumurnar, eldingarnar og jarð-
skjálftarnir gera endalok náðartím-
ans áhrifameiri.
Ellen Wiiite lýsir þessu undursam-
lega: „Þá sá ég Krist, sem hafði verið
að störfum frammi fýrir sáttmálsörk-
inni sem inniheldur boðorðin tíu,
kasta frá sér reykelsiskerinu. Hann
lyfti upp höndunum og kallaði hárri
röddu: „Það er fullkomnað.“
Englarnir tóku svo ofan kórónur sín-
ar á meðan Kristur mælti: „Hinn
rangláti haldi áfram að fremja rang-
læti og hinn saurugi saurgi sig áfram
og hinn réttláti stundi áfram réttlæti
og hinn heilagi helgist áfram“ “(Early
Writings, bls.279, 280).
Þegar dóminum fyrir endurkom-
una lýkur þá eru örlög mín og þín
ráðin að eilífu. „Vakið því, þér vitið
ekki, nær húsbóndinn kemur, að
kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun.
Látið hann ekki finna yður sofandi,
þegar hann kemur allt í einu“ (Mk
13.35, 36).
3. DEILAN MIKLA
I Opb 12 rís drekinn gegn Guði og
kirkju hans. „Konan" er skilgreind
sem trúfastir fylgjendur Krists, þ.e.
kirkjan hans. I síðasta versi kaflans
eru leifarnar, sem eru afkomendur
konunnar, kynntar til sögunnar sem
þeir er drekinn ofsækir. Spurningin
mikilvæga er jrá, hverjar eru leifarn-
ar? Og hvað er að „hafa vitnisburð
Jesú“?
Leifarnar í Opb 12.17 eru raun-
verulegir fylgjendur Krists eftir að
1260 árunurn lýkur 1798. Eg er sann-
færður um að Sjöundadags aðventist-
ar uppfylla öll skilyrði sem nefnd eru
í sambandi við leifarnar, þ.e.a.s. þeir
halda boðorð Guðs og hafa trú Jesú
Krists.
Það er öðrum kafla deilunnar
miklu, milli sannleika og lygi, sem er
lýst í Opb 13 þegar dýrið kemur til
sögunnar. Dýrið er tákn um hin illu
öfl sem berjast fyrir bandalagi allra.
En þessi kafli fullvissar okkur einnig
um að Satan mun hljóta makleg
málagjöld fyrir verðleika fórnar Krists
á Golgatahæð.
Nýi þátturinn sem byrjar í Opb 14.6
flytur okkur aftur í tíma og fjallar um
tímann fyrir atburði þá sem lýst er í
versum 1-6. Opb
14.1-5 fjallar um sig-
urvegarana, ekki
fórnarlömbin. Ellen
White talar um
þessa sem meyjar
vegna þess hversu
flekklaus trú þeirra
er (Christ's Object
Lessons, bls. 406).
Opb 14.6-12 hefur
svo sérstaka þýðingu
fyrir tímann rétt fyr-
ir endurkomuna.
Þrír hlutar boðskap-
arins sem þar er að
finna undirbúa hin
144.000 fyrir innsigl-
ið. Þá á sér stað end-
anlegur aðskilnaður
þeirra sem trúa og
þeirra sem afneita
kalli Guðs. Þetta er
einlægt kall til til-
beiðslu á hinum
eina Guði og til vott-
unar virðingar á
nafni hans. Hvert
okkar verður sendi-
boði Guðs sem tekur
þátt í að boða þenn-
an boðskap allt til ystu endimarka
heimsins.
Þriðji hlutinn lýsir svo uppskeru
þeirra réttlátu og ranglátu við endur-
komuna (vers 14-20). Þeim boðskap
er beint til okkar. Boðskapurinn fjall-
ar um fólk í dag, vandamál nútímans,
blekkingar nútímans og þarfir. Þetta
endar með endanlegum aðskilnaði
frá heiminum - kornið verður aðskil-
ið illgresinu (Mt 13.23-30), svo einnig
sauðirnir frá höfrunum (Mt 25.31-
46) og þeir réttlátu frá þeim ranglátu.
Guð er að kalla alla menn nú þegar
nær dregur endanlegum dómi. Þetta
er ákall til virðingar og tilbeiðslu á
Kristi nú þegar heimurinn hefur að
mestu snúið sér að tilbeiðslu við ann-
an valdastól Opb 13.3).
4. PLÁGURNAR SJÖ
Atburðir þeir sem fjallað er um í
Opb 15 og 16, gerast rétt fyrir upp-
skerutímann. Þetta eru þrengingarn-
ar sem eiga sér stað milli þess að náð-
artímanum lýkur og Kristur snýr aftur
(Opb 22.11). Plágurnar sjö verða það
hræðilegasta sem gerst hefur í sögu
jarðarinnar. Þær falla á þá sem hafa
lýst yfir stuðningi sínum við myrkra-
völdin, sem hafa afneitað Biblíunni
Aðvt.ntFrktiir
17