Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 16

Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 16
FOSTUDAGUR Kristur í sviðsljósinu Umfjöllun Opinberunarbókarinnar um musterid Opinberunarbókin tilheyrir að sögn heim- sendisspádómum samkvæmt bókmennta- fræðilegri skilgreiningu. Dómsdagsspá- dómar Biblíunnar er nákvæmari lýsing. Þetta rit er hliðstæða Nýja testamentisins við Daníelsbók Gamla testamentisins. Dómsdagsspádómar eru sérstakar opinberanir Guðs í innblæstri og draumförum spámanna. Megin til- gangurinn er að gera að umfjöllunar- efni hina síðustu daga þegar þjóða- brot jarðarinnar hverfa og konung- dæmi Jesú Krists verður sett á laggirn- ar. Einnig er ætlunin að vekja og næra von um skjóta endurkomu Krists og hvetja til þess að treysta á hann í and- legum efnum til að vera reiðubúin undir endurkomu hans. Sem hvatn- ingu til rannsóknar á Opinberunar- bókinni skrifaði Ellen G. White: „Sá boðskapur sem birtur er í réttri röð í Opinberunarbókinni á að skipa fyrsta sæti í hugum fólks Guðs. Ekkert utan þess má stela athygli okkar" (Testimonies, 8. bindi, bls. 302). Þegar við sem heild skilj- um vægi þessarar bókar „þá verður mikil vakning meðal okkar“ (Testimonies to Ministers, bls. 113). í SVIÐSLJÓSINU I þeirri viðamiklu sögu heimsins sem Opinberunarbók- in spannar er Kristur ávallt í sviðsljósinu. Hversu mikið bókin er grundvölluð á Kristi er ljóst af Opb 1.1 og 22.6. „Opinberun Jesú Krists, sem Guð gaf honum til að sýna þjónum sínum það sem verða á innan skamms.“ Opinberunarbókin er bókin um lambið frammi fyrir há- sætinu. Fórn Krists er upphaf og endir þess starfs sem hann vinnur fyrir okkur. Hann er Drottinn safnaðarins. Annað áberandi hlutverk sem Kristur sinnir er okkur ein- nig ljóst úr Opinberunarbókinni 1.7, 8: Hann er konung- ur sá er koma skal (vers 7), „Alfa og Ómega, segir Drott- inn Guð, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi“ (vers 8). Kristur sá er dáinn en lifir þó að eilífu. Hann er sá sem hefur „lykla dauðans og Heljar“ (vers 18). Hvílík trygging sem þeim kúguðu og ógæfusömu er gef- in! Það er yndislegt til þess að vita að Drottinn er með okk- ur hversu ömurlegar aðstæður sem við upplifunt. Það er okkar von að sá dagur komi er Kristur kemur reglu á heim þann sem er á hvolfí og að hann komi skjótt til að launa öllum samkvæmt verkum (Opb 22.12). Það skyldi því engan undra að það hrynji af vörum Jó- hannesar það sem allir kristnir hafa sagt allar götur síðan: „Kom þú, Drottinn Jesús!“ (22.20). Musteri himinsins er miðdepill boð- skaparins í Opinberunarbókinni. Við skulum rannsaka fyrstu fjóra þætti bókarinnar í samhengi við spádóminn og þjónustu Krists í musteri himinsins. 1. SÖFNUÐIRNIR SJÖ Áður en Jóhannes heyrði Krist skila af sér bréfunum til safnaðanna þá sá hann Krist við ljósastikurnar í hinu heilaga. Kristur sagði ljósastikurnar vera söfnuðina sem skyldu endur- spegla ljós hans til heimsins. Kristur er söfnuði sínum prestur og hirðir, upp- örvandi og hreinsandi hann og hjálp- andi honum að loga skært af kærleika hans. Opinberunarbókin er í raun bréf ritað og sent sjö söfn- uðum í Litlu-Asíu. Söfnuðir þessir voru valdir með það fyrir augum að þeir áttu við ákveðin vandamál að stríða og voru í þörf fyrir ákveðinn boðskap sem passaði við kristna kirkju í sögulegu samhengi. Hver söfnuður var þannig tákn um mismunandi tímabil í sögu kirkjunnar. Hver kyn- slóð á sinn fulltrúa hér og ávítur, hugganir, hrós og nyt- söm ráð eiga við hin ýmsu tímabil. Sumir kristnir hafa misst sinn fyrri kærleika (Efesus - Opb 2.1-7). Sumir lifa ofsóknir og þrengingar (Smýrna - Opb 2.8-11). Sumir umbera rangar kenningar og ffáfall (Pergamos - Opb 2.12-17). Sumir stunda andlegt lauslætí í trú sinni í þeirri stofnun sem kölluð er Jezabel (Þýatíra - Opb 2.18-27). Sumir hafa glatað lifandi trú kærleikans (Sardes - Opb 3.1-6). Sumir starfa trúfastir í þágu Krists og treysta á meðalgöngu hans (Fíladelfla- Opb 3.7-13). Sum- ir eru andlega volgir, sjálfsánægðir, vegvilltir og innantóm- ir (Laódíkea - Opb 3.14-18). Þessi verðmæti boðskapur er okkur áminning. Kristur segir í Opb 3.18-22: „ Eg ræð þér, að þú kaupir af mér gull, skírt í eldi, til þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði tíl að skýla þér með, að eigi komi í ljós vanvirða nektar þinn- ar, og smyrsl að smyrja með augu þín, til þess að þú verð- Kristur er söfnubi sínum prestur og hirdir. 16 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.