Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 26

Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 26
okkar verða fallegar og Guði þóknan- legar. Við þurfum á fullkomleika hans að halda af því að við erum ófullkomin. HIÐ ALLRA HELGASTA Hið allra helgasta geymdi sátt- málsörkina og náðarstólinn. Hvað segir það okkur um Guð? Orkin hafði að geyma boðorðin tíu, skál af manna og staf Arons sem laufgaðist. Manna minnir okkur á að Guð sér fyrir þörfum okkar. Hann segir: „Hafið engar áhyggjur, ég skal sjá um allt.“ Stafur Arons minnti á að Guð hafði valið Aron og fjölskyldu hans til að sinna prestþjónustunni. Guð er að segja okkur að við getum treyst hon- um og leiðtogum okkar. Boðorðin tíu minna á mikilvægi lögmáls Guðs - lögmál réttlætis hans. Guð skrifaði |)au með eiginn fingri og gaf Móse til varðveislu. Guð vissi að ef við fylgdum lögmáli kærleika hans þá yrðum við hamingjusöm. Lögmál hans er fullkomið, sannleik- ur og heilagt. Engin getur syndgað gegn því og lifað í návist Guðs. Það sorglega er að við höfum öll syndgað gegn Guði. Góðu fréttirnar eru þær að náðarstóllinn lokar örk- inni. Náðarstóllinn merkir nærveru Guðs og segir okkur að vegna fórnar Jesú Krists á krossinum þá er fyrir- gefningu að fá fyrir syndir ef við sjá- um eftir jwí sem við höfum gert - iðrumst. Biblían segir: „Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljót- um náð til hjálpar á hagkvæmum tíma“ (Heb 4.16). 2+3+2 = EINN Við erum nú búinn að skoða must- erið vel. Hvað segir það þér um Guð? Þú ert búinn að heyra um þvottaker- ið og altarið í forgarðinum, um jtað þrennt sem er að finna í hinu heilaga og um sáttmálsörkina og náðarstól- inn í hinu allra helgasta. Ef [>ú sæir aðeins eitthvað eða hvern mundir þú sjá? Hver er fórnin, brauðið, ljósið og reykelsið? Hver skrifaði lögmálið með sinni eigin hendi og lifði svo full- komnu lífi fyrir mig og þig? Hver er náðarstóllinn? Já, það er rétt. Það er Kristur, frelsari okkar og herra. Þegar allt sem er að finna í musterinu er lagt saman þá er útkoman EINN, nefnilega Jesús Kristur - sonur Guðs eingetinn. Aform Guðs er svo fallegt og hann hefur gert þetta allt fyrir þig. Við eig- um vin fyrir framan hásæti Guðs. Það er þetta sem musterið kennir okkur. TIL UMRÆÐU Getur j)ú lýst innanstokksmunum musterisins og sagt svo hvað þeir tákna? Skiptist á að segja frá í fjöl- skyldunni hvað það er sem þið hafið lært um musterið. MIÐVIKUDAGUR Tvö lömb - Einn frelsari MINNISVERS: „Og svo er pví farid um hvern prest, að hann er dag livern bundinn víb helgipjónustu sína og ber fram margsinnis hinar sömu fórnir, pær sem pó geta aldrei afmáb syndir. En Jesús barfram eina fórn fyrir syndirnar og sett- ist um aldur viö hcegri hönd Guðs. “ Heb 10.11, 12. VERÐMÆT EIGN Hefur þú misst eða týnt einhverjum eða einhverju sem þér þótti vænt um? I bókinni The Blue Bonnet (Blái hár- borðinn) eftir Tommy De-paola, má lesa goðsögn um stelpu af ættbálki Connnanche índíána. Hún-Sem-Er- Ein var eini eftirlifandi meðlimur fjöl- skyldu sinnar. Foreldrar, ömmur og afar höfðu öll soltið í hel sökum langvarandi þurrks (langur tími án regns). Þeir sem eftir lifðu í hennar ættbálki ættleiddu hana. Hún átti eina verðmæta eign. Það var taudúk- ka með bláar fjaðrir í hárinu. Sam- kvæmt goðsögninni þá gaf hún fús- lega jjessa einu eign sína til að bjarga fólkinu sínu. Att þú svona verðmæta eign? Kannski uppáhalds leikfang sem þú hefur átt lengi eða þá eitthvað sem þú hefur búið til? í gær töluðum við um musterið og hvernig öll þjónusta þar bendir á einn mann - Jesú Krist, sem er bæði Guð og maður. I dag ætlum við að fjalla um Krist við fórnaraltarið og rannsaka hvað það merkir allt. KRISTUR ER HIN RAUNVERULEGA FÓRN Hafið hugfast að jDrestarnir fórn- uðu öllu við altarið. Fyrir utan dag- legar syndarfórnir Israelsmanna og aðrar sérstakar fórnir þá var eins árs gömlu lambi fórnað kvölds og morgna. Þetta var til tákns um að Israelsmenn treystu algjörlega á fórn Jesú Krists. Lambið varð að vera flekk- laust (2M 12.5). Presturinn rannsak- aði hvert lamb og afþakkaði öll sem voru örótt eða öðruvísi gölluð. Hvað heldur þú að flekklaust lamb merki? Jú, það er rétt. Fullkomið líf og dauði Jesú Krists fýrir mig. Það kann að vera að þú munir að ])egar Ki istur dó var páskahátíð Isra- elsmanna í fullum gangi. Kristur dó um kl 15.00 á föstudagseftirmiðdegi. Það var á þeim tíma sem eftirmið- dagsfórnin var færð í musterinu. Þegar Kristur dó þá myrkvaðist jörðin. Fólk heyrði þrumur, sá elding- ar og fann jörðina á reiðiskjálfi. I musterinu var presturinn að reisa höndina til að slátra lambinu þegar hann fann jörðina hristast. Svo sá hann dálítið sem fékk hárin til að rísa á höfðinu á honum. Það var eins og ósýnileg hendi rifi fortjaldið milli hins heilaga og hins allra helgasta í tvennt. Presturinn reis skjálfandi á fætur og missti hnífinn. Lambið komst í burt og slapp við að deyja. Eg heyri þig segja „Vei“ þegar lambið slapp. En á sama tíma dó annað lamb. Þú veist hvaða lamb |>aö var, er |>aö ekki? Það var Jesús. Hann dó í stað lambsins í musterinu. Drengir og stúlkur, við erum á vissan hátt þetta lamb. Eg á ekki við að við séum flekklaus eða fullkomin. Við vitum að svo er ekki. En við göngum frjáls vegna þess að lamb Guðs dó fýrir okkur. Þegar Jesús dó þá fullkomnaðist ])að áform sem Guð og hann lögðu á ráðin um fýrir löngu síðan. Manstu þegar Kristur dó þá sagði hann „það er fullkomnað“? Þá lauk hann verki sínu. Hann var kallaður hinn annar Adam og hann er búinn að vinna aft- ur það sem hinn fýrsti Adam glataði. MUSTERIÐ ER MYND Þið sjáið það, piltar og stúlkur, að Guð gaf musterið tímabundið til að 26 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.