Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 24

Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 24
MANUDAGUR Að sjá fjársjóð Guðs MINNISVERS: „Þér skulub gjöra hann í öllum greinum eftir þeirri Jyrir- mynd af tjaldbudinni og eftir þeirri fyrir- mynd af öllum áhöldum hennar, sem ég mun sýna þér. “ 2M 25.9 Það er alveg sérstaklega gaman að fara með einhverj- um vini heim eftir skóla, er það ekki? Hvernig er það þegar þú ferð með vini þín- um heim í fyrsta sinn? Þú ert sennilega forvitin/n að vita hvernig hann I >ýr og hver eru áhugamál hans. Það er hægt að sjá margt um vini sína með því að skoða her- bergi hans eða hennar. I herbergi Kimberly eru bókahillur og það eru bæk- ur á náttborðinu hennar. Hún á dúkkuhús og dúkkur sem eru allar á sínum stað, sem og litlu dúkkuhúsgögn- in. Hvað getur þú sagt mér um Kimberly með því að skoða herbergið hennar? Kimberly fmnst greinilega gaman að lesa. Henni þykir til um fallega hluti svo sem dúkkur og dúkkuhús. Við vitum líka að hana skiptir þessir hlutir máli af því að allt er á sínum stað. Herbergi Ryans er ekki eins snyrti- legt eins og hjá Kimberley, en áhuga- vert samt. Hann á Legó kubba. I einu horni herbergisins hefur hann verið að byggja geimstöð. Ryan er líka með tölvu og forrit til að að æfa sig í stærð- fræði, geisladisk um geimskip og öllu þar að lútandi og skennntilega Biblíu- leiki. Hvað getur þú sagt mér um Ryan? Jú, honum finnst gaman að setja hluti saman. Hann er forvitinn um geim- inn, geimskip og geimferðir. Hann langar til að verða geimfari þegar hann verður stór. Það er líka hægt að sjá að honum finnst gaman af stærð- fræði. Þessi litli geimfari er líka krist- inn og finnst gaman að leika sér að Biblíuleikjunum sínum og þykir vænt um Jesú. FJARSJOÐUR GUÐS Alveg eins og við getum sagt eitt og annað um Kimberly og Ryan með því að skoða herbergi þeirra, þá getum við lært um Guð með því að skoða innviði jarðneska musterisins hans. Við skulum ferðast í huganum og ganga um musterið og skoða það sem þar er. A morgun getum við reynt að átta okkur á hvað við höfum lært um Guð. MUSTERIÐ - TJALDBUÐIN Við verðum að fara aftur í tímann og í eyðimörk Mið-Austurlanda. Þar finnum við musterið eða tjaldbúðina. Hversu stórt heldur þú að það sé? Hún er 16.76m (55 feta) langt, 5.49m (18 feta) breitt og 5.49m (18 feta) hátt. Það er hægt að taka niður must- eri tjaldbúðarinnar og setja það upp aftur vegna þess að Israelsmenn eru stöðugt á ferð. FYRSTU ÁHRIF Byggingin öll lítur út eins og gull sem glitrar í eyðimörkinni. Þegar við komum nær skiljum við af hverju - veggirnir eru þaktír gulli! Hvílík feg- urð! Þegar við skoðum musterið nánar sjáum við að þakið er búið til úr fjór- um lögum af klæði. Við stígum inn og lítum upp. (I raun þá fengu bara Levítar og prestar að fara inn í must- erið.) Innanvert loftið er þakið finu klæði, bláu, fjólubláu og skarlats- rauðu. Kerúbar, pínulitlir englar, eru saumaðir í klæðið með gullþræði. Næstu þrjú lög eru úr geitarull, rauð- lituðum hrútshúðum og selskinni. FORGARÐURINN Þegar við nálgumst musterið kom- um við fyrst á stað sem er kallaður forgarðurinn og er hann lokaður með fínu klæði allt um kring. Tjaldið umhverfis forgarðinn er helmingi lægra en útveggir musterisins svo að jafnvel þó fólkið megi ekki fara inn í musterið þá sér það útveggi musterisins. Kop- araltari nálægt innganginum er notað til að færa brenni- fórnir til Guðs. Milli altarisins og inngangs- ins er þvottaker úr kopar. Þvottakerið notuðu prestarn- ir til að þvo hendur og fætur áður en þeir stigu inn í must- erið til þjónustu þar. HIÐ HEILAGA Við göngum af virðingu inn í musterið (horfum austur) inn í hið heilaga, gegnum fyrsta fortjaldið. Nú sjáum við að musterinu er skipt í tvo hluta (sem oft eru kallaðar búðir) með mjög fallegu for- tjaldi. Þetta fortjald, líkt og það fyrsta, hangir á gullsúlum og er gert úr bláu, fjólubláu og skar- latsrauðu klæði. Gull og silfurþræðir eru í klæðinu og mynda myndir af englum. A hægri hönd er skoðunarbrauðs- borðið, þakið skíra gulli. A hverjum einasta hvíldardegi settu prestarnir fram tólf ný brauð á borðið í tveimur hlöðum. Hver hlaði var sex brauð. Þau ilmuðu yndislega því þau voru stökkt reykelsi. Þau brauð sem voru fjarlægð mátti engin borða nema prestarnir. Hinu megin í herberginu, beint á móti borðinu, er sjö arma ljósastíkan. Yndislegar liljur úr gulli skreyta armana. Oll stikan er gerð úr einu stóru gullstykki. Þetta er eina lýsingin í musterinu og birtan kemur okkur á óvart. Þá munum við eftir því að veggirnir eru þaktír gulli sem endur- varpa ljósinu eins og þúsund speglar. Beint framan við fortjaldið sjáum við svo reykelsisaltarið. Hér brenna prestar reykelsi kvölds og rnorgna. A 24 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.