Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 18
og virt aö vettugi kall Guðs til iðrunar
og uppgjafar.
Þó er gott til þess að vita að plág-
urnar munu ekki falla á einn af Guðs
útvöldu. Guð sjálfur hefur sagt svo:
„Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram
hjáyður" (2M 12.13).
Nú er rétti tíminn til að hlusta á
orð af himni ofan. Kristur er enn í
musterinu. Hann hefur sent okkur
síðasta boðskap fagnaðarerindisins,
um dóminn, í kærleika og náð. Hann
er að biðja alla, konur og menn,
stúlkur og drengi, um að snúa til
Guðs og yfirgefa syndina. Þegar
dómnum fyrir endurkomuna lýkur
þá mun plágunum sjö verða hellt yfír
jörðina og Kristur svo snúa aftur í
dýrð sinni.
Sigur hinna trúföstu er tryggður
vegna þess að Kristi, herra þessa safn-
aðar, lambinu, var fórnað og hefur
því til að bera bæði verðleika og getu
okkur til frelsunar. Loforð hans eru
örugg. Hann bregst ekki. Megi dagur
Drottins finna okkur örugg í skjóli al-
mættisins.
TIL UMRÆÐU
Ef söfnuðirnir sjö lýsa kristinni
kirkju á öllum tímum, hvaða söfnuð-
ur á þá við þinn söfnuð? Hvaða söfn-
uði líkist þinn mest? Hvað hyggst þú
gera í málinu?
Ef Kristur er þungamiðja Opinber-
unarbókarinnar hvernig breytir það
því hvernig ég kynni hana öðru fólki?
Adekunle A. Alalade er
rektor Gubfrœdiháskóla
Sjöunda-dags aðventista
í Nígeriu, V-Afríku.
Hann er einnig prófessor
í trúarbragba- og gub-
frœbi vib sama skóla.
Vegurínn tril Krrists
Bókin vegurinn til Krists hefur komið út á meira en 100 tungumálum
í tugum milljóna eintaka er nú til í nýrri íslenskri þýðingu.
Þessi bók hefur fært miklum fjölda fólks um heim allan uppörvun og huggun
og vísað þeim veginn til hans sem einn getur uppfyllt brýnustu þarfir
mannkynsins. Af hverju ekki að eignast eintak!
FRÆKORNIÐ
BÓKAFORLAG AÐVENTISTA
18
AðventFréttir