Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 4
og varð mönnum
líkur. Hann kom
fram sem maður,
lægði sjálfan sig og
varð hlýðinn allt til
dauða, já, dauðans á
krossi“ (F1 2.6-8).
Hversu stórkost-
legur sem sannleik-
urinn er þá þurfti
fólk að heyra hann
og skilja þá miklu
fórn sem færð var
þeim til handa.
Annars gat það ekki
brugðist við gjöfmni
og þegið þá blessun
sem fylgir fórn
Krists. Guð vildi að
maðurinn skildi
einkum tvennt:
Fyrst hvað uppreisn-
in gegn Guði væri
skelfileg, en svo ein-
nig hversu stórrar
fórnar var krafist
syndurum til frels-
unar og því til trygg-
ingar að slík upp-
reisn ætti sér aldrei
aftur stað. Að hluta
til var musterið tæki
til að kenna þennan
sannleik. Musterið
var táknmynd,
myndræn skýring á frelsunaráform-
inu.
Það var í Eden sem Guð sagði Satan
(í líki höggormsins) að afkomendur
konunnar myndu rísa gegn honum.
Þó að sonurinn myndi þjást hræði-
lega í átökunum, þá yrði þau honum
til sigurs og endalok Satans. Svo
gerði Guð nokkuð einkennilegt: „Og
Drottinn Guð gjörði manninum og
konu hans skinnkyrtla og lét þau
klæðast þeim“ (1M 3.21). Dýrunum,
sem þeim hafði verið falið að annast,
var slátrað. Þannig byrjaði fyrsta
fórnarathöfnin sem vægðarlaus
áminning afleiðinga syndarinnar.
Vegna þess hversu andstyggileg synd-
in er Guði og hversu mikil óvirðing
hún er hans heilaga eðli gat hún ekki
endað öðruvísi en með dauða. Það
er ekkert vafaatriði að lilóöugt hræið
af uppáhalds lambi þeirra, geit, eða
sauði, hefur verið Adam og Evu eftir-
minnileg áminning um að afleiðing-
ar syndarinnar er dauði, og hvernig
frelsun þeirri yrði ekki öðruvísi keypt
en með dauða saklauss fórnarlambs í
þeirra stað.
Óþarft er að taka fram að Guð er
ekki blóðþyrstur. Blóð lægir ekki
reiðiöldur hans, ekki sem hefnd líkt
og oft er manna á meðal. Guð hefn-
ir ekki, hann er sá sem kemur til leið-
ar guðlegu réttlæti og náð. Sannleik-
urinn er sá að blóðið sem þá flaut
gerði mannkyninu það ljóst hversu al-
varleg syndin og uppreisnin er og á
sama tíma sýndi berlega meginreglur
réttlætisins og náðarinnar. Réttlæti
vegna þess að Guð leyfir ekki synd-
inni að lifa án þess að andmæla
henni og náð vegna fyrirgefningar
hans þeim til handa sem fallnir eru í
synd. Vegna þess að sköpunin öll var
gerð í samræmi við persónu Guðs þá
hefur brot á lögmáli hans hræðilegar
afleiðingar. Afleiðingar sem koma í
veg fyrir að mannkynið fái notið
þeirrar miklu gjafar Guðs sem lífið
sjálf er.
Þannig er blóðfórnar þörf sem
tákn þess hvað frelsunin kostar. Fórn
Abels var tekið, ekki Kains. Hver er
munurinn? Fórn Kain er tákn um til-
raunir okkar til að frelsa okkur upp á
eigin spýtur, með eigin dómgreind, á
meðan fórn Abels
viðurkennir þann
sannleik að aðeins
fyrir stórkostlega
fórn eins saklauss
fórnarlambs er hægt
að sætta mannkynið
við skapara þess.
Kain er fulltrúi frels-
unar fyrir verk, Abel
fyrir trú. Einungis
sú leið sem Abel
kaus er fær. Jafnvel
ættfeðurnir, sem
lifðu á tímum jtar
sem táknmyndin var
í gildi, skildu þrátt
fyrir allt mikið af
þessum sannleika.
Hvar sem þeir fóru
skildti þeir eftir slóð
altara þar sem þeir
fórnuðu í trú á kom-
andi frelsara sem
mundi friðþægja fýr-
ir syndir þeirra. Það
fyrsta sem Nói gerði
þegar hann steig út
úr örkinni ásamt
fjölskyldu sinni var
að reisa altari og
fórna til Guðs. Al-
einn í þessum stóra
heima byrjaði þessi
fámenni hópur að
fjölga mannkyninu með fleiri syndur-
um. Við upphaf nýs heims, frammi
fyrir altarinu, bað Nói þess einlæg-
lega að hann, fjölskylda hans og
ókomnir niðjar, mættu þjóna einung-
is Guði.
Ölturu Abrahams stóðu lengi sem
minnisvarðar trúar hans. Það var
ekki í gjörningum helgisiðanna sem
dyggðina var að finna, heldur í þeirri
djúphyglu trú sem var að baki siðun-
um, trú sem ein getur frelsað (1M
15.6). Svo er einnig í dag að yfir-
borðskenndir helgisiðir færa okkur
ekki nær Guði. Líkt og á dögum
Abrahams er það þetta innra traust
og þessi innri kærleikur sem kemur
þegar við gefumst Guði einlæglega á
vald, sem gefur tilbeiðslu okkar gildi.
Hver sem er getur sótt kirkju alveg
eins og hver sem er gat drepið dýr.
Frelsunin snýst ekki um það.
I Biblíunni allri er fórnin tákn um
áform Guðs að friðþægja fýrir synd-
ina, frelsa mannkynið og enda allt illt
sem orsakar þjáningu. Hvort sem
það var fórn Levítanna, prestanna
sem þjónuðu í musterinu í eyðimörk-
4
AðventFréttir