Aðventfréttir - 01.03.1996, Side 14

Aðventfréttir - 01.03.1996, Side 14
FIMMTUDAGUR Náð sem sættir Við verðum að afneita sjálfinu og gefast Kristi MERVYN WARREN Iþrjá áratugi hef ég safnað einstökum upphrópun- um nemenda í kristnum háskólum þegar eitthvað hefur verið þeim erfitt. Nemandi sem fær lægri einkunn en hann kærir sig um segir e.t.v. „Guð minn góður“ eða „Guð hjálpi mér“. A meðan kringumstæður og upphrópanir eru breytileg- ar manna á milli, þá er það alveg ör- uggt að ef þú ert fædd/ur sem karl eða kona og tekur því þátt í ferðalagi mannsins þá muntu fyrr eða síðar lenda í erfiðleikum sem krefjast sér- staks skilnings. I stuttu máli þá er náð- in okkar eina von. HVER ÞARF NÁÐ? Það eru ekki allir sem fmna þörfma fyrir skilning annarra en við þekkjum öll þörfina fyrir viðurkenningu. Við sækjumst eftir hóli og hrósyrðum ekki bara verksins vegna heldur þarf það helst að vera betra en allra annarra. Kristur talar um slíkt hugarfar í Lúk- asarguðspjalli 18.9-14. Hann lýsir þar tvenns konar manngerðum sem ávallt má finna í söfnuð- um. Annar er stoltur og sjálfshælinn: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn“. Hinn er öllu auðmýkri og biður svo: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur!“. Þarna hittir Kristur naglann á höfuðið í umfjöllun sinni á einu helsta vandamáli okkar. Þ.e. að vera „of góð“ fyrir Guð. Einn félagi minn er afbragðs golfspilari. Hann sló alltaf hrein högg og spilaði á og undir pari. Það merkilega var að hann var ekki nálægt því að spila eins vel og hann virki- lega gat. En sem svo mörg okkar sem verða „góð“ í ein- hverju þá varð honum á. Þegar hann var á hátindi leiksins þá hraut upp úr honum hrokafull athugasemd sem gerði það að verkum að kennarinn hans, sem var atvinnumað- ur, sagði við hann „ég hef þá sennilega ekki meira að kenna þér“. Hvað gerðist? Jú, kennslan hætti. Leikni fé- laga míns hrakaði og nú má einungis sjá brot af fýrri snilld í leik hans. Hann náði því að verða hættulega góður og féll - harkalega. Hversu líkt er þetta ekki okkar andlega lífi? Hvenær ætl- um við að læra að jafnvel okkar besta er ekki nálægt þeim staðli sem Guð vill að við náum? Er ekki ávallt hægt að betrumbæta, finna nýja landvinninga? Jafnvel í sigri og framför „að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Kristjesú“ (F1 3.14), verðum við að kyngja stoltinu og vera ávallt reiðubúin fyrir verð- leika frelsarans að ganga „með djörfung að hásæti náðar- innar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma“ (Heb 4.16). KRISTUR BEINIR SÉR AÐ MUSTERINU Aftur að dæmisögunni í Lk 18. I tí- unda versinu setur Kristur sögusviðið innan musterisins: „Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fýrir.“ Að setja söguna í musterið frekar en í samkunduhús er mikilvægt smáatriði sem Kristur hefur viljandi komið hag- anlega fyrir. Samkunduhúsin voru mörg og dreifð um allt. Þau voru stað- ir þar sem Gyðingarnir söfnuðust til að lesa og túlka ritningarnar. Muster- ið, eða griðastaðurinn, var hins vegar mun mikilvægara í hugum Gyðinga vegna þess að hér var lömbunum, sem bentu fram til krossdauða Krists, fórnað: „lambsins, sem slátrað var“ (Opb 13.8). Vegna þess að um ræðir opinbera fórn, þó ekki hátíð, þá er óhætt að skilja sem svo að hér sé um eftirmiðdags- fórnina að ræða sem átti sér stað fyrir allra augum. Þeirra á meðal tollheimtumannsins og faríseans. Báðir sjá sama lambi fórnað fýrir syndir þeirra. Þeir eru þátttakendur í söniu athöfn. Samt bregðast þeir ólíkt við. SJALFIÐ GEGN MUSTERINU Faríseinn horfði á fórnarlambið, guðlega lausn syndar- ans, en í stað þess að sjá frelsarann þá sá hann eigin góð- verk og misbresti annarra. Jafnvel orðanotkunin á grísku gefur til kynna að hann hafi staðið geislandi af stolti. Hugsanlega var hann þóttafullur og hnakkakerrtur svo rignt gæti í nefið, með augu starandi í vanþóknun, beinn í baki af mikillæti, krosslagðar hendur og Guð í vasanum. Svo biður hann (gortast væri réttara) og játar (eigið ágæti) og hælir sér viö aðra og upp úr honum renna orð- in sem dæma hann: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Eg fasta tvisvar í viku og geld tí- Tollheimtumaðurinn hajði ekkert sér til málsbóta, annað en það eina sem skipti máli. 14 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.