Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 19
HVILDARD AGUR
T7 * - * ELLENG. WHITE
Kristur 1
musterinu
Augu okkar eiga að hvíla á honum
Fórnarathöfnin var stofnuð af Guði sem minnis-
varði fyrir mannkynið um synd þess, sem iðrun-
arfull játning þeirra og sem yfirlýsingu á trú á
frelsarann sem koma skyldi. Fórnin átti að
minna fallið kyn mannanna stöðugt á þann al-
varlega sannleik að laun syndarinnar eru dauði.
Fyrsta fórnin var Adam erfið. Hönd
hans varð að verða verkfæri til dráps á
lífi sem einungis Guð gat gefið. Þetta
var í fyrsta sinn sem hann upplifði
dauðann og hann vissi að ef hann
hefði hlýðnast Guði hefði hvorki dýr
né maður þurft að deyja. Þegar hann
drap saklaust dýrið skalf hann af þeir-
ri tilhugsun að synd hans kallaði á út-
hellingu blóðs hins flekklausa lambs
Guðs. Sviðsmynd þessi gerði honum
enn ljósara hversu mikil misgjörð hans
var. Einungis dauði sonar Guðs gat
bætt fyrir hana.1
Ekki bara musterið sjálft heldur
þjónusta prestanna áttu að vera „eftír-
mynd og skuggi hins himneska“ (Heb
8.5). . . Þjónusta musterisins var t\'í-
skipt. Annars vegar í hina daglegu og hins vegar í hina ár-
legu. Hin daglega þjónusta var við brennifórnaraltarið í
forgarði musterisins og hinu heilaga. Hin árlega þjónusta
var í hinu allra helgasta . . .
Hin daglega þjónusta innihélt brennifórn bæði kvölds
og morgna, yndislegt reykelsi við gullaltarið og svo sérstak-
ar fórnir fyrir stakar syndir. Einnig voru svo fórnir á hvíld-
ardögum, við nýtt tungl og sérstakar hátíðir.
Hvern einasta morgun sem og kvöld var ársgamalt lamb
brennt á brennifórnaraltarinu með tilheyrandi kjötfórn-
um, sem táknað stöðuga helgun þjóðarinnar til Jave og
hvernig hún treystí á friðþægingu blóðs Jesú Krists. Guð
skipaði svo fyrir að hvert lamb í musterinu ætti að „vera
gallalaust“ (2M 12.5) . . .
Með reykelsisfórninni komust prestarnir í meiri nálægð
við Guð en við nokkurt annað starf í hinni daglegu must-
erisþjónustu . . . Reykelsið sem steig upp með bænum Isra-
elsmanna táknaði verðleika og meðalgöngu Krists, full-
komið réttlæti hans sem er tilreiknað fólki hans og er það
eina sem getur gert syndugan einstakling ásættanlegan í
augum Guðs . . .
Þegar prestarnir gengu inn í hið heilaga á morgnana
eða á kvöldin til að fórna reykelsisfórn, var hin daglega
fórn reiðubúin við brennifórnaraltarið í forgarðinum.
Þetta var sá tími sem hélt athygli allra sem þarna voru sam-
an komnir. Aður en þeir gengu til nærveru við Guð gegn-
um þjónustu prestana þá rannsökuðu þeir hjörtu sín og
játuðu allar syndir. Allir voru sameinaðir í hljóðri bæn
frammi fyrir hinu heilaga. Þannig stigu bænir þeirra með
reykelsinu á meðan trú þeirra greip
fast í verðleika frelsarans sem lofað var
að koma skyldi og friðþægingarfórnin
var tákn um . . .
Mikilvægasti hluti hinnar daglegu
þjónustu var fyrir einstaklingana. Iðr-
andi syndarinn kom með fórn sína að
musterinu og lagði hönd sína á höfuð
fórnarlambsins, játaði syndir sínar og
færði þær þannig af sér á saklausa
fórnina. Einstaklingurinn slátraði síð-
an dýrinu með eigin hendi. Prestarnir
báru þá blóðið inn í hið heilaga þar
sem því var stökkt framan við fortjald-
ið. A bak við tjaldið var að finna sátt-
málsörkina sem geymdi lög þau er
syndarinn hafði brotið gegn. Með
þessari helgiathöfn var syndin tákn-
rænt borin í blóðinu inn í musterið . . .
Þetta var þjónusta sú sem gekk alla daga allt árið um
kring. Vegna þess að syndir Israelsmanna voru jjannig
bornir inn í musterið saurgaðist það heilaga og athafnar
var þörf til að fjarlægja syndirnar. Guð skipaði svo fyrir að
friðþæging skyldi eiga sér stað fyrir hvern hluta musteris-
ins fyrir sig og hvað altarið varðaði þá skyldi „hreinsa það
og helga það vegna óhreinleika Israelsmanna“ (3M
16.19).2
FRIÐÞÆCINCARDAGURINN MIKLI
Öll athöfnin var gjörð til að innræta Israelsmönnum
heilagleik Guðs og andstyggð hans á synd. Og en fremur
að sýna þeim, að þeir gætu ekki komist í snertingu við
synd án þess að saurgast. Hver maður þurfti að tyfta sál
sína á meðan þetta friðþægingarverk var unnið. Öll störf
voru lögð niður og allur söfnuður Israels skyldi dvelja
þann dag í hátíðlegri auðmýkt frammi-.fyrir Guði með
bænum, föstum og alvarlegri könnun hjartans.
Mikilvægur sannleikur varðandi friðþæginguna er
kenndur í eftirmynd þjónustunnar. Staðgengill var látinn
koma fyrir syndarann en, blóð fórnardýrsins afmáði ekki
Samtenging
réttlœtis og náðar
fyllir allan heiminn
undrun og
aðdáun.
AðventFréttir
19