Aðventfréttir - 01.10.2009, Síða 11

Aðventfréttir - 01.10.2009, Síða 11
Minningarorð Anna Marta Guðmundsdóttir á Hesteyri f. 29. september 1929 d. 13. september 2009 Útför systur okkar, Önnu Mörtu Guð- mundsdóttur, bónda á Hesteyri í Mjóafirði, fór fram þann 20. september s.l. frá Mjóa- fjarðarkirkju. Sr. Sigurður Rúnar Ragnars- son, sóknarprestur í Neskaupstað, jarðsöng. Undirritaður var viðstaddur útförina og flutti kveðju frá söfnuðinum. Hér á eftir fylgja ágrip úr útfararræðu sr. Sigurðar Rúnar með leyfi hans. ,Jesús sagði: „Eg leita ekki míns vilja. Ég leita ekki míns heiðurs”. Þessi orð eru að sönnu þau orð sem koma upp í hugann er við kveðjum hér í dag mætan sveitunga og samferðamann og frænku Önnu Mörtu Guðmundsdóttur ábúanda og bónda á Hesteyri hér í Mjóafirði. Anna Marta var fædd á Hesteyri 29. september árið 1929. Við Hesteyri var hún alla tíð kennd og átti hér heima alla ævi, utan síðasta eina og hálfa árið er hún dvaldi á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guð-mundsson á Hesteyri og kona hans Kristín Lára Amadóttir, fædd á Eyrarbakka, en foreldrar henna höfðu flust í Mjóaijörð og búið þar á Sléttu. Guðmundur og Lára eignuðust sveinbam 7. desember 1926, andvana fætt. Var því Anna Marta einkadóttir þeirra og ólst upp með for- eldrum sín-um, meðan bæði lifðu og tók við búinu árið 1979, að þeim látnum. Anna Marta ólst upp í faðmi foreldra, fjarðarins og ljallanna. Hér varð hennar heimur og hér átti hún æ dýpri rætur og staðurinn hug hennar allan. Hún var í raun fágætt náttúrubam, sem unni náttúmnni í allri sinni mynd og virti og elskaði gjafir Skaparans sem hann lagði manninum í hendur til að fara með ráðsmannshlutverkið og virða allt með umhyggju og ábyrgð þess er kallaður er til að gæta jarðarinnar. jarðargróðans og sköp- unarverksins alls. I ævisögu Önnu á Hesteyri; ,,Ég hef nú sjaldan verið algild” hefur Rannveig Þór- hallsdóttir skráð samtöl við Önnu, er lýsir uppvexti sínum og lífshlaupi á Hesteyri og einnig má þar kynnast viðhorfum sam- ferðamanna til hennar í ýmsum atvikum á þeirri lífsleið. Þar segir m.a.: „Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði er ein af þeim manneskjum sem hafa skorið sig úr Qöldanum og verið á- berandi sem rödd alþýðunnar, bændastéttar- innar og hlutgervingur skoðana á mönnum og málefnum sem fara á svig við fjöldann.” Anna ólst upp við mikla einangrun í æsku. Hún vildi ekki mæta í skólann, heldur fékk hún uppfræðslu hjá móður sinni heima við. Sem bam var hún glaðleg og myndarleg, með Ijóst og mikið hrokkið hár. Anna varð fljótt læs en hún segist hafa verið fegin þegar skólaskylduárunum lauk, og þar með heimalærdómnum og hún gat stundað búskapinn eftir því sem hana lysti. Þá tók lífið við, að njóta lífsins. „Vera með kind- unum, sem mér fannst vera það skemmtilegasta sem hægt væri að gera.“ Þannig fékk hún strax á unga aldri áhuga á bú-skap og bústörfum og beit það í sig strax þá að verða bóndi og halda því striki. Hún eignaðist snemma trú á Jesú Krist. Hún fékk oft að reyna að Guð heyrir bænir. „Guð hefur margt dásamlega gott gert fyrir mig“, segir hún í ævisögu sinni. „Skaparinn hefur hjálpað mér í gegnum lífið. Hann er öllum nær.“ Anna var sjöunda dags aðventisti og hefur aldrei fallið frá þeirri trú. Sönn trú kom inn í líf hennar smátt og smátt. Hún var sannur samverkamaður Guðs með sinni einlægu trú og lagði honum lið með umhyggju fyrir sérhverjum meðbróður, og mátti ekkert aumt sjá, hvort heldur var með mönnum eða dýrum. „Ég bað aldrei til Guðs í gárungaskap, eða í leik, heldur af þörf og í lotningu”, segir hún og þakkar Guði það mikla kraftaverk, sem hann vann með henni, er hún bjargaði móður sinni úr brennandi húsinu á Hesteyri, er eldur kom þar upp að vorlagi árið 1977. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni, sem þá var fyrir stuttu komið í húsið. Var á margan hátt mikil eftirsjá að húsinu og þeim dýrgripum er þar voru. Anna vildi þó ekki gera mikið úr þeim missi. Þær mæðgur fengu síðan að gista á Brekku, meðan annað kraftaverk var að gerast. Þær fengu vegavinnuskúr til að búa í um sinn, þar til fullkomið einingarhús frá Húsamiðjunni var risið á jörðinni og þær mæðgur komnar með framtíðar heimili á ný. En í ljósi þessarar ægilegu lifsreynslu, þakkaði hún Guði handleiðsluna og björgunina, og nú seinni árin kom þetta atvik æ oftar upp í huga hennar. hversu vel hafi ræst úr þessum hremmingum, og hve mikið hún hafði að þakka. Þær þakkir færði hún Guði einum. Og hún hélt sinn hvíldadag heilagan, en vann ávallt eitthvert góðverk í þágu annarra en sjálfrar sín ef hún gat á þeim degi. „Kristur vill að ég leggi lið þem sem eiga bágt.” En kraftaverkin héldu áfram og þcim bættist óvæntur liðsauki; maður að nafni Jón Daníelsson kom og settist að hjá þeim mæðgum og létti þeim störfin í mörg ár. Jón lést árið 1991, þá nýbúinn að ná níræðis-aldri. Dvöl hans í Mjóafirði stóð í 14 ár. Móðir Önnu, Kristín Lára lést 1979 á níræðisaldri, á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hún hvílir í heimagrafreit á Hesteyri ásamt manni sínum. Anna sjálf verður einnig borin þar lil hinstu hvílu, hún átti þá ósk heitasta að komast heim, og fá að hvíla við hlið foreldra sinna. Anna varð að upplifa ýmsar búskaparraunir á sinni búmannstíð. Árið 1989 var ákveðið að skera niður allt sauðfé á tilgreindu svæði á Austurlandi. Var sauðféð á Hesteyri ekki undanskilið. „Líf mitt var að hálfu leyti farið, þegar kindumar vom á bak og burt. Þeir gátu ekki bætt það. Ég var bóndi frá fyrstu tíð. Þegar kindumar fóm, þá fór allt lífsstarfið." En nú fóm breyttir tímar í hönd. Eftir lát Jóns varð Anna einbúi í sveit og búskapurinn varð henni æ erfiðari. Hún hafði að vísu góða hjálp frá sveitungum sínum, átti góða granna, sagði hún eitt sinn við mig, og allir réttu henni hjálparhönd, þegar tök vom á. Henni var þó ljóst að hún yrði að fá frekari aðstoð og leitaði þá eftir vinnu- manni, sem gæti verið henni til aðstoðar. Talið er að við það að sækj- ast eftir aðstoð, jafnvel þeirra sem höfðu lent utanveltu í samfélaginu, áttu jafnvel hvergi höfði sínu að halla, hafi næstu árin oft æði skrautlegir bjargvættir tekið að leggja leið sína að Hesteyri. Önnu var þó bent á að það gæti verið tvibent. Með góðmennsku sinni vildi hún hjálpa þeim sem minna máttu sín, og þannig miskunnaði hún sig yfir þá sem höfðu lent undir í lífsbaráttunni. Vegna eindreginnar óskar Önnu um að búa á Hesteyri, hvað sem tautaði og raulaði, gerðu Mjófirðingar henni kleift að búa heima á Hesteyri miklu lengur en henni var það í raun mögulegt. Svo fór að lokum að hún fór til dvalar á Fjórðungssjukrahúsið í Neskaupstað þar sem sem hún var til dauðadags. Hún lést á hjúkrunardeild sjúkrahússins að morgni 13. sept síðastliðinn. Hún var á áttugasta aldursári, átti nokkra daga ólifaða í áttræðisafmælið." Nú er hún söfnuð og minning hennar geymd hjá Drottni hennar og frelsara og nú bíður hún þess að mæta frelsara sínum á efsta degi. Söfnuðurinn kveður með virðingu og þakklæti og votta ástvinum samúð. Blessuð sé minning hennar. Eric Guðmundsson AÐVENTFRÉTTIR • OKTÓBER 2009 11

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.