Bræðrabandið - 01.02.1974, Side 13
Bls.13 -BRÆÐRABANDIÐ- 2. tbl.
LEIKMANNASÍÐAN
bib mrannsoHn
Baldur er gamall Aðventisti. Hann var skírður
fyrir u.þ.b. 40 árum. Síðastliðin 20 ár hefur hann verið
að búa sig undir að halda Biblíurannsókn með því að ranns-
aka Biblíuna og annað trúarlegt efni á hverjum degi.
Honum finnst hann enn ekki tilbúinn aö halda Biblíu-
rannsókn , en hann vonast til að verða tilbúinn fljqtlega.
Jónas er nýr aðventisti. Hann var skírður fyrir
einu og hálfu ári. Þar sem hann kemur ekki frá kristnu
umhverfi, er þekking hans á Biblíunni enn fremur takmörkuð,
en hann hefur þegar rannsakað með fjölda vina og einn
þeirra hefur tekið á móti jesú sem Frelsara sínum.
Spurningin vaknar: Kvers vegna heldur Jónas Biblíu-
rannsóknir en Baldur ekki? Það er vegna þess, að Jónas
skilur hugmynd Biblíunnar um kristinn vitnisburð. Þessar
hugmyndir, sem grundvallast á meginreglum, sem Kristur
setti fram, brjóta niður mótstöðu og hleyðidóma og
ávinna trúst og tiltrú eins og við munum sjá.
Frh. í næsta blaði.
MANNTAL
í þessu blaði er skýrslublað vegna manntals. Að vísu
eru allir skráðir hjá okkur, þegar þeir eru skírðir, en
samt vantar að vita viss atriði. A manntalsskýrslum
til hins opinþera þurfum við ávallt að geta foreldra
viðkomandi manns og þær upplýsingar vantar okkur oft
á tíðum. Einnig er hætta á að við höfum ekki nógu góðar
upplýsingar um börnin. Þessi manntalsskýrsla á að bæta
úr þessu. Fyllið hana vinsamlegast nákvasmlega út og sendið
til skrifstofunnar eigi síðar en I. april n.k.
VERÐ A BIBLÍULEXÍUM
Verð á Biblíulexíunum frá 1. jan. 1974 verður kr. 200
heftið. Er það hækkun frá fyrra ári, en hjá þvx verður
ekki komizt vegna hækkandi verðlags. Gíróseðlar verða
nú sendir út til að auðvelda fólki greiðslu á lexíunum,
og er fólk vinsamlegast beðið að senda greiðslu sem
fyrst.