Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 6

Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 6
aó honum væri refsað íyrir að koma upp um glæp. Nokkrum dögum síðar mætti hann miður sín á skrifstofiina og sagði að „Asíumaður" heíði hringt í dóttur sína og sagt henni að ef pabbi hennar færi til lög- reglunnar skyldi hún hafa verra af. FBl var strax látið vita um þessa hótun, Whitacre til mikils ama. Þó að lögregluþjónamir væru hálfgerðir sveitamenn kunnu þeir samt sitthvað íyrir sér og þessi saga fannst þeim skrítin. Hvers vegna hringdi Japaninn aldrei í Whitacre eftir að rannsóknin hófst en hafði svo upp á dóttur hans á heimavistarskóla í öðm fylki? Þeir ákváðu að setja vitnið í lygamæli. Whitacre líkaði það alls ekki vel en féllst samt á slíkt viðtal. Hvemig datt þeim í hug að efast um að hann segði satt? I viðtalinu var hann spurður nokkurra spuminga, til dæmis um nafn og annað sem hann svaraði auðvitað satt. Svo var hann spurður hvort hann hefði nokkm sinni logið. Nei, sagði hann. Lögregluþjónamir brostu. Hver hafði ekki logið einhvemtíma? Svo var hann spurður út í sögu sína. I lokin var hann ánægður með sig. Hann hafði hvergi séð að mælirinn slægi út. Þegar hann var farinn fór sérfræðingurinn yfir viðtalið með lögregluþjónunum. Nánast það eina sem Whitacre hafði sagt satt var þegar hann var spurður til nafns. Þetta leit ekki vel út. Prófið var endurtekið nokkmm dögum seinna. Niðurstaðan varð sú sama. „Segðu okkur nú satt. Hvað í ósköpunum gekk þér til með þessari lygasögu?“ Lögreglu- þjónamir þjörmuðu að Whitacre sem áttaði sig ekki á því hvað var að gerast. Hann hafði sjálfur séð að lygamælirinn haggaðist ekki. Samráðið mikla Loks gaf hann sig. Hann sagðist sjálfur telja að það væri leki úr fyr- irtækinu og líklega væm framleiðsluerfiðleikamir skemmdarverk. Yfirmenn hans hefðu ekki viljað hlusta á hann íýrr en hann sagði þeim söguna um japanska fyrirtækið. Þannig hafði hann loks náð athygli þeirra. Þegar FBI var komið í málið hefði hann búið til söguna um símtalið til dóttur sinnar. Brnnin þyngdist sífellt á lögregluþjónunum sem sögðu Whitacre að saga af þessu tagi væri lögbrot. Hann gæti átt von á kæm fyrir að afvegaleiða lögregluna. Whitacre hvítnaði upp. Þessu hafði hann ekki átt von á. Hann sagðist bara hafa ætlað að stöðva njósnimar. Lögreglumennimir hristu höfuðið. Þetta var ótrúlegur maður. Þeir kvöddu, en þegar þeir vom í dyrunum kallaði Whitacre á eftir þeim. Það var fleira í gangi í fyrirtækinu. Lögregluþjónamir hikuðu aðeins en snem svo við. Þeim var skylt að hlusta á manninn. I þetta sinn var það sannarlega þess virði. Whitacre sagði þeim að milli ADM og keppinauta víða um heim væri víðtækt samráð á mörgum sviðum, meðal annars um verð. Mottó stjómenda fyrirtækisins væri: Keppi- nautarnir eru vinir okkar, viðskiptavinimir eru óvinir okkar. Þegar lögregluþjónamir heyrðu þetta hýmaði yfir þeim á ný. Þeir þyrftu samt sannanir. Whitacre sagðist geta sagt þeim margar sögur og féllst meira að segja á það, tregur að vísu, að vera með hlemnarbúnað á fundum þannig að upptökur gætu staðfest sögu hans. Næstu þijú árin safnaði hann hundruðum af upptökum og FBI tókst meira að segja að ná myndböndum af nokkmm fundum. Arið 1995 vom yfirmenn alríkislögreglunnar sannfærðir um að þeir væm komnir með nægilega mikil gögn til þess að negla fyrirtækið. Punkturinn yfir i-ið var innrás í fyrirtækið og víðtæk leit að gögnum. Whitacre vissi að sjálfsögðu um húsleitina fyrirfram. Hann sagði konunni sinni að fljótlega yrði skúrkunum í fyrirtækinu hent út og hann sjálfur tæki við sem forstjóri. Þegar hann sagði vinum sínum í lögreglunni það sama svömðu þeir því að hann skyldi ekki gera sér of miklar vonir. Það var aldrei að vita hvemig fyrirtæki brygðust við í svona aðstæðum. Kannski myndi fyrirtækið jaffivel reka hann, en þá stæði ríkið auðvitað með honum. Hann var með samning um að verða ekki sóttur til saka fyrir þann þátt sem hann hefði hugsanlega átt í brotum fyrirtækisins. Um leið og húsleitin fór ífam vom margir starfsmenn yfirheyrðir. Það kom lögreglunni á óvart hver margir þeirra sögðust hafa átt von á leitinni. Whitacre hafði sagt vinum sínum á hveiju þeir ættu von. Þeir sem stjómuðu rann- sókninni vom miður sín. Kannski vissu allir hvers var að vænta. Hver vissi nema fyrirtækið hefði eyðilagt einhver gögn? Hvers konar fífl var þessi maður? Sjálfur þóttist Whitacre koma af fjöllum þegar FBI spurði hvort hann hefði varað ein- hverja við. Smám saman kom í ljós að hann hafði talað við að minnsta kosti þrjá, líklega fleiri. „Eg varð að segja vinum mínum af þessu. Þið vitið ekki hvað þetta hefði verið mikið áfall fyrir þá annars“, sagði hann. Um kvöldið sagði hann konu sinni stoltur ffá öllu. Nú væri það bara tímaspursmál hvenær hann tæki við stjómtaumunum. Tveimur dögum seinna var honum sagt að hann ætti að taka sér frí. ADM hafði áttað sig á því hver haíði unnið með lögreglunni. Hann var algjörlega miður sín þegar hann kom heim. í bæjarblaðinu var hann kallaður svikari. Þetta fór ekki eins og hann ætlaðist til. Whitacre tók til sinna ráða. Næstu daga birtust ffásagnir af undirbúningi málsins með ýmsum smáatriðum um rannsóknina í virtum blöðum, meðal annars Wall Street Journal. Lögreglunni duld- ist ekki hver var heimildarmaður blaðsins. Þeim sem höfðu verið í sambandi við hann fannst hann alltaf svolítið undarlegur. Ekki bara vegna þess hvemig liann laug að þeim í byijun, þeir höfðu fyrirgefið honum það eftir að hann hafði fært þeim samráðsmálið á silfurfati. Að vísu sögðu yfirmenn þeirra að oft væm þeir sem kjöftuðu í lögregluna ekki alveg með hreinan skjöld sjálfir. Stundum væm þeir að hefna sín á fyrritækinu fyrir eitthvað. En Whitacre virtist sundum vera stór- furðulegur. Raunvemleikaskyn hans var ekki alltaf í góðu lagi. Ekkert hafði þó búið lögregluna undir það sem gerðist næstu daga á eftir. Vitniö fœr nýtt hlutverk Whitacre hringdi í vini sína hjá FBI nokkmm dögum eftir húsleitina. Hann var í miklu uppnámi því að ADM hafði kallað hann fyrir og beðið hann að svara nokkmm spumingum um fjánnál sín hjá fyr- irtækinu. „Það er rógsherferð í gangi gegn mér.“ Lögreglumennimir féllust á að hitta hann yfir kaftlbolla. Hann hafði allt á homum sér og fannst laun heimsins vera vanþakklæti. Hann ætti að vera hetja en nú ætti að gera hann að skúrki. Einræða hans leiddist inn á þá braut hvort það væri saknæmt að þiggja greiða af fyrirtækinu. Hvað væri til dæmis um það að segja ef dóttir hans hefði notað bílinn sem hann fékk hjá fyrirtækinu? Lögregluþjónamir sögðu honum að hafa ekki áhyggjur af því. Það væri smáyfirsjón sem ólíklegt væri að nokkur nennti að eltast við. Hvað um það að hann hefði nýtt sér einkaþotu fyrirtækisins í prívatferðum? Aftur var svarið að þetta gæti í mesta lagi verið einhver skattasekt. Loks spurði Whitacre: „En hvað ef „Segöu okkur nú satt. Hvaö í ósköpunum gekk þér til með þessari lygasögu?“ Lögregiuþjónarnir þjörmuðu að Whitacre sem óttaði sig ekki ó því hvað var að gerast. Hann hafði sjólfur séð að lygamœlirinn haggaðist ekki. 6 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.