Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 18

Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 18
samdráttartímabil em vel fyrir neðan 10%-markið og sérstaka athygli vekur að landsffamleiðsla dróst saman um aðeins rúm 3% á verstu ámm kreppunnar miklu 1930-1932. Engu að síður er hún hér talin með efnahagskreppum og verður tjallaö nánar um kreppumar þijár hér á eftir. Harðindin 1882-1887 Níundi áratugur 19. aldar er venjulega kenndur við harðindi og hafls enda gengu þá yfir landið mörg kuldaár með haíts, frosthörkum og fjárf'elli. A fyrsta harðindaárinu, 1882, bættist við mannskæður mislingafaraldur. Þúsundir Islendinga komust á vonarvöl og fluttust margir til Ameríku í leit að betra lífi. Frá 1881 til 1883 dróst landsframleiðslasamanum 16%.EnerlIðleikamirvomekkiyfirstaðnir því auk óblíðrar náttúm teygðu angar alþjóðlegrar viðskiptakreppu, „kreppunnar löngu“ sem svo er kölluð, til Islands. Viðskiptakjör snöggversnuðu 1884 og tregða var á erlendum fiskmörkuðum næstu árin. Árlegur meðalhagvöxtur 1881-1887 var-2,5%. Á þessumámm var jafnframt í síðasta skipti fólksfækkun í landinu en þá fækkaði Islendingum um rúm 3%. Kreppan á níunda áratugnum sýnir, að þótt Islendingar byggju enn mjög að sínu og utanlandsverslun minni en síðar varð, var efnahagslífið farið að tengjast alþjóðlegu viðskiptalífi. Fyrri heimsstyrjöld og eftirstríðsdrakreppa 1914-1923 Fyrstu ár fyrri heimsstyrjaldar vom uppgripatími fyrir marga útgerðarmenn og bændur en þá hækkuðu afúrðir mikið í verði. Hagtölur draga þó upp dökka mynd af fyrri heimstyijöldinni og reyndar er tímabiliðl914 til 1920 mesta samdráttarskeið 20. aldar en á þessum sjö ámm nam uppsafnaður samdráttur landsframleiðslu 17,5%. Efhahagserfiðleikar héldu áfram eftir stnð svo að segja má að haglægð hafi ríkt í efnahagslífi allt ffá 1914 til 1923. Hvað olli þessum erfiðleikum? ísland varð fyrir margháttuðum skakkaföllum af völdum styijaldarinnar. Bretar settu miklar takmarkanir á verslun og siglingar landsmanna, óðaverðbólga brast á og skortur varð á mörgum innfluttum matvömm og rekstrarvörum sjávarútvegs svo að erfitt var að reka síld- og fiskveiðar. Ekki bætti úr skák að 10 af 17 togurum landsmanna vom seldir til Frakklands árið 1917. I heimsstyijöldinni lauk tímabili stöðugleika í fjármálum og peningamálum í Evrópu. í upphafi stríðs greip ótti um sig á ljánnálamörkuðum, verðbréf féllu í verði og bönkum var lokað um tíma. Mikilvægasta breytingin til langffama var þó, að flest ríki kipptu gjaldmiðlum sínum af gullfæti með því að afnema innlausnarskyldu bankanna. Það sama var gert um íslensku krónuna. Hún var á þessum tíma ekki sjálfstæður gjaldmiðill heldur var hægt að leysa íslenskar krónur í danskar án nokkurra takmarkana. íslandsbanki hafði einkarétt til seðlaútgáfú í landinu en hann átti að eiga ákveðið magn af góðmálmum til tryggingar seðlunum. Seðlar bankans vom innleysanlegir í gulli og þegar fyrstu fféttir af heimsstyijöldinni bámst til íslands í lok júlí 1914 vom teknar háar upphæðir út úr bönkunum, aðallega í gulli. Stjóm íslandsbanka fékk því ífamgengt að samþykkt vom snatri lög í svipuðum dúr og sett höfðu verið í Danmörku 18 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.