Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 19
og víðar en þau gengu út á það að leysa íslandsbanka undan
gullinnlausnarskyldu sinni gegn því að hann afhenti landsstjóminni
málmforða sinn. Aífiám gullfótarins var upphafið að ógæfulegri stjóm
peningamála í striðinu þar sem Islandsbanka var gefínn laus taumur í
seðlaútgáfii og báðir bankamir stunduðu ógætilega útlánastefnu.
Hremmingar Islendinga vomekki búnarþóttstyrjðldinni væri lokið.
Alþjóðleg viðskiptakreppa reið yfir síðla árs 1920, fyrirtæki á Islandi
urðu gjaldþrota og íslenska krónan féll miðað við aðra gjaldmiðla, þótt
yfirvöld streittust við að viðurkenna það. Svartamarkaður myndaðist
með krónuna og mikill skortur varð á gjaldeyri sem mætt var með
innflutningstakmörkunum. Síðsumars 1920 komst Islandsbanki í
mikil greiðsluvandræði vegna þess að aðalviðskiptabanki hans í
Kaupmannahöfh kippti að sér hendinni um frekari íýrirgreiðslu.
Islandsbanki gat ekki annast stóra opinbera yfirfærslu vegna þessa.
Landsbankinn átti einnig við mikla greiðsluerfiðleika að striða.
Höggvið var á hnútinn með því að ríkið ábyrgðist stórt lán til
bankanna tveggja. Lánið þótti slíkum tíðindum sæta að því var
gefið sérstakt nafn: Enska lánið. Það var tekið í september 1921og
nam 500.000 sterlingspundum. Lánskjörin vom slæm, lánið skyldi
greiðast á 30 ámm með 7% vöxtum en það sem fór mest iyrir bijóstið
á mönnum var að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu lánsins með veði í
tolltekjum landsins. Ríkisstjómin varð fyrir miklu ámæli vegna
lánsins sem mörgum þótti niðurlæging fyrir hið nýfhllvalda ríki.
Enska lánið nam alls 10,5 millj. kr. sem skiptist milli Islandsbanka
(5,9 millj. kr.), Landsbankans (1,9 millj. kr.) og ríkissjóðs ( 2,7 millj.
kr.) sem var rekinn með miklum halla vegna efhahagserfiðleikanna.
Fram til ársins 2008 er þetta er ein stærsta bráðaaðgerð stjómvalda til
að aðstoða bankakerfið í landinu. Lánið nam 8% af landsffamleiðslu
ársins 1921.
Haglægðin langa hafði þó nokkrar efnahagslegar og pólitískar
afleiðingar. I fyrsta lagi snemst stjómmálaflokkarog almenningsálitið
gegn Islandsbanka vegna glannalegrar stj ómar á peningamálum og dró
mjög úr trausti á einkaffamtaki í bankamálum. Seðlaútgáfhrétturinn
var á næstu ámm færður ffá Islandsbanka til Landsbanka. I öðm lagi
var ríkissjóður látinn axla ábyrgð af lánum bankanna og reyndar varð
ríkissjóður notaður í rikum mæli upp ffá þessu sem ábyrgðaraðili fyrir
erlendum lánum sveitarfélaga og einkafyrirtækja. I ijárlögum 1922
gekk t.d. ríkissjóður í ábyrgð fyrir skipalánum útgerðarfyrirtækja
og nam upphæðin 200 þús. kr. á skip, alls 2,4 millj. kr. Það ár námu
útgjöld ríkisins alls 9,4 millj. kr.
Heimskreppan 1931-1938
Kreppan mikla barst til Islands þegar líða tók á árið 1930 og birtist
aðallega í miklu verðfalli á íslenskum útflutningsvömm eða um
nærfellt 40%. Þegar leið á kreppuna gætti ekki aðeins verðfalls heldur
sölutregðu vegna bæði samdráttar í efhahagslífi markaðslandanna
og vemdarstefnu víða um lönd. Hvert landið á fætur öðm setti upp
innflutningskvóta og háa tolla til að veija heimaffamleiðslu og halda
jöfnuði í viðskiptum við útlönd.
Island kom ekki illaút úr kreppunni þegarhún er metin á mælikvarða
landsffamleiðslu. Uppsafnaður samdráttur var aðeins 3,4% í dýpstu
kreppunni 1930-1932 og eftir það var samdráttur aðeins eitt árið,
2,7% árið 1935. Hins vegar varði stöðnunin lengur hér á landi en t.d.
á Norðurlöndum. Þegar litið er yfir kreppuárin i heild var hagvöxtur
ekki neikvæður heldur jákvæður. Meðalhagvöxtur á íslandi var 1,3%
1930-1938 en 0,8% í Vestur-Evrópu á sama tíma.
Hvemig má það vera að efhahagssamdrátturinn mælist ekki meiri
á kreppuámnum en raun ber vitni? Var kreppan mildari hér á landi en
annars staðar í Evrópu? Já, ef marka má hagtölur þá var hún mildari
en á meginlandi Evrópu en harðari en annars staðar á Norðurlöndum.
Kreppan kom harðast niður á togarabæjunum Reykjavík og
Hafnarfirði þar sem atvinnuleysi varð víðtækt. Annars staðar á
landinu virðistkreppan hafa verið léttbærari þar sem menn stunduðu í
meira mæli hefðbundinn náttúmbúskap með smáu sniði. Menn héldu
áffam sínu daglega amstri, veiddu fisk og snemst í kringum rollur
sínar, þótt kreppan kæmi hart niður á þeim. Abatinn minnkaði stómm
en ffamleiðslan dróst ekki mikið saman.
Á það ber einnig að líta að bankamir héldu stómm hluta
atvinnustarfseminnar gangandi með lánum, einkum sjávarútveginum.
Islendingar urðu líka stórskuldugir í útlöndum, ekki síst í Bretlandi,
bæði vegna verslunarskulda og skulda banka, rikis og sveitarfélaga.
Tölur vantar um heildarskuldir þjóðarbúsins ffá þessum tíma en
sennilegavomerlendarskuldirlandsmannaá20. öld aldreijafnmiklar
og einmitt á þessum ámm.
Kreppa fjórða áratugarins hafði víðtæk áhrif á íslenskt samfélag,
miklu víðtækari og lengri en haglægðin 1914—1923.1 atvinnumálum
hófst tímabil endurskipulagningar og tilraunastarfsemi í ffamleiðslu,
t.d. efldist síldariðnaóurinn og myndaður var vísir að harðffystiiðnaði
sem síðar varð vaxtarbroddur í sjávarútvegi. Fyrirtæki vom
endurskipulögð og mikil samþjöppun varð í sölu og markaðssetningu
útflutningsafúrða. Á pólitíska sviðinu varð kúvending í stjóm
efhahagsmála, ffíverslun gefin upp á bátinn og vemdarstefha tekin
upp með kvótum og tollum á innflutning. Rikið tók að sér víðtækt
hlutverk í efhahagsmálum. I stjómmálabaráttunni efldust róttæk öfl,
fylgi við kommúnista og sósíalista jókst og kreppan festi klofhing
vinstriarmsins í stjómmálum í tvo álíka stóra flokka í sessi.
Samantekt
Við getum dregið þessa umfjöllun um efnahagskreppur á fyrri tímum
saman í fjóra punkta:
• ísland hefur búið við meiri sveiflur í elhahagslífi en gengur og gerist
í nágrannalöndunum. Mestar sveiflur - og stærstu áfollin - urðu á
óffiðar- og byltingatímabilinu 1914-1945, sem sagnfræðingar hafa
stundum kallað „borgarastyijöld Evrópu“. Hagsveiflur minnkuðu
eftir 1945 en þó komu nokkrir stórir skellir eins og á ámnum 1948-
1952 og 1990-1992.
• Aðeins tvisvar hefúr landsframleiðsla dregist saman um meira en
10%, en það var á ámnum 1882-1887og 1914-1920.
• íslenskt efnahagslíf hefúr verið tengt alþjóðahagkerfinu lengur en
menn almennt halda og því háð sveiflum sem þar verða eins og í ljós
kom í kreppunni 1882-1887.
• Kreppan mikla á fjórða áratugnum hafði ffekar lítinn samdrátt
landsffamleiðslu í for með sér, en hún var sú efhahagskreppa sem
hafði víðtækustu áhrifin í efhahags- og stjómmálum. Ri
VÍSBENDING I 19