Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 15

Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 15
Á þessum árum man ég eftir því að pabbi keypti ísskáp af starfsmanni heildverslunar sem flutti inn ísskápa og borgaði tvöfalt verð fyrir. Þá hafði fyrirtækið látið starfsmanninn hafa tvo ísskápa og hann seldi annan á tvöföldu verði og átti þá hinn frían fyrir sig. Vinur minn fékk einu sinni leyfi fyrir gólfteppum. Hann pantaði eina breidd og einn lit af Wilton gólfdregli, alls 10 kílómetra og var búinn að selja þetta allt áður en varan kom til landsins. Svona gekk þetta fyrir sig. Auðvitað hlaust spilling á háu stigi af þessu og það vom hörmungarsögur af þessu tagi á hverju strái. Einhver starfsmaður innflutnings og fjárhagsráðs á Skólavörðustígnum fór einu sinni í frí og þá kom í ljós að hann hafði búið til fjölmarga íslenska námsmenn erlendis. Þessir tilbúnu námsmenn fengu gjaldeyrisyfirfærslu í hverjum mánuði og þá gat starfsmaðurinn selt gjaldeyrinn á svörtum. Boð og bönn eins og þessi hafa tilhneigingu til þess að kalla fram það versta í mannlegu eðli. Sjáðu til dæmis hvemig áfengisbannið fór með bandarískt samfélag. Á þeim ámm náði skipuleg glæpastarfsemi í tengslum við smygl og sölu á ólöglegu áfengi fótfestu í samfélaginu. Þeir sitja enn uppi með afleiðingamar.“ Aldrei skriflegir samningar I bakgmnni samtals okkar er íslenskt samfélag og ástand þess í kjölfar bankahmnsins. Þar er umræðan um siðferði í íslensku samfélagi - ekki síst siðferði í viðskiptum ofarlega á baugi. Má kannski halda því fram að með sama hætti og skipulögð glæpastarfsemi náði fótfestu í bandarísku samfélagi á bannárunum þá hafi áratuga haftabúskapur og forræðishyggja á Islandi lagt gmnninn að því siðferði sem gildir í samfélaginu í dag? „Þegar menn horfa á að helmingaskiptareglan er enn við lýði á íslandi hefur það auðvitað slæm áhrif á siðferðið, því eftir höfðinu dansa jú Iimimir,“ segir Davíð. „En samt er það reynsla mín að fslendingar séu í gmnninn heiðarlegir. Eg gerði aldrei skriflegan samning við íslenska birgja eða kaupendur á mínum viðskiptaferli. Við settumst niður yfir kaffi og vindli og tókumst svo í hendur. Við verðum að muna að það er svo stutt síðan við komum út úr moldarkofunum og uppbyggingin hefur verið svo hröð. Þegar við höfðum búið hér á landi í 1000 ár vom fimm íbúðarhæf hús í landinu og fjórðungur þjóðarinnar flúði land um það leyti. Svo varð allt vitlaust hér í seinna stríðinu því þá flæddu inn peningar eins og vatn og færðu allt í kaf. Við sitjum uppi með þessa arfieifð hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Vinur minn fékk einu sinni leyfi fyrir gólfteppum. Hann pantaði eina breidd og einn lit af Wilton gólfdregli, alls 10 kílómetra og var búinn að selja þetta allt óður en varan kom til landsins. Svona gekk þetta fyrir sig. En hvernig var að reka fyrirtæki í umhverfl hafta og leyfa? Þurfti ekki að sækja um leyfi fyrir öllum sköpuðum hlutum? „Þetta var alltaf bamingur. Þetta snerist um pólitíska ákvörðun um hvað fólkið í landinu mætti borða mikið smjörlíki. Það var aldrei neitt vandamál að selja allt sem við framleiddum því við vomm alltaf að ffamleiða íyrir markað í svelti. En við gátum ekki aukið framleiðsluna því skömmtunin stýrði því. Svo vom verðlagsákvæði og Verðlagsráð og vísitölumælingar og í framhaldinu urðu til skrýtnir hlutir eins og vísitölubrauð og þá vom bara framleidd þrjár tegundir af brauðum, fransbrauð, rúgbrauð og normalbrauð. Á þessum ámm var lán að fá lán. Það ríkti verðbólga en ekki verðtrygging svo ef þú fékkst lán þá þurftir þú ekki að borga nema hluta af því aftur enda vom peningar úr ríkisbönkunum skammtaðir af stjómvöldum eins og annað.“ Ef þið hefðuð viljað stækka verksmiðjuna á þessum árum til að framleiða meira smjörlíki og selja meira? „Það var nánast útilokað. Þú hefðir þurft að byrja á því að kría út leyfi fyrir sementi og timbri og svo fyrir öllum hlutum í húsið og þá vom vélamar eftir og allan tímann var ekkert framboð á lánsfé. Múramir í vegi fýrir slíkum uppátækjum vom endalausir. Við gengum í EFTA 1970 og þá losnaði mikið um öll höft. Iðnaðurinn samþykkti í skriflegri atkvæðagreiðslu þessa inngöngu á gmndvelli loforða stjómvalda um gjörbreyttan starfsgmndvöll iðnaðarins. „En samt er það reynsla mín að íslendingar séu í grunninn heiðarlegir. Ég gerði aldrei skriflegan samning við íslenska birgja eða kaupendur á mínum viðskiptaferli. Við settumst niður yfir kaffi og vindli og tókumst svo í hendur. VÍSBENDING I 15

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.