Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 10

Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 10
EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Ljóðasyrpa með vísbendingum Nokkrar skilgreiningar Hvort sem sagan er línurit eða súlurit í auga hagfræðingsins er hcimurinn kartafla í Jófa guðs. Vissulega er hinn frjálsi maður ekki lengur veginn nieð vopnum, ekki höggvinn í herðar niður eða brenndur á báli. Þess í stað er honum svipt burt með snyrtilegri reglugerð og málinu skotið til markaðarins sem mállaus vinnur sín verk. Sviplaus ráfar sauðkindin um leiðara blaðanna og skimar aftur í aldir þar sem við stöndum með heiðina í höfðinu. Víst hefur hún fylgt okkur frá fyrstu sögunni, en þó henni sé varpað á haugana og rótað yfir hana með jarðýtum mun hún ávallt skjóta upp kollinum og skima með augun full af þjáningum, einsog við sem hreiðrað höfum um okkur á hrjóstrugri hundaþúfu undir Grænlandsjökli. Þú sem átt heima með eyju í hjartanu og víðáttur geimsins sem stétt undir iljunum: Réttu mér norðurljósin! Eg ætla að dansa við unglinginn sem heldur á stjörnunum. Við roðflettum myrkrið og afhausum eymdina. 10 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.