Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 8

Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 8
Fyrri kreppan á íslandi Ekki er ólíklegt að í framtíðinni munum við kalla eínahagsástandið, sem nú ríkir á íslandi og víðast hvar á Vesturlöndum, Seinni kreppuna til aðgreiningar frá kreppunni miklu á fjórða áratug tuttugustu aldar. Það væri að minnsta kosti í samræmi við eðlislæga bjartsýni okkar sem tölum um Fyrri og Síðari heimsstyrjöld þegar aðrar þjóðir tala um Fyrsta og Aðra heimsstyijöldina. Kreppan mikla á íslandi var um margt ólík þeirri sem nú er, enda hafa orðið gífurlegar þjóðfélagsbreytingar á síðast liðnum áttatíu árum eða svo. En utan landsteinanna eiga kreppumar ýmislegt sameiginlegt. Báðar byrjuðu þær með falli hlutabréfa í kauphöllum eftir að þau höföu stöðugt hækkað í verði um langt skeið. Báðar leiddu til gjaldþrots íyrirtækja, víðtæks atvinnuleysis og stöðnunar. Stjómvöld bmgðust við með höftum og hömlum á viðskipti. Á íslandi var engin kauphöll á fjórða áratagnum. Hér vom engin viðskipti með hlutabréf á opnum markaði. Flest íyrirtæki vom í eigu (jölskyldna og einstaklinga. Hlutabréfaviðskipti vom fólki framandi og kennd við gróðabrall. Hlutabréf i þjóðarfyrirtækinu, Eimskipafélaginu, gengu að vísu kaupum og sölum, en yfirleitt á nafnvirði eða þá að menn borguðu með þeim til að losna við þau. Þegar íslensku dagblöðin sögðu frá hmninu á verðbréfamarkaðnum í New York í október 1929 leyndi sér ekki að þau höföu litla samúð með þeim sem töpuðu. Fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Kauphallarbraskið". Fréttin hófst með þessum orðum: „Gróðabrallarar svo tugum þúsunda skiftir hafa tapað öllu sínu vegna verðhmnsins.“ Og blaðið hélt áfram: „Margir gróðabrallarar hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna taugabilunar." Það var ófögur mynd sem dregin var upp af ástandinu: „Fyrrverandi milljónamæringar auglýsa bifreiðir sínar og skartgripi til sölu, til þess þannig að ná sjer í reiðupeninga. Fjöldi amerískra ferðamanna í löndum Evrópu hraðar sjer heim vegna verðhmnsins. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að sefa ótta manna og hindra hmn. Margir bankar hafa keypt hlutabijef fyrir stórar upphæðir og sum hlutafjelög hafa lofað að greiða hluthöfúm auka-ágóðahlut. Fjármálamenn hafa gefið út sefandi yfirlýsingar." íslendingum fannst þetta ekki koma sér við. Þetta var annar heimur. Og hér ríkti þetta haust ágætt atvinnuástand. Gott verð fékkst utanlands fyrir saltfiskinn sem landsmenn framleiddu. Forystamenn þjóðarinnar vom margir famir að huga að undirbúningi hátíðarhalda á Þingvöllum næsta sumar. Alþingi átti þúsund ára afmæli og það stóð til að minnast þess með veglegum hætti. Menn vom að hugsa um að eyða en ekki að spara. Islendingar átta næstam engin viðskipti við Bandaríkjamenn. Óárán vestanhafs virtist því lítil áhrif geta haft á íslandi. En aðra sögu var að segja af viðskiptalöndum Islendinga í Evrópu. Kreppan í Bandaríkjunum fór fljótt að segja til sín þar. Bandan'skir bankar höföu lánað mikið fé til evrópskra fyrirtækja. Nú lokaðist fyrir það. Bandaríkjamenn minnkuðu mjög vörukaup austanliafs. Haustið 1930 dró ský fyrir sólu á íslandi. Þó að þjóðin hefö aldrei veitt jafn mikið af síld og þorski gekk nú afar illa að koma afúrðunum í verð á mörkuðum í Evrópu. Ástandið versnaði svo enn árið eftir. Allt að helmingsmunur var á því verði sem fékkst fyrir fiskinn í útlöndum miðað við fyrri ár. Sama gilti um landbúnaðarafúrðimar. Sérhvert land reyndi að spara sem mest og það bitnaði á innflutningi ftá öðmm löndum. Helst vildu þjóðir standa vömskipti. Það hentaði 8 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.