Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 7

Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 7
•* t t einhver heíöi, hugsanlega, fengið greiðslur ffá viðskiptavinum? Til dæmis hálfa milljón dala.“ Lögregluþjónamir hugsuðu ömgglega báðir hvers konar fífl þessi maður væri. Var hann ekki með doktors- gráðu? Fyrst og ffemst leist þeim ekkert á blikuna. Whitacre var óðamála og þó að þeir segðu honum að hann yrði að gera sér grein fýrir því að þetta væri ekki trúnaðarsamtal lét hann gamminn geisa. Það væri alvanalegt að viðskiptavinir fengju samning, til dæmis upp á eina og hálfa milljón gegn því að ffamkvæmdastjóri hjá ADM fengi hálfa milljón til baka. Hann sagðist hafa fengið eina slíka greiðslu. Hann væri sannarlega ekki sá eini sem hefði fengið endurgreiðslu af þessu tagi. Þetta væri hluti af kúltúmum í fyrirtæk- inu. Sama dag hittu lögffæðingar ADM fúlltrúa saksóknara. Erindið var að segja ffá því að innri rannsókn fyrirtækisins hefði leitt í ljós að stjömu vitni ríkisins hefði svikið fé út úr fyr- irtækinu og viðskiptavinum þess. Meðal ann- ars hefði hann falsað samning við sænskt fyr- irtæki, ljósritað undirskriftir og breytt alvöru samningi í því skyni að afVegaleiða innri end- urskoðendur ADM. Þetta gerðist meðal annars meðan rannsóknin var í gangi og Whitacre var undir vemd FBI. Lögffæðingar fyrirtækisins sögðu það vera hugsanlegt að starfsmenn FBI hefðu tekið þátt í svikunum með vitninu. Yfirmaður rannsóknarinnar gerði sér strax grein fyrir því að þetta breytti öllu. Vitnið sem átti að tryggja það að svikin væm staðfest virtist vera réttur og sléttur þjófur. Samning- urinn sem tryggði hann gegn saksókn var úr gildi fallinn og Whitacre hafði breyst úr vitni í sakboming. Málið átti þó enn eftir að taka óvænta stefnu. Ótrúlegur endir Á næstu mánuðum átti ýmislegt ffóðlegt um Mark Whitacre eftir að koma í ljós. Hann hafði alltaf sagt vinum sínum ffá því að hann væri ættleiddur vegna þess að foreldrar hans hefðu farist í slysi. Þegar blaðamaður hringdi í „stjúpföður" hans og spurði hvort Mark væri ættleiddur var svarið stutt og laggott: Nei. Hvers konar maður býr til sögu um að hann haft misst foreldra sína þegar þeir em báðir á lífi? Þessi blaðagrein hjálp- aði ekki FBI. Whitacre átti að mæta í yfirheyrslu í Washington um mánuði eftir húsleitina. Hann kvaddi konuna sína um nóttina og hélt af stað út á flugvöll. Það næsta sem til hans fféttist var að garðyrkjumaður hans kom að honum í bílskúr með bílinn í gangi. Whitacre hafði reynt að stytta sér aldur. Eða ekki. Enginn var viss um það hvort sjálfs- morðstilraunin hefði verið sett á svið til þess að afla samúðar. Eftir þetta komst Whitacre í fyrsta sinn undir hendur geðlæknis sem lét leggja hann inn. Eftir að hann slapp út aftur setti hann ffam kenningar um að FBI hefði tekið þátt í ólöglegu athæfi með honum. Honum tókst að blekkja viðskiptatímaritið Fortune til þess að halda að upptaka sýndi að FBI mennimir hefðu viljað láta hann eyða gögnum sem bentu til þess að fyrirtækið stundaði ekki svik. I ljós kom að bandið var falsað, klippt saman fleiri en ein upptaka. Smám saman varð öllum Ijóst að maðurinn var ekki alltaf heill á geði. Liklega var hann haldinn geðhvörfúm þar sem hann var stundum ofVirkur og síðar þunglyndur. Siðferðisvitundin var greini- lega líka brengluð. En hann var hámenntaður og hafði um árabil gegnt toppstöðu í stórfyrirtæki. Þess vegna var ekkert skrítið þó að hann væri tekinn alvarlega. Hann hafði líka reynst hafa rétt fyrir sér um ólöglegt verðsamráð. Hins vegar var ekkert að marka skýringar hans á því hvers vegna háar greiðslur ffá fyrirtækinu höfðu ratað inn á hans reikninga í Sviss og á Ceyman eyjum. Það var ekki fyrr en lögreglan yfirheyrði aðstoðarmann hans að upphaf svikanna kom í ljós. Árið 1990 kom bréf ffá Nígeríu inn á skrifstofú ADM. Nú oröið kannast flestir við þessi bréf. Þau koma í tugatali með tölvupósti. Sagan gengur yfirleitt út á það að einhver hefur „óvart“ eignast milljónir dala og þarf aðstoð til þess að ná þeim úr landi. Stundum er um að ræða arf eða greiðslu sem komið hefur inn á reikning fyrir misskilning. Bréfin eru yfirleitt illa stafsett og kauðsk. Til þess að fá peningana þurfa menn að senda greiðslu inn á ákveðinn reikning. Flestir sem fá þau velta því fyrir sér hver sé nógu heimskur til þess að falla fyrir þessu gabbi. I þetta sinn fengu rannsóknarlögreglu- menn svarið: Dr. Mark Whitacre. Hann haföi ekki bara fallið fyrir því að greiða peninga einu sinni inn á reikninginn heldur gerði hann það ítrekað því að alltaf kom eitthvert babb í bátinn. Milljónimar vom þó alltaf handan við hornið. Whitacre hafði meira að segja fengið vini sína til þess að leggja í þessa traustu Ijárfestingu með sér. Kannski byrjaði ijársvikavefúr hans á kjánaskap. Smám saman fór hann að svíkja peninga út úr fyrirtækinu sem hann vann hjá til þess að greiða fyrir tapið. Þegar í ljós kom hversu auðvelt það var að senda falsaða reikn- inga á fyrirtækið varð það vani. Áður en yfir lauk hafði hann líklega svikið um tíu milljónir dala út úr ADM. Sennilega var uppmnalega sagan um símtölin frá Japan angi af sama meiði til þess að ná enn meiri peningum frá fyrirtækinu. Makleg málagjöld? Málið endaði þannig að ADM greiddi hundrað milljón króna sekt. Forstjórinn, Mike Andreas, var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Faðir hans lét af stjómarformennsku eftir 25 ár á toppnum. Tveimur ámm síðar heiðraði Bill Clinton þennan góðvin sinn með ræðu og orðu. Whitacre fékk hins vegar þyngri dóm eða níu ár í fangelsi. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða ADM aflur fjárhæðina sem hann sveik út úr fyrirtækinu. Hann er nú laus úr haldi og virðist samkvæmt leit á vefnum þegar þessi grein var skrifúð einbeita sér að því að koma sinni útgáfu af sögunni á framfæri. Áður en hann var dæmdur í fangelsi hafði hann komið að rekstri annars fyrirtækis og sveik fé út úr félögum sínum þar. Þannig var maðurinn sem hafði kornið af stað einni viðamestu rannsókn á verðsamráði í sögu Bandaríkjanna á endanum fómarlamb eigin gerða. PB Frásögnin hér er byggð á bókinni The lnfonnant eftir Kurt Eichenwald, blaðamann hjá New York Times. Von er á bíómynd sem byggir á bókinni næsta vor. Matt Damon leikur þar aðalhlutverkið, Mark Whitacre. Hann hafði ekki bara fallið fyrir því að greiða peninga einu sinni inn á reikninginn heldur gerði hann það ítrekað því að alltaf kom eitthvert babb í bátinn. Milljónirnar voru þó alltaf handan við hornið. Whitacre hafði meira að segja fengið vini sína til þess að leggja í þessa traustu fjártestingu með sér. VÍSBENDING I 7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.