Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 13
PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
Þetta segir Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrverandi
iðnrekandi, ráðgjafi, félagsmálatröll og “sólkonungur”
l[ samtali við blaðamann Vísbendingar. Það er aðventa
og myrkur, en við sitjum í fallegu húsi í Garðabæ
yfir kaffi og jólakökum og Davíð heldur sérstaklega
að gesti sínum fíngerðri randalín með mikilli
sveskjufyllingu og sérstæðu kardimommubragði. Mögnuð kaka.
„Þessi terta er bara bökuð á aðventunni. Þetta er eldgömul uppskrift
vestan úr Æðey, uppáhaldið mitt,“ segir Davíð brosandi.
Ævisagan í nokkrum vörumerkjum
Ef segja ætti ævisögu Davíðs Scheving Thorsteinsson væri það
ekki auðvelt í fáum orðum. Ævi hans er á einhvem undarlegan hátt
spegilmynd af þroskasögu lýðveldisins Islands, og endurspeglar
atvinnusögu þess og baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði.
Davíð er sonur bankastjóra sem yfirgaf tryggt sæti góðra launa
og sneri sér að iðnframleiðslu. Nánar tiltekið smjörlfkisgerð. Þar
byrjaði Davíð bamungur að þvo smjörlíkiskassa og smíða þá, síðan
í afleysingum á lager og útkeyrslu. Rúmlega tvítugur tók Davíð svo
að vinna í verksmiðjunni í stað þess að halda áfram í læknanámi.
Sennilega hefði hann orðið ágætur iæknir því hann kann að hlusta
af umhyggju og samúð og lætur sér annt um fólk. Ferill Davíðs
sem smjörlíkisframleiðanda hefði sjálfsagt getað orðið farsæll og
hljóðlátur, en það er ekki hans stíll. Hér mætti rekja þá sögu með
tilþrifum en verður ekki gert því jretta er ekki svoleiðis blað. Er ekki
nóg að nefna Sólblóma- og Jurtasmjörlíki, Sól-grænmeti, Trópícana,
Brazza, Svala og Sodastream? Allt em þetta vörumerki sem allir
núlifandi Islendingar þekkja og ólust upp við og Sól hf. var eitt af
þekktustu fyrirtækjum landsins á áttunda og níunda áratugnum þegar
hann var stundum kallaður Sólkonungurinn í hálfkæringi.
Hér mætti líka nefna þátttöku Davíðs í félagslífi fyrir hönd iðnrekenda
og atvinnurekenda í áratugi, setu hans í nefndum, stjómum og ráðum í
tugatali, aðkomu hans að samningu laga og reglna og þá verður manni
ljóst að hér situr maður sem hefur átt þátt í að búa til það ísland sem
við jx'kkjum. Davíð tók þátt í að semja starfsreglur Kauphallarinnar og
Sonne-Iögin, sem er gmndvöllur laganna um Samkeppnisstofnun svo
fátt eitt sé nefnt. Þetta er maðurinn sem fór í stríð við löggjafarvaidið
með því að koma með sex bjóra til landsins og neita sátt um að hann
hefði gert tilraun til smygls og þeir bjórar vom sennilega hálmstráið
sem hryggbraut úlfaldann sem enn var eftir af áfengisbanninu og
1. mars 1989 var bjór leyfður aftur á íslandi eftir rúmlega hálfrar aldar
bann. Fátt hefur breytt íslandi hversdagsins meira á seinni ámm en
aflétting jtessa banns.
Ættum við kannski að tíunda að undir handleiðslu Davíðs í rúmlega
30 ár stækkaði verksmiðjan Smjörlíkis / Sólar úr 350 fermetrum í
meira en 10 þúsund fermetra.
Þannig væri hægt að segja ævisögu Davíðs Scheving í gegnum
ársreikninga fyrirtækisins og enda á því þegar reksturinn fór í þrot
snemma á tíunda íiratugnum og Davíð missti nánast allar eigur sínar
og byrjaði því á gamals aldri með tvær hendur tómar eins og sagt
er. En þetta er ekki ævisaga Davíðs, jafnskemmtileg og litrík og slík
VÍSBENDING I 13