Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 3
BENEDIKT JÓHANNESSON Is the ice safe? „Ertu vitlaus að láta þetta út úr þér?“ spurði ferðafélagi minn. Við vorum á veitingahúsi á Indlandi og þjónninn hafði komið með gosdrykk á borðið, fullan af klökum. Ég var smátíma að átta mig á tengingunni við ástand mála. A Indlandi er allt annar heimur en við eigum að venjast. Heirnur andstæðna þar sem fátækt og auðlegð kallast á. Þar er ekki einu sinni skipulagt kaos á götunum. Fonnlega er þar vinstri umferð, en það þýðir ekki að menn aki ekki stundum hægra megin, jafnvel á hraðbrautum. Gulgrænir leigubílar, vörubílar, mótorhjól þar sem heimilisfaðirinn situr með hjálm og reiðir ástkæra eiginkonu sína klædda í litríkan sarí og tvö, þrjú böm, allt eftir aðstæðum. Blessaðar kýmar ráfa stundum inn á veginn og enginn stuggar við þeim. Stundum sér með menn draga handvagna fúlla af heyi, einu sinni var fíll á veginum. Svona var Indland. Areitið var stöðugt frá því að maður steig út á götuna. Hjálpsamir menn buðust til þess að vísa okkur veginn, betlarar réttu fram höndina, einfættir, eineygir, fótalausir, mæður með skítug böm. Allir vildu fá tíu rúpíur. Einhver hafði sagt mér að horfa aldrei í augun á neinum. Eftir nokkra daga haföi ég komið mér upp því fasi að enginn þorði að nálgast mig. Svona var lífið í Dehli. I smærri borgunum var fólk gjöróh'kt. Þar gat maður gengið um óáreittur og fólkið brosti þegar maður gekk hjá. Indveijar em fallegt fólk. Jafhvel fátækar konur ganga um í litklæðum hvem einasta dag. Þó að fátæktin sé sláandi er ógleymanlegt að sjá glæsilegar byggingar fyrri tíma. Oneitanlega spyr maður sig hvers vegna þessi Ijölmenna þjóð hafi ekki lagt hraðbrautir þvers og kmss um landið fyrir löngu. Maturinn sem ferðamenn óttast öðm fremur á Indlandi er afar ljúffengur. Ekki borða neitt hrátt og ekki ferskt grænmeti. Alls ekki klaka. Þess vegna var það sem mér brá við þegar þjónninn kom með svaladrykkinn fúllan af ísmolum. Hann sagði að þessi klaki væri algjörlega gerilsneyddur. Ég horföi á hvítan jakka þjónsins, glæsilegan veitingasalinn og broshýra gesti, sem allir virtust súpa af sínum glösum af bestu lyst. Svo brosti ég, kinkaði kolli og þakkaði þjóninum fyrir. Þegar hann fór hellti ég úr glasinu í blómapottinn við hliðina á borðinu. Allir vom glaðir. EFNISYFIRLIT t Frá rítstjóra..................................................3 Vitnið.........................................................4 — Frásögn ejiir Benedikt Jóhannesson Fyrri kreppan á Islandi.....f.................................8 — Guðmundur Magnússon Nokkrar skilgreiningar........................................10 —Einar Már Guðmundsson Hœttum að trúa á helgisagnir um Jrelsið.......................12 —Páll Asgeir Ásgeirsson rœðir við Davið Scheving Thorsteinsson Efnahagskreppur á Islandi í sögulegu Ijósi....................17 — Guðmundur Jónsson Skagenmálaramir...............................................20 ~Jónína Oskarsdóttir heimur Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimurhf., Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofhun Háskólans Umbrot og hönnun: Siguijón Kristjánsson, sjonni@heimur.is Prentun: Oddi. Upplag: 5.000 eintök. Forsíðumynd: Páll Stefánsson. Baksíðumynd: Páll Kjartansson. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. VÍSBENDING I 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.