Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 23

Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 23
Rósii; 1893.1 garði listamannsins. P.S. Kröjer málaði konu sína oft. og skálda því umhverfið þar sé svo örvandi að þar hafi þeir allt sem komi huganum á flug. Hann gisti á Bröndum hótelinu, sem ennþá tekur á móti gestum, óveðursnóttina sem sólskinsbamið Arrna dóttir gistihúseigendanna fæddist, en hún er eini innfæddi Skagenmálarinn og fékk eftimafnið Anker eftir að hún giftist málaranum Michael Anker sem var með þeim fyrstu sem komu til Skagen að mála. Margar myndir Önnu einkennast af því að hún fangar sólarljósið inn um glugga og hún málar gjaman konur og böm í leik og starfi. Myndir Michaels em dekkri og sýna sjómannslífíð á Skagen i sorg og gleði. Hús Ankershjónanna var gefið af Helgu dóttur þeirra sem er talinn síðust í hópi Skagensmálaranna. Þar er fullt af málverkum og garðurinn þeirra var umgjörð hins þekkta málverks Kröjers Hip hip hurra þar sem Skagengrúppan skálar við uppbúið borð. Sagt er að Skagenmálaramir hafi málað einkalíf sitt því í myndum þeirra em þeir að mála hver annann og vini sýna böm og rnaka í daglega lífinu. Mikið er til af bókum um líf og verk Skagenmálaranna en málverk Kröjers Sankt Hansbhis pá Skagen strand er sérstakt að því leyti að þar er allt liðið samankomið. Þar var á rneðal er eiginkonan Maria í faðmi sænska tónskáldsins, elskhugans og flagarans Hugo Alvén sem aldrei skyldi verið hafa, en hann hafði heillast svo af fýrirsætunni, á sömu mynd og höfhndur, á sýningu í Kaupmannahöfh. Hér með líkur nú þessari ferðasögu minni um þúfú og hlass og er þá margt ósagt en áhugasömum langar mig að benda á bækur sem gaman er að lesa: Damerne pá Skagen, Brondums hotel, At male sit privatliv/ Skagenmalernes selv- iscenesættelse, Anna Ancher, Et kunstnerhjem, Malerne pá Skagen, I begyndelsen var lyset, Harmoni i blát/P.S. Kroj- ers stemningsmaleri i 1890erne, Portraits of a Marriage/ Marie og P.S. Krojer Landet bortom havet, Skagen for og nu, Digterkongens gravfærd, auk tólf binda ritsafns Drachmanns, Þýðingar á nokkrum Ijóða hans má líka finna í þýð- ingum Magnúsar Ásgeirs- sonar. http://www. skagensmu- seum.dk/ VÍSBENDING I 23

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.