Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
30. desember 2011 FÖSTUDAGUR
FANNFERGI í REYKJAVÍK
Snjódýpt í desember aldrei meiri
GOTT FYRIR BÍLINN
Rúöuvökvi-18°C 4 lítrar
540
Deka Tjöru- og olíu- Álskófla S805-2Y
hreinsir 4 lítrar «■ rnn
1.550 1-
J
Black&Decker
háþrýstidæla
110 bar
15.900
1400W
360 min/lit/klst
Þolir 50C heitt vatn
5 metra barki
Sápubox
TIA-JM-3340
Bilaþvottakústur
1.795
Kletthálsi 7 - Reykjavík
Fuglavík 18 - Reykjanesbæ
Furuvöllum 15 - Akureyri
m MUR8UÐIN
- Afslátt eða gott verö?
Slmi 412 2500 - salaOmurbudin.is - www.murbudin.is
MESTA SNJÓDÝPT f REYKJAVÍK
f DESEMBER: 33 sentimetrar við
Bústaðaveg 29. desember 2011.
MESTA MÆLD SNJÓDÝPT Á
ÍSLANDJ: 279 sentimetrar við
Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995.
Heimild: Trausti Jónsson,
Veðurstofa fslands.
íbúar höfuðborgarsvæðisins
lentu víða í vanda í gær
eftir að nóttin skilaði
metsnjódýpt í desember.
Sveitarfélögin, lögregla,
björgunarsveitir og almenn-
ingur lögðu sitt af mörkum
til að greiða götu náungans.
Vetrarríkið árið 2011 stefn-
ir í að verða afar kostnaðar-
samt fyrir Vegagerðina.
Snjódýpt í Reykjavík mældist í
gærmorgun 33 sentimetrar, sem
er það mesta í desember síðan
mælingar hófust á þriðja áratug
síðustu aldar. Daglegt líf borgar-
anna á höfuðborgarsvæðinu bar
keim af þessu og fór það nokkuð
úr skorðum hjá mörgum.
Björgunarsveitarmenn stóðu
í ströngu. Einnig nutu fjölmarg-
ir aðstoðar samborgara sinna í
ófærðinni en menn eru, eins og
gengur, misjafnlega vel undirbún-
ir því þegar vetur konungur ygglir
sig.
„Það seldust allar skóflur upp
í dag, um hundrað skóflur, en ég
er búinn að fá nýja sendingu,"
segir Atli Ólafsson, rekstrarstjóri
Húsasmiðjunnar í Hafnarfirði.
Að sögn Atla hefur verið mikið
að gera í versluninni undanfarna
daga vegna snjóþyngslanna. „Það
liggur við að hver og einn einasti
viðskiptavinur taki skóf lu með sér
út.“
Þó að öllu hafi verið tjaldað til
við að hreinsa snjó af götum borg-
arinnar er það ekki í mannlegu
valdi að hafa við náttúruöflunum.
Allur tiltækur mannskapur var
við snjóhreinsun í Reykjavík í gær.
Stofnleiðir, strætóleiðir og safn-
götur voru fljótt opnar en í húsa-
götum voru helst vandræði. Um
hádegi í gær voru í notkun 35 gröf-
ur og 16 vörubílar en alls voru um
72 starfsmenn á vegum borgarinn-
ar og verktaka á hennar vegum í
vinnu við snjóhreinsun.
Jón Gnarr borgarstjóri kvað
Reykvíkinga hafa sýnt því skiln-
ing að erfiðlega hefði gengið með
mokstur á ýmsum götum bæjarins.
„Engir af þeim sem ég hef ýtt hafa
verið fúlir út í mig, eða alla vega
ekki opinberað það. Mörgum finnst
þetta bara svolítið ævintýri. Við
fáum að lifa þetta, snjóaveturinn
mikla. Ég vona bara að þetta viti á
gott sumar, ég trúi því,“ sagði Jón.
Sorphirða er komin nokkuð á
1. Góð vetrardekk með góðu
mynstri eru grundvallaratriði.
Hafið réttan loftþrýsting í
þeim. Hugsið ykkur um tvisvar
áður en þið akið af stað þegar
veður eru válynd og færð
erfið. Leggið ekki út í tvísýnu.
2. Þegar færð gerist erfið vegna
snjóa er gott að hafa ýmis
hjálpartæki tiltæk í bílnum.
Þessi hjálpartæki eru fyrst
og fremst skófla, keðjur eða
dekkjasokkar (Snjóskófla og
dekkjasokkar fást hjá FÍB I
Borgartúni 33), poki með
grófu salti eða saltblönd-
uðum sandi, rúðuskafa og
snjókústur, vasaljós, start-
kaplar og dráttartóg.
3. Fáið virkni rafgeymisins
mælda á næstu bensínstöð til
að forðast ræsingar- og gang-
truflanir. Endurnýið geyminn
ef hann mælist orðinn lélegur.
Fyllið eldsneytistankinn í hvert
skipti sem bensín er keypt.
Loftraki á það til að þéttast
á veggjum bensíntanks sem
fylltur er óreglulega og safnast
fyrir í tankbotni. [ frosti verður
klakamyndun og íshrönglið
getur stíflað bensínleiðslur
með tilheyrandi gangtruflun-
um. Blandið ca. 0,2 lítrum af
ísvara í eldsneytið við þriðju
hverja áfyllingu.
4. Athugið frostþol kælivökvans
á haustin. Frostþol ætti að
vera a.m.k -25 °C. Einfaldast
er að nota frostlagarmæli,
sem hægt er að fá að láni á
flestum bensln- og smur-
stöðvum.
5. Fyllið upp rúðuvökvakútinn
reglulega með frostþolnum
vökva. Athugið virkni þurrk-
anna og hvort blöðin séu í
lagi. Þurrkublöðin eiga að vera
ósprungin og án tjöru sem
berst frá malbikinu. Oft nægir
að strjúka yfir blöðin með
tusku vættri upp úr tjöru-
leysandi efni. Skiptið slitnum
þurrkublöðum út strax, enda
mikilvægt öryggisatriði að
hafa sem best útsýni.
eftir áætlun og brýnt fyrir fólki að
moka frá tunnum við hús sín.
Þegar árið er skoðað í heild er
ljóst að fjárveitingar til Vegagerð-
arinnar duga skammt til að mæta
þeim kostnaði sem til hefur fall-
ið vegna vetrarþjónustu á vegum
landsins. Heildarútgjöld Vega-
gerðarinnar stefna í að verða tæpir
tveir milljarðar á árinu.
Á vef Vegagerðarinnar kemur
fram að árið 2011 hafi verið erf-
itt. Er þá ekki aðeins litið til síð-
ustu vikna heldur þurfti að hálku-
verja fram í miðjan júní í sumar,
einum og hálfum mánuði lengur en
í venjulegu árferði.
Nú stefnir í að heildarútgjöld
vegna vetrarþjónustunnar verði
um 1.900 milljónir króna, en heild-
arfjárveitingar til þjónustunnar
fyrir árið 2011 eru 1.630 milljónir
króna. Kostnaður 30. nóvember síð-
astliðinn nam 1.421 milljón króna
og því stefnir í að desember muni
VERKFRÆÐINGAR FRAMTÍDARINNAR Þeir Jónas Orri og Ari Páll sáu snjóinn í öðru
Ijósi en fullorðna fólkið. fréttablabið/cva
BREIÐHOLTI GÆRMORGUN Starfsmenn sveitarfélaganna, björgunarsveitir og almenningur unnu saman að því að greiða leið samborgaranna í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VERK AÐ VINNA Það beið Reykvíkinga töluverð vinna í morgunsárið. Allt hafðist þetta
þÓ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLl
kosta 500 milljónir í vetrarþjónustu
Vegagerðarinnar. Ber þá á það að
líta að heildarakstur snjóruðnings-
tækja í desember er um 400.000
kílómetrar, tífalt ummál jarðar.
Veðurstofan spáir áfram snjó-
komu í dag. Síðdegis hlýnar þó á
öllu landinu og ofankoman breytist
í slyddu og útlit er fyrir rigningu á
gamlársdag. -shá, kóp.gar
Ráð frá FÍB um
akstur í snjó