Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 25
30. DESEMBER 2011 FÖSTUDAGUR I KYNNING - AUGLÝSIN6 | hg/lsubi Maríanna Csillag hjúkrunarfræðingur framkvæmir heilsumat hjá Heilsuborg. MYND/HAG Heilsumat fyrir alla Heilsuborg er líkamsræktarstöð með öðruvísi áherslur. Þar er hægt að l'á svokallað heilsu- mat hjá hjúkrunarfræðingi, sem segir meðal annars til um grunnbrennslu líkamans. Heilsumat er framkvæmt af lækni eða hjúkrun- arfræðingi, en með því er staða einstaklingsins metin," útskýrir Maríanna Csillag, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsu- borg í Faxafeni. „Við mælum blóðþrýsting og mittismál, viðkomandi fer svo upp á sérstakt tæki sem gefur upp fituprósentu, fitumassa í kílóum og svo vöðva, bein, bandvef, vökva og annað. Síðast en ekki síst gefur tækið okkur upp grunnbrennslu sem miðast við vöðvamassa ein- staklingsins," segir Maríanna. Upplýsingarnar eru síðan notaðar til að reikna út kaloríuþörf. „Grunnbrennsla er einstak- lingsbundin og með henni finn- um við út hversu margar kaloríur viðkomandi á að borða á hverjum degi, annaðhvort til að viðhalda kjörþyngd sinni eða til að ná kjör- þyngd," segir Maríanna, en hún aðstoðar viðkomandi við finna út viðeigandi mataræði. „Við erum í góðu samstarfi við Reykjalund og þaðan kemur bókin Næringartöfl- ur. Þar er að finna skammtastærð- ir svo hver og einn átti sig betur á hvað hann má borða, miðað við þær hitaeiningar sem hann á að innbyrða. Ég hjálpa honum að finna þetta út með ákveðnu stiga- kerfi sem er mjög einfalt. Við leggj- um áherslu á að viðkomandi reyni að finna út hvað honum sjálf- um finnst gott og er hollt og gæti hugsað sér að borða það sem eftir er ævinnar. Öll erum við mismun- andi og því ekki hægt að gefa eina uppskrift, fólk gefst fljótlega upp á því." Maríanna segir öllum opið að koma í heilsumat hjá Heilsu- borg, hvort sem einstaklingur er of þungur eða nálægt kjörþyngd. Heilsumatið sé einfaldlega sniðug- ur kostur fyrir alla til að átta sig á ástandi líkamans. Ef einstaklingur er í ofþyngd býður Heilsuborg upp á sérstaka meðferð. „Ef um ofþyngd er að ræða erum við með ársprógramm sem við köllum Heilsulausnir. Þá er tekið á mataræðinu og hreyfingunni og leiðsögn veitt í hugrænni atferlis- meðferð, því allt hangir þetta saman. Þá bjóðum við einnig upp á almenna líkamsrækt hér í Heilsu- borg, hér er tækjasalur og salur þar sem boðið er upp á ýmis námskeið, svo sem 60 ára og eldri, zumba, mömmumorgna, þjálfun fyrir golf- ara og fleira," segir Maríanna og lýsir Heilsuborg sem líkamsræktar- stöð með öðruvísi áherslum. „Hún er lítil og heimilisleg og hér er enginn hávaði eða læti. Hérna vinna hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraþjálfarar og íþrótta- fræðingar svo í Heilsuborg fær fólk leiðbeiningar fagfólks hvað varðar heilbrigðan lífsstíl." Nánari upplýsingar eru á www. heilsuborg.is. Framhaldshópur í Fleilsulausnum tekur vel á því í stöðvaþjálfun. Þau æfa saman þrisvar í viku en hafa æft mislengi. Allir sem Ijúka tveggja mánaða grunnnámskeiði koma inn í framhaldshópinn. Þessi hópur er samkvæmt þjálfurunum einstaklega áhugasamur og hefur náð góðum árangri, sem mælist í því að léttast, styrkjast, auka þol, bæta svefn og almennt öðlast aukin lífsgæði. mynd/hag Ekki hlaupa í spik - hlauptu í Heilsuborg! Ný námskeið að hefjast Heilsulausnir. Hentar þeim sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. Stoðkerfishópur. Hentar þeim sem glíma við verki frá stoðkerfi t.d. í hálsi, baki eða hnjám. Zumba og Zumba toning. Dansaðu þig í form með einföldum sporum! Morgunhanar. Góð blanda af þol- og styrktaræfingum kl. 06.10 á morgnanna. Kvennaleikfimi. Góð leikfimi fyrir allar konur sem vilja styrkja sig og líða betur. 60 ára og eldri. Hentar þeim sem vilja auka styrk og bæta jafnvægið. í form fyrir golfid. Styrktar-, þol-, liðleika- og jafnvægisæfingar sem miða að því að bæta sveifluna. Stafganga. Hressandi útiganga með stafi í góðum félagsskap. Vilt þú breyta um lífsstíl en veist ekki hvar þú átt að byrja? Pantaðu tíma í Heilsumat og við leiðbeinum þér með næstu skref. Verð kr. 6.900,- í Heilsuborg starfa m.a. hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknar, næringarfræðingar, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar HEIL5UBORG Faxafeni 14 •www.heilsuborg.is www.heilsuborg.is • heiisuborg@heiisuborg.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.