Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 46
ÁRAMÓTAHEITIÐ 30 FRÉTTABLAÐIÐ 30. desember 2011 FÖSTUDACUR < \ „Eg œtla að lœra á harmonikku \ eða á brimbretti. Hefekki \ ákveðið hvort verðurfyrir valinu \ i ennþá. “ Vera Sölvadóttir, dagskrár- og kvikmynda- gerðarkona. VICKY Rokksveitin Vicky gaf út plötuna Cast a Light í október. FRÉTTABLAÐIBA'ALLI Fjallað um Vicky í Rolling Hin íslenska Vicky er ein af þeim níu hljómsveit- um sem fóru undir radarinn á árinu og fáir tóku eftir samkvæmt blaðamanninum virta, David Fricke hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone. Vicky gaf út sína aðra plötu, Cast a Light, í október síðastliðnum. Fricke, sem var einn af gestum Airwaves-hátíðarinnar, virðist hafa heillast upp úr skónum af gripnum. „Ég sá bara hluta af einum af tónleikum þessa íslenska kvartetts á Airwaves. En það var nógu mikið til að heyra How Do You Feel? sem er núna eitt af uppáhaldslögum mínum á árinu," skrifar Fricke og segir lagið minna á bandaríska tónlistarmann- inn Johnny Thunders og ensku söngkonuna Sioux- sie Sioux. „Afgangurinn af Cast a Light, sem var gefin út af hljómsveitinni sjálfri, er alveg jafn kraftmikill og heillandi. Það er vel þess virði að kynna sér sveitina og þú getur byrjað á iTunes." Vicky hefur stundum verið köll- uð stúlknarokkhljómsveit. Hana skipa þær Ástrós Ósk Jónsdóttir bassaleikari, Eygló Scheving Sig- urðardóttir söngkona, Karlotta Laufey Halldórsdóttir gítar- leikari og trommuleikarinn Orri Guðmundsson. -<b t ÁNÆGÐUR David Fricke er mjög ánægður með nýjustu plötu Vicky. Atli Óskar Fjalarsson, sem vakti athygli í kvikmyndinni Órói í fyrra, leikur í nýju myndbandi hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur. Myndbandið var unnið við lagið Á meðan ég er ungur þar sem Emmsjé Gauti er gestasöngvari. Mikill metnaður var lagður í myndbandið, sem er nokkurs konar tónlistarstuttmynd, og var það framleiðslufyrirtækið lllusion sem bjó það til. Það hefur áður gert myndbönd fyrir Friðrik Dór, Emmsjé Gauta og hljómsveitina Elektra. - fb ALLIR VÖÐVAR SPENNTIR í AFSLÖPPUÐU UMHVERFI í GOTT FORM MEÐ SÓLEYJU POWER PILATES jafnvægi - stjórn - einbeiting - flæði - öndun - nákvæmni 8 vikna byrjendanámskeið í gólfæfingum hefst 12. janúarnk. Kennt þriðjudaga og fimmtudaga. Hádegistímar fyrir karla og konur. FIT-PILATES Námskeiðin hefjast 10. janúar nk. Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Kennt þriðjudaga og fimmtudaga. Skráning hafin í síma 892-1598 eða lovisa@heima.is Líkamsrækt er árangursríkari ef hún er skemmtileg ^A KÓPAVOGI NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 9. JANÚAR. MÁNUD - MIÐVIKUD - FÖSTUD KL. 08.45 (FULLT) MÁNUD- MIÐVIKUD KL. 13.30 (LAUST) MÁNUD - MIÐVIKUD - FÖSTUD KL. 17.00 (NOKKUR PLÁSS LAUS) KÓPAVOG! Vertu með - og njóttu vel og lengi... MECCA-SPA • NÝBÝLAVEGI 24 • 200 Kópavogur sími 8921598 • lovisa@heima.is Líkamsrækt er langhlaup sem vinnst ekki með stuttum sprettum. Vertu með - og njóttu vel og lengi... MECCA-SPA • NÝBÝLAVEGI 24 • 200 Kópavogur sími 8227772 • soley@studiosoleyjar.is Með mér leggur þú grunn að heilbrigðum og gefandi lífsstíl sem getur orðið förunautur þinn alla ævi. ÞÓR RAGNARSSON: SÉR KARLMÖNNUM FYRIR GLÆSILEGUM FATNAÐI Opnar fyrstu herrafata- verslunina á Austurlandi DRAUMURINN RÆTTIST Þór Ragnarsson hafði látið sig dreyma um að opna herrafataverslun í rúman áratug áður en hann lét af því verða. Verslunin hefur vakið talsverða athygli á Egilsstöðum síðan hún var opnuð fyrr í mánuðinum. „Viðtökurnar hafa verið rosalega góðar,“ segir Þór Ragnarsson, sem opnaði nýja herrafataverslun á Egilsstöðum í byrjun desember og braut þar með blað í sögunni, því aldrei áður hefur slík verslun verið rekin á Austurlandi. Versl- unin heitir Þór herrafataverslun, í höfuðið á eigandanum. „Þegar þetta var orðið þannig að það var varla hægt að fá skyrtu á sig varð maður að gera eitthvað. Þetta hefur lengi verið draumur hjá mér. Ég ákvað að láta hann bara rætast og skella mér í rekst- urinn,“ segir Þór, sem er alvanur atvinnurekstri á Égilsstöðum. „Þetta eru klassísk herraföt sem ég er með, svona í fínni kantinum. En auðvitað verður maður að átta sig á hvað karlmenn eru að nota hérna fyrir austan og rúlla svolítið eftir þeirri línu,“ segir Þór, en ekki er að búast við öðru en að karlpen- ingurinn verði sérlega glæsilegur til fara við þessa viðbót við versl- anir á svæðinu. „Nú hafa menn allavega ekki lengur ástæðu til að segja að þeir geti ekki fengið neitt hérna fyrir austan.“ Fréttablaðið ræddi nýlega við þrjá unga athafnamenn sem opn- uðu skemmtistaðinn Gömlu sím- stöðina á Egilsstöðum í vetur, en þá hafði í nokkurn tíma enginn skemmtistaður verið starfræktur í bænum. Á vetrarmánuðum hafa því bæst bæði krá og herrafatabúð í atvinnulífið eystra og mannlífið virðist blómstra. Þór er ánægður með athafnasemina. „Ég held að menn séu bara bjartsýnir og mér finnst svona eins og yngra fólk sé að drífa sig i gang. Það er stórhug- ur í fólki, mér líst alveg ótrúlega vel á það,“ segir Þór, sem rak ein- mitt bar um árabil í sama húsnæði og Gamla símstöðin er. í þá daga gátu karlmennirnir á staðnum ekki lífgað upp á fata- skápinn í þar til gerðri verslun fyrir kvöldið, en nú er annað uppi á teningnum. „Það er náttúrulega alveg æðislegt að menn hafi mögu- leikann á því að dressa sig upp fyrir krána." bergthora@frettabladid.is Tvö þúsund nafnatillögur bárust Á Heimasíðunni.is fer fram nafnasamkeppni fyrir nýtt stjórnmálaafl leitt af Guðmundi Steingríms- syni og Heiðu Kristínu Helgadóttur og hafa um 2.000 tillögur borist nú þegar. Að sögn Gauks Úlfarssonar, kvikmyndagerðar- manns og eins aðstandenda nýja flokksins, kom þessi mikla þátttaka töluvert á óvart. „Fólk virðist hafa sterka skoðun á því hvað flokkurinn eigi að heita. Flestar tillögurnar eru virkilega vel ígrund- aðar og góðar og því verður það ærið verkefni að velja sigurvegarann úr þessum stóra hópi. Við bjuggumst engan veginri við svona góðri þátttöku og hefðum verið rígmontin með tvö hundruð tillögur, það er greinilega mikill þorsti eftir nýju og einlægu framboði." Sigurvegarinn verður tilkynntur á þrettándanum og á heimasíðu framboðsins stendur að „möguleg vegleg verðlaun" verði veitt fyrir bestu hugmynd- ina. Inntur út í það segir Gaukur verðlaunin vera samningsatriði sem allir aðilar ættu að geta náð sátt um. „Verðlaunin verða fyrst og fremst heiður- inn af því að eiga nafnið að nýjum og betri tímum. Guðmundur minntist eitthvað á það að hann ætti til mynd af sér berum að ofan sem hann gæti áritað eða að sigurvegarinn fengi mögulega að fara út að borða með Heiðu. Þetta á eftir að koma betur í ljós.“ Það verður ærið verkefni að fara í gegnum VINSÆL Nýtt stjórnmálafl Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur þarf nafn og hafa þeim borist 2.000 nafnatillögur undanfarnar vikur. fréttablaðib/valli tillögurnar tvö þúsund og velja vinningsnafnið en Gaukur er hvergi banginn. „Stór hópur fólks mun fara í gegnum þetta saman og það ætti ekki að vera mikið mál að finna nafn sem allir eru sáttir um. Við bíðum bara spennt eftir að geta hafist handa.“ - sir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.