Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
30. desember 2011 FÖSTUDAGUR
SPURNING DAGSINS f DAG:
Ætlar þú að sœkja útsölur þetta 1
árið?
>
Segðu skoðun þína á visir.is visir
Breytingará húsaleigubótum:
Bætur skerðast
við hærri laun
félagsmAl Skerðingarmörk húsa-
leigubóta múnu hækka um 12,5
prósent um áramót. Húsaleigu-
bætur munu því skerðast um eitt
prósent af árstekjum umfram
2,25 milljónir króna á næsta ári.
Þessi breyting mun vera fyrsta
skrefið í átt að þvi að jafna hús-
næðisstuðning hins opinbera
milli ólíkra búsetuforma. Fleiri
muni eiga rétt á húsaleigubótum
en áður.
Áætlað er að útgjöld ríkisins
og sveitarfélaga aukist um 100
milljónir króna vegna þessara
breytinga. - þeb
Ágreiningur um 800 milljarða
króna kröfur í bú Kaupþings
Útistandandi ágreiningskröfur sem hefur verið hafnað í bú Kaupþings nema tæpum 800 milljörðum. Lang-
stærst er 250 milljarða krafa Existu vegna afleiðusamninga. Þrotabú Baugs á bótakröfu upp á 32 milljarða.
KAUPÞING Fréttablaðið greindi frá því í gær að til stæði að hefja formlegt nauða-
samningsferli bankans á öðrum fjórðungi næsta árs. fréttablaðið/pjetur
viðskipti Ágreiningur er uppi um
796,6 milljarða króna kröfur sem
hefur verið hafnað í þrotabú Kaup-
þings. í því felst að kröfuhafarn-
ir sætta sig ekki við höfnunina og
hafa í mörgum tilfellum ákveðið
að leita réttar síns til að fá kröf-
urnar viðurkenndar. Langstærst-
ur hluti krafna sem ágreiningur
er um hjá þrotabúi Kaupþings er
vegna afleiðusamninga. Stærsta
einstaka krafan er frá Klakka,
sem áður hét Exista, vegna slíks
samnings og skaðabóta. Heildar-
upphæð kröfunnar er 250,7 millj-
arðar króna. Þetta kemur fram í
kynningu sem slitastjórn bankans
hélt fyrir kröfuhafa hans hinn 14.
desember.
Klakki/Exista fór í gegnum
nauðasamninga í fyrrahaust.
Stærsti einstaki eigandi félags-
ins er Arion banki með um 45%
hlut. Þrír erlendir vogunarsjóð-
ir eiga samtals 17,5% hlut. í árs-
reikningi Klakka/Existu fyrir árið
2010 segir að félagið hafi átt „opna
framvirka gjaldmiðlasamninga
við Kaupþing banka og Glitni fyrir
hrun þeirra í október 2008. Kaup-
þing banki og Glitnir hafa ekki
viðurkennt kröfu Exista vegna
þessa samninga og standa yfir
málaferli vegna þeirra". Drómi hf.,
eignarhaldsfélag sem tók við öllum
eignum og tryggingaréttindum
SPRON, á kröfu upp á 32,4 millj-
arða króna vegna afleiðuviðskipta.
Þrotabú fyrrverandi dóttur-
félaga Kaupþings, Kaupthing
Singer & Friedlander í Bretlandi
og á Mön, eiga líka mjög háar
kröfur. Samtals nema þær tæp-
lega 167 milljörðum króna. Þá á
sjóður sem hét Kaupthing Capital
Partners II (KCPII) ágreinings-
kröfu upp á 47,6 milljarða króna.
KCPII var settur á fót í byrjun árs
2007 og var kynntur sem lokaður
sjóður í eigu Kaupþings, fagfjár-
festa og viðskiptavina bankans í
einkabankaþjónustu hans. KCPII
var tekinn til gjaldþrotaskipta 18.
október 2008, níu dögum eftir fall
Kaupþings, vegna greiðslufalls.
Þrotabú Baugs á eina af stærstu
kröfunum sem enn eru í ágrein-
ingi, upp á 32,3 milljarða króna.
Um er að ræða skaðabótakröfu
sem tengist riftunarmáli sem
þrotabúið hefur höfðað vegna söl-
unnar á Högum til eignarhalds-
félagsins 1998 á árinu 2008. Kaup-
þing fjármagnaði þann gerning.
Tveir stórir íslenskir lífeyris-
sjóðir, Lífeyrissjóður Bankastræti
7 (lífeyrissjóðir starfsmanna rík-
isins) og Lífeyrissjóður verslun-
armanna, eiga samtals kröfu upp
á 14,1 milljarð króna í búið vegna
afleiðuviðskipta sjóðanna við
Kaupþing fyrir bankahrun.
Þá eiga stórir erlendir bankar á
borð við Credit Suisse Internation-
al (29,6 milljarðar króna krafa),
DZ Bank (11,9 milljarða króna) og
The Bank of Tokyo (7,5 milljarða
króna krafa) einnig stórar kröfur
sem eru enn í ágreiningi.
thordur@frettab!adid.is
nicorettef
Nýárstilboö
20%
afsláttur
af öllum pakkningastærðum af: Nicorette fruítmint
lyfjatyggigúmmí
Tilboðið gildir til 31.01.2012 í öllum apótekum Lyíja & heilsu
Nitorelte® nikótmlyf cru fáanlcg én lyficðils og eru notuð til meðferðar a nikótmflkn og til að draga
..—< þvrrtvi; mikiðpr raykt cn hámarksdagskammtar eru: forðapl/ ' 1
Nicorette invisi
plástur
Nicorette inhalator
innsogslyf
<^?Lyf&heilsa
notii Nlcorette í samr<
turidriir eftír,
liýsingumum ,....
ing eða nýlegt
víðlaokr * ' *
fráhvarfseinkcnnum þcgar reykin^um er hætt cða þegar dreglð er úr þcim.
■ivc mikíö cr reykt cn hárriarksdagskammtar cru forðaplastur 1 ítk- lyfjatyggigummi 24 stk .inh sogslyf - -...._____________________
ti lyfin, Peir sem fengiö hafa ofnæmi fyrir nikótini eða öðrum mnihaldsefnum íýfsins, nýlegt hjartaáfaTl, óstöðuga versriandi hjartaöng, alvarlegar
týleqt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn ynqri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaöar konur og konur meö barn á brjðsti
að nota lyfið. Markaðsleyfishafi. McNeil Denmark ApS. Umboð á Islandi: Vistor hf , Horgat
ni. Lesið alían fyfflheðilmn vandlega áöur en byrjað er ao nota lyfið Markaðsleyfishafi McNeil Denmark ApS.
. m Skammtar
stk. nikótlntappar. Leitlð til læknis eða lyfjafræöings
-----------" *•' _ _ ''—‘-----hjartslatrartruflanir,
skulu einqðnqu
“ Garðabae.
Horgatún 2. 210 G
Kim Jong-un formlega nefndur æðsti leiðtogi í gær:
Völd leiðtogans treyst
NORÐUR-KÓREA. ap „Hinn virti
félagi Kim Jong-un er æðsti leið-
togi flokks okkar, hers og lands og
hefur hlotið í arf hugmyndafræði,
forystu, skapgerð, dyggðir, kjark
og hugrekki hins mikla félaga, Kim
Jong-il,“ sagði Kim Yong-nam, for-
maður forsætisnefnar norður-kór-
eska þjóðþingsins, í ræðu sem hann
flutti á minningarathöfn um Kim
Jong-il í gær.
„Sú staðreynd að hann fann full-
komna lausn á arftakavandamál-
inu er göfugasta afrek hins mikla
félaga, Kim Jong-il.“
„Kim Jong-il
hafði lagt fyrir
hann rautt silki-
teppi og Kim
Jong-un þarf
ekki annað en
að ganga á því,“
segir Jeung
Yong-tae, sér-
fræðingur við
rannsóknar-
stofnun í Suður-Kóreu.
Kim Jong-un var formlega nefnd-
ur æðsti leiðtogi landsins í fyrsta
sinn í gær. - gb
KIM JONG-UN
Sérhönnuð 200 skota terta
í íslensku fánalitunum,
blá, rauð og hvít.
STÆRSTU
Bombur
baeta e
flugeldatertur landsins!
Verðor á staðnum/
Opnunartímar
Miðvikudagur 28. des.
Finimtudagur29. des
Föstudagur 30. des
Laugardagur 31. des