Fréttablaðið - 30.12.2011, Síða 15

Fréttablaðið - 30.12.2011, Síða 15
FÖSTUDAGUR 30. desember 2011 skoðun 15 Ofstæki gegn erfðatækni Erfðabreyttar lífverur Eiríkur Sigurðsson líffræðingur og upplýsingafulltrúi ORF Líftækni Fjarstæðukenndar fullyrðingar lítils en háværs hóps andstæð- inga erfðatækni hafa enn á ný ratað í fjölmiðla. Nú er tilefnið endur- nýjun Umhverfisstofnunar á leyfi til ræktunar á erfðabreyttu byggi ORF Líftækni í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskólans að Reykjum í Ölfusi. Það er greinilegt að for- svarsmenn hópsins hyggjast nota þá gamalkunnu aðferð að endur- taka sömu vitleysuna nógu oft í þeirri von að fólk muni að lokum fara að trúa henni. Af greinargerð sem hópurinn sendi á fjölmiðla og er birt á netinu mætti ráða að starfsfólk ORF Líf- tækni ynni við meðhöndlun geisla- virks úrgangs og væri þess vegna í stórhættu. Svo er ekki. Ræktun ORF Líftækni á erfðabreyttu byggi er örugg og hefur enga mengunar- eða heilbrigðisáhættu í för með sér. Það er ekki hægt að kalla það annað en ofstæki að halda því fram í alvöru að erfðaefni úr byggi sem ræktað er í gróðurhúsi geti á ein- hvern hátt haft áhrif á möguleika til útivistar eða heilsubótar við Ifeilsustofnunina í Hveragerði, eða á einhvern hátt valdið mengun and- rúmslofts eða grunnvatns, eins og hópurinn hefur gert í fjölmiðlum. Fyrir því eru engin rök. Rangfærslur og vanþekking Það yrði of langt mál að rekja hér allar þær rangfærslur um ORF Líf- tækni og þá vanþekkingu á grunn- atriðum líffræði sem eru opinberuð í greinargerðinni og umfjöllun um hana. Fyrir flesta er greinargerðin nánast skemmtilesning, svo fárán- legar fullyrðingar og kröfur eru settar þar fram. Það er hins vegar miður að samtök á borð við Neyt- endasamtökin séu skrifuð fyrir slíkri vitleysu og að slíkar fullyrð- ingar séu jafnvel lagðar að jöfnu við vísindalega þekkingu í almennri umræðu. Sjálftaka á 289 ferkílómetrum í greinargerð hópsins er t.d. heimt- að að allri erfðabreyttri ræktun sé „haldið utan við 9,6 km radíus að það að einn „lífrænn" ræktandi í Reykjavík myndi ekki aðeins valda því að loka yrði ORF Líf- tækni, heldur myndi líka stór hluti rannsókna Landspítala Háskóla- sjúkrahúss, íslenskrar erfða- greiningar, Tilraunastöðvarinnar að Keldum, Hjartaverndar, Mat- íss og fleiri aðila sem stunda rann- sóknir á sviði líf- og læknisfræði leggjast af. Aðeins þyrfti um 50 jafnt dreifða „lífræna" ræktendur á íslandi til að útiloka alla ræktun erfðabreyttra lífvera hér á landi og enn færri til að útiloka stóran hluta rannsókna á sviði líf- og læknis- fræði á landinu. á&g§i| Ræktunin sem þar fer fram er sambærileg við ræktunina í Grænu smiðjunni, hátækni- gróðurhúsi fyrirtækisins í Grindavík, en mun minni að umfangi. lágmarki" frá allri svokallaðri „líf- rænni“ ræktun, án þess að nokkur stoð sé fyrir slíku í lögum. Það myndi þýða að sérhver „lífrænn" ræktandi gæti helgað sér 289 fer- kílómetra lands og útilokað starf- semi sem honum væri ekki þókn- anleg á því landsvæði. Þetta er svipað land að stærð og allt land- svæði Reykjavíkur og um hundrað sinnum stærra en Seltjarnarnes! Myndi hindra allar rannsóknir í sameindalíffræði Erfðabreyttar lífverur eru notað- ar í öllum rannsóknastofum þar sem stundaðar eru rannsóknir í sameindalíffræði. Ef sérhver „líf- rænn“ ræktandi ætti að geta úti- lokað notkun erfðabreyttra lífvera á 289 ferkílómetrum lands þýddi Grænn hátækniiðnaður Það er í sjálfu sér merkilegt að hópurinn sé fyrst núna að mót- mæla ræktun ORF Líftækni að Reykjum því fyrirtækið hefur ræktað erfðabreytt bygg þar með starfsleyfi frá árinu 2003. Starf- semin hefur margoft verið kynnt almenningi, m.a. í opnu húsi hjá Landbúnaðarháskólanum. Ræktun- in sem þar fer fram er sambærileg við ræktunina í Grænu smiðjunni, hátæknigróðurhúsi fyrirtækis- ins í Grindavík, en mun minni að umfangi. Endurnýjað starfsleyfi að Reykjum til næstu tíu ára er ORF Líftækni mikilvægt við áfram- haldandi uppbyggingu sjálfbærs, græns iðnaðar sem fyrirtækið hefur unnið að síðustu tíu ár með miklum velvilja almennings. , .irt'W'0*'' Kanari 4. janúar Frá kr. 19.900 Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina til Kanarí á hreint ótrúlegu verði. Um er að ræða flug til Kanarí 4. janúar. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á frábærum kjörum. Fjölbreytt gisting í boði á afar hagstæðu verði. Sama verð á flugsæti í boði í heimflugi frá Kanarí 17. janúar. Verð kr. 19.900 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum til Kanarí 4. janúar. Sama verð í boði 17. janúar frá Kanarí til Islands. Verðdæmi fyrir gistingu: Verð kr. 33.400 á mann m.v. 2 í studio ibúð á Parque Mar í 13 nætur. Kr. 64.900 með hálfu fæði m.v. 2 i herbergi á mann á Beverly Park hótelinu í 13 nætur. Aukagjald fyrir allt innifalið 27.700 á mann Helmsferðir Skógarhlið 18 • síml 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsf erðir áskilja sérréttbl leiðréttinga á sllku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. FRETTIR VIÐSKIFTl visir UMRÆÐAN LIFIÐ SJONVARP TAKTU VÍSIÁ HVERJUM M0RGNI! UTAN TILLSATTA SHAKFÖRSTARKARE UTANFARGAHNEN UTAN HARDATFETT UTAN TlltSATTA SMAKFÖRSTÁRKARE SVENSK ■ MAf TRADITJON J ttOAN J UTAN HÁRDATFETT UTAN TIILSATTA SMAKFÖRSTÁRKARE itíðina enn betri með teningum »ví þeir laða fram það besta úr UTAN HÁRDAT FETT HAGKAUP Kycklingbuljong 12 TÁRNINGAR GtR 6 LITER USTilF BONG Grönsaksbuljon 12 TARNINGAR GER 6 IITER

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.