Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 22
4 I Líkamsrækt og næring I KYNNING - AUGLÝSiNG FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 GÖNGUM, GÖNGUM Göngur úti við eru góðar bæði fyrir líkama og sál. Þær efla þol, auka brennslu, lækka blóð- þrýsting og styrkja hjartað. Ekki þarf heldur að vera mikið mál að fá sér göngutúr, bara skella sér í skó og koma sér út um dyrnar. Ef hálka erájörð eru mannbroddar málið. Þeir broddar sem líta út eins og tátiljur eru handhægir og það tekur lítinn tíma að smeygja sér í þá. Til að láta verða af því að hreyfa sig úti við er ágætt að nota þær ferðir sem við ætlum hvort sem er að fara, í heimsóknir, verslanir, skóla og vinnu eða í hver önnur erindi sem við eigum út af heimilinu. Þá hefur ferðin tilgang og gangan bætist við sem heilsubótarbónus. Ef tekið er á í göngunni er hressandi að gera teygjuæfingar á eftir. SAGA STREITUHUGTAKSINS Læknaneminn Hans Selye var að læra um einkenni hinna ýmsu sjúkdóma á bandarísku sjúkrahúsi árið 1926. Hann leit svo á að það sem sjúklingarnir ættu sammerkt væri máttleysi, kvíði og lystarleysi og rakti það til álagsins sem sjúkdómurinn olli þeim, hvað svo sem hann hét. Eftir það varði hann löngum tíma í að rannsaka áhrif álags á dýr og menn og fann að yfirálag veldur streitu, sem leiðir til sjúkleika sé-það langvarandi. Síðar á ævinni lagði Selye áherslu á jákvæðar hliðar streítu í mannlífinu. Hann taldi að ef álagið samræmdist markmiðum fólks og það fengi nægilega hvíld gæti streita verið heilsu- samleg og sannkallað„krydd lífsins" svo að notuð séu hans eigin orð. Heimild/persona.is SftiS ' Listdansskgíi dCafnarfjarðar Kennarar skólans eru velmenntadir og með alþjódlega reynslu. > Barnadans 2-5 ára > Barnadans 6-7 ára > Barnadjassdans 7-8 ára • Klassiskur ballett 9 ára + • Djassdans 9 ára + Hipp Hopp 9 ára + Nútimadans 14 ára + Skvisutímar og fullorðins ballett Afró 16 ára + BerglincTTTgurvegari Cu Dans Dans Dans mun kenna hjá okkur á vorönn. danskennari úr Dans Dans Dans mun kenna hjá okkurá vorönn Skráning isima 894 0577/listdansskoli.is Þrjú myndbönd með nyjum lögum Páli Óskari á vísir.is/popp DÞÚ KOMSTVIÐ HJARTAO í MÉR □ ÞORSLÁKSMESSUKVÖLD □ BETRA LÍF TÓNLISTARTÍMARITIÐ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Á TVEGGJA VIKNA FRESTI visir Afslappandi herðanudd AÐ LOKINNI ÆFINGU Hot Yoga tímar og þrjú spennandi námskeið: Insanity, Velkomin í núið og Goran súperform eru að hefjast hjá líkamsræktarstöðinni Nordica Spa & Gym. Gefum Bjargeyju Aðalsteinsdóttur íþróttafræðingi orðið. Nordica Spa & Gym er vönd- uð og elegant líkamsrækt- arstöð, spa, nuddstofa og snyrtistofa," byrjar Bjargey mál sitt og segir nýbúið að taka stöð- ina í gegn, breyta og laga og bæta einum hóptímasal við. „Nýjung- arnar hjá okkur í janúar eru þær að við byrjum með hot yoga sem ég tel að passi mjög vel okkar stöð og svo er Goran jijálfari kominn aftur. Hann verður með lokuð námskeið sem heita Goran súper- form. Það eru fjögurra vikna hóp- tímar með lokuðu aðhaldsnám- skeiði og hægt er að fá matartösku með frá Vox." í Nordica Spa er alltaf þjálf- ari í sal, að sögn Bjargeyjar. „Það er búið til prógramm fyrir hvern og einn sem hann fylgir í hvert sinn sem hann mætir," lýsir hún og segir þetta fyrirkomulag hafa reynst vel. Bjargey byrjaði að kenna þol- fimi árið 1982 á líkamsræktarstöð í Bandaríkjunum, kom heim og kenndi á flestum líkamsræktar- stöðvum í Reykjavík í gegnum árin og stofnaði stöðina Þokkabót árið 1996, ásamt manni sínum. I dag er hún tekin við rekstri Nordica „Það er ekki nóg að einblína bara á þyngd og fituprósentu, fólki verður að líða vel," segir Bjargey Aðalsteinsdóttir, þjálfari í Nordica Spa & Gym. mynd/valu a a Vió byrjum mcð y y hol yoga sem ég tcl að passi rnjög vcl okkar stöð. Svo er Goran þjálfari koniinn aflur. Spa & Gym ásamt Kristínu Guð- jónsdóttur. „Sérstaða Nordica Spa er afslappað andrúmsloft og persónuleg þjónusta, að ógleymdu hinu margrómaða herðanuddi í pottinum eftir æfingar," segir Bjargey. „Hingað kemur fólk jafn- vel í hádeginu og notar sér nudd- ið í pottinum. Þá fer það afslapp- að út og tekst á við afganginn af deginum af endurnýjuðum krafti. Við kappkostum að horfa á heild- armyndina. Það er ekki nóg að einblína bara á þyngd og fitupró- sentu, fólki verður líka að líða vel." SKORTURGETUR TAFIÐ FYRIR BATA Bæklunarskurðlæknar við læknadeild Washington-háskól- ans í St. Louis í Bandaríkjunum greindu nýlega frá rannsókn sem þeir gerðu á sjúklingum sem undirgengust aðgerð á hrygg. Komust þeir að því að sjúklingar sem gengjust undir aðgerð, þar sem tveir eða fleiri hryggjarliðir væru festir saman, þjáðust oft af D-vítamínskorti og það gæti tafið fyrir bata. Skoðaðir voru 313 sjúklingar, en rúmlega helmingur þeirra var undir mörkum f D-vítamíni og einn fjórði hlutur þeirra þjáðist af alvarlegum skorti á vítamíninu. D-vítamín hjálpar líkamanum að taka upp kalk og sjúklingar sem skortir D-vítamín geta því étt í erfiðleikum með að mynda nýjan beinvef. Læknarnir sem komu að rannsókninni telja þvi þess virði að kanna ávallt D-vítamínbúskap sjúklinga áður en þeir fara í aðgerð á hrygg. Þannig sé hægt að gefa þeim sem þjáist af skorti stóra skammta af vítamíninu til að hjálpa til við batann eftir aðgerðina. if 'hj&lZL 1 1 1 vetrarfærð er illmögulegt fyrir marga eldri borgara að fara út að spóka sig. Eldri borgarar hafa að- gang að íþróttahúsum Þegar snjórinn liggur yfir göngu- | stígum verður illfært fyrir eldra fólk að komast leiðar sinnar, hvað þá að fara í gönguferðir sér til heilsubótar. Nokkur íþrótta- hús hafa brugðið á það ráð að opna aðstöðu sína fyrir eldri borgara. í Fífunni í Kópavogi eru tart- anbrautir opnar almenningi I Fífunni geta eldri borgarar komið alla virka alla virka daga frá klukkan 8 til morgna til að ganga. 12. Þangað sækja allt að hundr- að eldri borgarar daglega en auk hreyfingarinnar getur fólk sest niður, spjallað og ræktað þannig vináttuna. Aðgangur er ókeypis en gestir eru beðnir að skrifa í gestabókina við Hliðarlínuna, þar sem fólk hefur aðgang að vatns- og kakóvél. í Risanum í Kaplakrika í Hafnarfirði eiga eldri borgarar þess einnig kost að ganga inni alla virka daga milli klukkan 9 og 10. f Egilshöllinni í Grafarvogi hafa eldri borgarar fengið að nýta sér að- stöðuna frá átta á morgnana og fram undir hádegi. Þangað sækja um þrjátíu til fjörutíu manns að meðaltali. Fólkið getur tyllt sér í stúlk- urnar til að spjalla en enn sem komið er er enginn veitingasalur á staðnum. Það stendur þó til bóta með tilkomu Keiluhallarinnar sem verður opnuð innan tíðar. Þetta var aðeins stikkprufa á nokkrum íþróttahúsum, en vafalaust eru fleiri sem bjóða upp á svipaða þjónustu fyrir eldri borgara sem vilja huga að heilsunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.