Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTABLAÐIÐ 31. desember 2011 LAUGARDAGUR Símon, munu margir vakna upp við vondan draum á \ nýársdag? „Nei, nei, þetta verður örugglega draumaár hjá flestum." Slmon Jón Jóhannsson er þjóðfræðingur i og höfundur Stóru draumaráðninga- bókarinnar og Nýju draumaráðninga- i bókarinnar. Samkvæmt þjóðtrú er meira jj að marka drauma á nýársnótt en drauma I aðrar nætur. Jón Bjarnason hefur áhyggjur-af því hvernig formaður hans hélt á málum við uppstokkun í ríkisstjórn: Segir skarð höggvið í stjórnmAl Jón Bjarnason harmar þau málalok að honum hafi verið vikið úr ríkisstjórn og segir það vera sér mikið áhyggjuefni hvernig formaður hans, Stein- grímur J. Sigfússon, hafi haldið á málum gagnvart samstarfsflokki sínum án þess að hlusta á lýðræð- islegar stofnanir Vinstri grænna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jón sendi frá sér að loknum þingflokksfundi Vinstri grænna í gær. Þar segist hann hafa verið látinn gjalda afstöðu sinnar í Evrópumálum. „Ég tel að með þeirri niður- stöðu sem nú liggur fyrir sé enn og aftur höggvið stórt skarð í þann trúverðugleika sem VG hefur haft sem stjórnmálahreyf- ing. Okkur sem stöndum vaktina fyrir hugsjónir VG bíður mikið og erfitt verkefni endurreisnar. Þar mun ég ekki liggja á liði mínu og ég heiti á mitt stuðningsfólk að vinna að málefnum okkar og þeirri vinstristefnu sem hreyfing okkar hefur staðið fyrir allt frá stofnun," segir í yfirlýsingunni. Árni Páll Árnason ræddi við fjölmiðla á leiðinni af þingflokks- trúverðugleika VG Á ÚTLEIÐ Árni Páll Árnason sagðist „auð- vitað" myndu starfa áfram með Sam- fylkingunni þrátt fyrir breytingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON fundi Samfylkingarinnar og á flokksstjórnarfundinn. Þar var hann spurður hvort hann væri svekktur yfir því að missa ráð- herrastólinn. „Það vita allir fyrir hvað ég stend,“ var svarið. Hann hefði lagt metnað í sín störf, reynt að vinna með opnum, gagnsæjum hætti og lagt áherslu á samstarf þvert á flokka. Það verklag hygð- ist hann stunda áfram. „Hvar það verður kemur bara í ljós. Ég uni þeim stað sem mínir flokksmenn ákveða.“ - sh Atvinnuvegir í eitt ráðuneyti Oddný G. Harðardóttir verður fjármálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon tekur yfír ráðuneyti Jóns Bjarnasonar og Árna Páls Árnasonar. Eftir breytingu ráðuneyta verður hann einnig iðnaðarráðherra. RÁÐHERRA KVEÐUR Breytingarnar voru samþykktar á fundum flokksstofnana stjórnarflokkanna I gær. Skiptar skoðanir voru þó innan beggja flokka, sérstaklega Samfylkingarinnar, en að lokum var fallist á tillögu formannanna. fréttablaðið/valu Kvótamálin sett á oddinn Óánægja hefur verið með hvernig gengið hefur að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þau verða á forræði nýs atvinnuvegaráðuneytis. Það að Steingrímur taki við hinu nýja ráðuneyti þykirsýna að kvótamálin verði sett á oddinn það sem eftir er líftíma rlkisstjórnarinnar. Þá á að gera gangskör í eflingu atvinnuvegafjárfestinga. Sumir heimildarmenn Fréttablaðsins veltu því fyrir sér hvort breyting á kvótanum ætti að verða bautasteinninn á pólitískum ferli Steingrfms. Hann mundi koma þeim í gegnum þingið og segja svo skilið við stjórnmálin, en hann hefur setið á þingi síðan 1983. STEINGRlMUR j. SIGFÚSSON Hreinsanir sem veikja stjórnina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir uppstokkunina í stjórnarliðinu ekki snúast um endur- skipulagningu Stjórnarráðsins þótt reynt sé að klæða málið í þann búning. „Það eru ein- hverjar hugmynd- ir um sameiningu ráðuneyta sem SIGMUNDUR DAVlÐ á að ejga $ér GUNNLAUGSSON stað e4 vinnu ráðherranefndar einhvern tímann í framtíðinni en auðvitað snýst þetta ekki um það. Þetta snýst um pólitískar hreinsanir," sagði hann við Stöð 2. „Augljóslega veikir þetta stjórnar- samstarfið eins og við sjáum af því að stjórnin meira að segja gekk það langt að reyna að kaupa Hreyfinguna til fylgis við sig." Hrossakaup og hringlandanáttur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir ráðherrakapal ríkisstjórnarinnar vera pólitísk hrossakaup. „Jóhanna Sigurðardóttir hefur sett það sem skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfi að Jón Bjarnason færi úr ríkisstjórninni. Þetta hefur Stein- grímur greinilega verið tilbúinn til að samþykkja gegn þvf að hún vildi fórna Árna Páli - og hún hefur fallist á það," sagði hann í viðtali við Stöð 2 f gær. Hann furðar sig sig á þvf að leggja eigi niður efnahags- og viðskiptaráðu- neytið. „Það hefur verið talað þannig allt kjörtímabílið að þau vildu gera þvl sérstaklega hátt undir höfði þannig að mér finnst þetta ekkert annað en hringlandaháttur þar." Hann telur atburðarás undanfar- inna daga sýna að dagar stjórnarinnar séu senn taldir. STJÓRNMÁL Hræringar verða í rík- isstjórninni í dag þegar ráðherrum fækkar um tvo. Árni Páll Árnason og Jón Bjarnason yfirgefa ríkis- stjórnina. Steingrímur J. Sigfússon tekur yfir verkefni beggja ráð- herranna. Þetta var samþykkt á þingflokksfundum stjórnarflokk- anna í gær en kurr var í báðum flokkum. Flokksráðsfundur Sam- fylkingarinnar stóð enn yfir þegar Fréttblaðið fór í prentun. Fjármálaráðuneytið færist frá Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði yfir á hendi Samfylkingarinn- ar. Á móti fara iðnaðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti yfir til Vinstri grænna. Steingrímur yfirgefur fjármála- ráðuneytið og verður sjávarútvegs- og landbúnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðherra. Oddný G. Harð- ardóttir, þingflokksformaður Sam- fylkingarinnar, verður fjármálaráð- herra í hans stað. Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra fer í fæðingarorlof í lok febrúar. Hún mun gegna embættinu þangað til en þegar hún fer í orlof munu verkefnin færast yfir á önnur ráðuneyti Vinstri grænna. Þetta er liður í frekari breyt- ingum á stjórnarráðinu. Sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytið mun renna inn í nýtt atvinnuveg- aráðuneyti, sem og efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Iðnaðarráðu- neytinu verður skipt upp á milli hins nýja ráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, sem Svandís Svavarsdóttir mun gegna. Við þessar brey tingar nást mark- mið stjórnarflokkanna um kynja- jafnrétti; hvor flokkur hefur tvo ráðherra af hvoru kyni. Þetta er niðurstaða umfangs- mikilla viðræðna stjórnarflokk- anna um framtíðarfyrirkomulag stjórnarráðsins, en það hefur verið á stefnuskrá stjórnarinnar frá upp- hafi. Haustið 2010 var fyrsti hluti breytinganna við sameiningu ráðu- neyta .Þá var tilkynnt um að frekari breytinga væri að vænta, en lengi vel bólaði ekkert á þeim. í desember urðu kröfur um breyt- ingar háværar eftir að í ljós kom að Jón Bjarnason hafði látið vinna skýrslu um breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfi án vitundar ann- arra ráðherra. Lengi vel gekk illa að koma breyt- ingunum saman, en Vinstri græn vildu að þær yrðu viðameiri en bara þær að Jón færi. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins voru viðræður í nokkrum hnút þegar Steingrímur lagði fram þessa tillögu. I henni felst að búið er til risastórt ráðuneyti, undir forystu Steingríms, með yfirumsjón allra atvinnuveg- anna. Þá mun umhverfisráðuneyt- ið eflast til muna. Samfylkingin tók heldur fálega í breytingarnar til að byrja með, en það að fjármálaráðu- neytið falli flokknum í skaut þýðir meira valdajafnvægi flokkanna. Unnið verður að breytingum á ráðuneytunum á næstu mánuðum. Samþykki Alþingis þarf til að sam- eina ráðuneyti og má gera ráð fyrir að stjórnarflokkarnir hafi tryggt sér það áður en um breytingarnar var tilkynnt. Rolbeinn@frettabladid.is BJARNI BENEDIKTSSON Á að bæta golfsveifluna? Sérhæfð þjálfun fyrir golfara!! Styrktar-, þol-, liðleika- og jafnvægisæfingar Nýtt námskeið fyrir golfara hefst 9. janúar Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is * HGILSUBORG Faxafeni 14 • www.heilsuborg.is Allir noti flugeldagleraugu og heyrnarhlífar á flugeldasvæðum á gamlárskvöld: Milcilvægar varúðarráðstafanir fllugeldar í ár, sem fyrr, leggur Slysavarna- félagið Landsbjörg áherslu á notkun flugeldagler- augna. Að sögn Jóns Inga Sigvaldasonar, mark- aðs- og sölustjóra, hafa gjafabréf fyrir gleraugum verið send börnum um land allt. Þá fylgja þau fjölskyldupökkum og hægt er að kaupa þau á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveita. Jón Ingi undirstrikar að það séu ekki einungis börnin sem eigi að nota slík gleraugu þegar flug- eldum er skotið upp, heldur fullorðnir líka. í fyrra hlutu átta augnáverka og í öllum tilvikum var um að ræða karlmenn á besta aldri. Þá eiga allir sem koma nærri flugeldum að nota heyrnarhlífar til að koma í veg fyrir heyrnar- skerðingu, sem gæti ella orðið varanleg. Þetta kom fram í grein sem Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöð fslands, skrifaði nýverið í Fréttablaðið. „Leiða má líkum að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60 prósent þeirra séu undir 25 ára aldri," segir Ingibjörg. „Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að ANDREA HLYNSDÓTTIR Þannig ættu allir að vera útbúnir við viðhafa varúðaráðstafanir.“ _jss sprengingarnar á gamlárskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.