Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 6
FRÉTTABLAÐIÐ Ætlar þú að sækja útsölur þetta árið? mmm 43.4% KJÖR 56,6% i SPURNING DAGSINS f DAG: Kaupir þú flugelda fyrir áramótin? > Segðu skoðun þína á visir.is visir í .................................... Fátt um hátíðarhöld í tilefni af tíu ára afmæli evrunnar nú um áramótin: 31.desember 2011 LAUGARDAGUR Fagna afmæli á tímum öngþveitis evrópusambandið. ap Á morgun verða liðin tíu ár frá því að evran var tekin í notkun í aðildarríkjum myntbandalags Evrópusambandsins. Tíu ára afmælið markast af mikilli óvissu um nánustu framtíð og hávær- um röddum um að hún nái varla ellefta árinu, hvað þá öðrum áratug í viðbót. Þótt fáir Evrópubúar vilji reyndar kasta evrunni - af augljósum ótta við öngþveitið sem við tæki, þá er eftirsjá að þeim myntum sem lagðar voru niður fyrir tíu árum nokkuð útbreidd í evru- ríkjunum. Ekki síst nú þegar umrótið í efnahagslífi evruríkjanna er storma- samara en nokkru sinni. „Lífið var betra hér áður fyrr,“ segir til dæmis Mamia Zenak, 52 ára læknir í París, þar sem margir sakna enn franska frankans. „Evran er ömurleg fyrir alla.“ Aðeins fáein ár eru þó síðan evran þótti heldur betur hafa sannað sig og lífskjör í evruríkjunum virtust ætla að batna endalaust. Leiðtogar evruríkjanna eru þó engan veginn búnir að gefa þessa sameiginlegu mynt upp á bátinn. Wolfgang Scháuble, fjármálaráðherra í stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara, segist sannfærður um að á árinu 2012 muni loks sjá fyrir endann á þeim vandræðum, sem íþyngt hafa ríkjunum nú síðustu misserin. - gb ÓLGA f EVRURfKJUM íbúar evruríkjanna sakna margir gömlu myntanna. nordicphotos/afp Sérfiæðingan bilum Bilabúö Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - www.benni.is POLARN O. PYRET KRINGLAN OG SMÁRALIND Gleðilegt ár! Þökkum viðskiptin á árinu Utsalan hefst mánudaginn 2. janúar FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJONVARP TAKTU VISIA HVERJUM MORGNI! visir Sautján brennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótabrennur verða víða á landinu á gamlárskvöld. Alls 17 brennur verða á höfuðborgarsvæðinu og 14 til viðbótar á Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir ekkert benda til annars en að hægt verði að halda gleðileg áramót. Kléberg 20.30 tt KJALARNES Á bökkunum Mj við Tröð 20.30 ÁLFTANES Tjarnavellir 7 20.30 fo f HAFNARFJÖRÐUR Valhúsahæð 2030 Ægisiða( 20.30 ' Laugarásvegur Gufunes 20.30 /, 20.30/1 Skerjafjörðúr 2030 Tfc Geirsn 20.30 Suðurhlíðar 20.30 A 4 Kó'pavogsdalur 20.30 /&. Sjávargrund/Arnarnesvogur 21.00 é Fylkisbrenna 20.50 £ Suðurfell 20.30% ELLIÐAVATNl Boðaþing 20.30 Áramótabrennur á höfuöborgarsvæöinu V' áramótin 2011-2012 Fisfélagið / ’. ,5'°” C ÚLFARSFELL Ullarnésbrekka 20.30 ^ MOSFELLSBÆR . skemmtun Áramótabrennur verða venju samkvæmt haldnar víða um land á gamlárskvöld. Eldvarnareftirlit Slökkviliðs- ins á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt leyfi fyrir sautján brennum á starfssvæði sínu og þá verða brennur í flestum öðrum bæjar- félögum. Kveikt verður á fyrstu brenn- unni á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú á gamlársdag en það er lítil brenna á vegum Fisfélagsins. Verður brennan við Úlfarsfell skammt ofan við Bauhaus-húsið. Veðurspá fyrir áramótin er hin ágætasta þótt skúrir og élja- gangur gætu gert vart við sig á suðvesturhorni landsins. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu fslands, segir ekk- ert benda til annars en að hægt verði að halda gleðileg áramót. „Veðrið verður tiltölulega milt miðað við árstíma þannig að fólk ætti ekki að forðast það að fara út í þessu veðri, alls ekki,“ segir Árni. „Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt sem verður þó ekki mjög stíf. Þá gæti gengið á með éljum og skúrum þar sem spáð er hita yfir frostmarki yfir daginn.“ Spurður hvernig veðrið verði með tilliti til flugeldaspreng- inga svarar Árni: „Ég held að það verði alveg þokkalegt. Það er sérstaklega gott um landið norðan- og austanvert þar sem verður bjart yfir og tiltölulega hægur vindur. En það ætti líka að vera fínt hér í borginni. Það Veðrið verður tiltölu- lega milt miðað við árstíma þannig að fólk ætti ekki að forðast það að fara út í þessu veðri, alls ekki. ÁRNI SIGURÐSSON, VEÐURFRÆÐINGUR hefur í það minnsta oft verið verra.“ í Reykjavík verða á gamlárs- dag tíu brennur á sínum hefð- bundnu stöðum. í Kópavogi verða tvær brennur en ef vindátt verður óhagstæð þá kann brenn- an í Boðaþingi við Elliðavatn að falla niður. Þá verður ein brenna hver í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, á Álftanesi og Sel- tjarnarnesi, á sínum hefðbundnu stöðum. Á Akranesi verður brenna í Kalmansvík og þá verða fjórtán brennur á Vestfjörðum, þeirra stærst við Hauganes í Skutuls- firði. Á Akureyri verður brenna við Réttarhvamm og á Egilsstöðum verður brenna á nesinu norðan við Blómabæ. í Árborg verða þrjár brennur, þeirra stærst við Selfossflug- völl. Þá heldur ÍBV sína árlegu brennu í Vestmannaeyjum. magnusl@frettabladid.is Innflytjendur hafa framvísað staðfestingu á hreinleika flugeldanna: Rannsalca eiturefni í flugeldum umhverfismál Umhverfisstofnun hefur til rannsóknar hvort þrávirka eiturefnið hexaklórbensen (HCB) er að finna í flugeldum sem seldir eru hér á landi. Efnið greindist í óvenju- miklu magni í andrúmsloftinu um síðustu áramót en innflytjendur segja að gripið hafi verið til ráð- stafana fyrir þessi áramót. „Nú í seinni hluta desember fórum við safna saman flugeldum til að taka sýni úr. Tímasetningin miðast við að innflutningur þeirra fer fram ansi stuttu fyrir áramótin. Því starfi er nýlokið og næsta skref er að senda þetta til Danmerkur þar sem efnagreiningin fer fram,“ segir Haukur R. Magnússon, á sviði umhverfisgæða hjá Umhverfisstofn- un. Þá segir Haukur að niðurstöður ættu að liggja fyrir eftir einhverjar vikur. Eins og áður sagði greindist hexa- klórbensen í talsverðu magni í and- rúmsloftinu um síðustu áramót. Efnið hefur verið bannað um langt skeið vegna alvarlegra áhrifa þess FLUGELDAR Hexaklórbensen er þrávirkt eiturefni sem er notað í sumum flugeldum til að magna upp liti. fréttablaðið/pjetur á umhverfið og heilsu manna. Efnið er notað í sumum flugeldum til þess að magna upp liti við sprengingu. Að sögn Hauks kann Umhverfis- stofnun að grípa til einhverra ráð- stafana komi í ljós að efnið leynist í flugeldum hér á landi. Hann segir hins vegar að allir innflytjendur sem Umhverfisstofnun hafi rætt við fyrir þessi áramót hafi fram- vísað staðfestingu frá sínum fram- leiðendum á því að þetta efni væri ekki að finna í þeirra flugeldum í ár. - mþl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.