Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 22
shoðun 31. desember 2011 LflUCARPAGUR Lýðræðið í Sé litið yfir hið pólitíska litróf hér á landi og í nágrannaríkjunum er ekki annað hægt en að fyllast áhyggj- um af stöðu og vegferð lýðræðisins þessa dagana. Tæknikratar hafa verið ráðnir í vinnu sem forsætisráðherrar í stað kjörinna fulltrúa almennings í tveimur löndum og það meira að segja á Italíu, einu af þungavigtarríkjum Evrópusambandsins. Forsætisráðherra sem er ekki lýðræðislega kjörinn er alvarlegt mál. Lýðræðisfyrirkomulagið í mörgum öðrum Evrópulöndum er og á margan hátt brogað og erfitt er fyrir kjósendur að veita kjörnum fulltrúum aðhald og losa sig við stjórnmálamenn sem njóta ekki almenns trausts. Undantekning- ar eru vissulega á þessu eins og í Sviss með sína sterku hefð fyrir almennum atkvæðagreiðslum um alla mögulega hluti og á írlandi þar sem kosningafyrirkomulagið byggir á persónukjöri sem gefur kjósendum vald til að raða sjálfir á framboðslista, en í síðustu kosn- ingum á írlandi var um 80 pró- sentum sitjandi stjórnmálamanna hafnað. í Bandaríkjunum, þar sem for- val flokkanna fyrir forsetakosn- ingarnar á næsta ári er að hefjast, hljómar kosningabarátta repúblikana og frambjóð- endurnir eins og einhvers konar geggj- að leikrit úr öðrum heimi og sumir þeirra miðað við yfirlýsingar eru beinlínis hættu- legir eigin samfélagi og heimsfriði. Þar í landi gerir kosningakerfi með ein- menningskjördæmum það að verkum að stór hluti þjóðarinnar hefur enga fulltrúa á þingi og nánast óheft peningasöfnun hefur leitt til þess að í 96 prósentum tilvika sigrar sá frambjóðandi sem hefur meira fé milli hand- anna. Að vísu eru í ýmsum fylkjum ákvæði um almennar atkvæðagreiðslur að frum- kvæði kjósenda en oft hefur þeim málum verið „stolið" af hagsmunaöflum með mikla fjármuni. Þó vissulega sé vandrataður með- vörn alvegurinn milli tjáningarfrelsis og þessa aflsmunar sem peningar njóta er lýðræðið sjálft víða komið í ógöngur vegna aðgengis peninga að stjórnmálamönnum. Hér á landi búum við að áratuga hefð fyrir einhvers konar meirihlutaræði þess meiri- hluta sem hverju sinni nær saman í ríkis- stjórnársamstarfi og hefð fyrir minnihluta- stjórnum eða samráði við það sem kallað er stjórnarandstaða þekkist varla. Mál eru oft keyrð í gegnum þingið án nægilegrar yfir- ferðar og oft við hávær mótmæli minnihlut- ans og stór hluti af vinnu Alþing- is fer í að leiðrétta eldri lög sem voru á einhvern hátt broguð. Kosningafyrirkomulagið hér á landi með háum lágmarksþrösk- uldi fyrir kjöri og takmörkuðum áhrifum hins almenna kjósanda á uppröðun á framboðslista, aðgengi peninga að stjórnmála- flokkum og stjórnmálamönnum sem og skorti á almennum van- hæfisreglum varðandi tengsl stjórnmálamanna, maka þeirra og fjölskyldu við fjármálaöfl og aðra sérhagsmuni hefur gert það að verkum að stjórnmál á íslandi eru almennt talin spillt. Sé litið yfir farinn veg, aðdrag- anda og eftirleik Hrunsins er ljóst að sú háværa krafa um lýðræðisumbætur sem kom fram er réttmæt. Sú tilfinning að kjörnir fulltrúar misfari með umboð sitt þegar á þing er komið á rétt á sér og það er kominn tími til að almenningur fái þau tól sem til þarf til að veita stjórnmálunum meira aðhald. Hér þarf einungis að benda á nýleg dæmi um kosningaloforð og efndir þeirra og þann sorgaratburð þegar atkvæða- greiðslan um hvort tilteknir ráðherrar Hrunstjórnarinnar skyldu ákærðir og sendir fyrir Landsdóm. Þar brugðust þingmenn algjörlega siðferðilega og gengu einnig þvert gegn öllum almennum hugmyndum um van- hæfi þegar þeir greiddu atkvæði um að vernda félaga sína og vini úr Hrunstjórninni frá eðlilegri málsmeðferð fyrir dómstól. Sú tilfinning að kjörnir fulltrúar misfari með umboð sitt þegar á þing er komið á rétt á sér... ÞÓR SAARI Síðan í kosningunum 2009 hefur Hreyf- ingin í samræmi við stefnuskrána lagt mikla áherslu á lýðræðisumbætur og lagt fram í þrígang frumvarp um þjóðaratkvæða- greiðslur þar sem 10% kjósenda gætu kraf- ist þjóðaratkvæðagreiðslu og þriðjungur þingmanna gæti vísað frumvörpum í þjóðar- atkvæði. Einnig er gert ráð fyrir s.k. Lýð- ræðisstofu sem hefði almennt með skipulag og umgjörð kosninga að gera. Við höfum í tvígang lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka þar sem tekið verður fyrir framlög til flokka og persóna frá fyrirtækjum og nafnlaus fram- lög verða einnig bönnuð. Við tókum einnig virkan þátt í vinnu við frumvörp forsætisráðherra um persónu- kjör sem voru lögð fram 2009 og aftur 2010. Þau stöðvuðust vegna andstöðu innan eigin raða meirihlutans. Að auki höfum við í tvígang lagt fram frumvarp um lýðræði- svæðingu sveitarstjórna með ákvæðum um almennar atkvæðagreiðslur að kröfu íbúa og lagt til fjölgun sveitastjórnarfulltrúa en fjöldi fulltrúa í íslenskum sveitarstjór- FRÉTTABLAÐIB/CVA num er hlutfallslega miklu minni en gerist í allri norðan- og vestanverðri Evrópu. Slíkar fámennar sveitarstjórnir eru ávísun á klíku- myndun, óvönduð vinnubrögð og jafnvel spillingu eins og sjá má á öllum þeim fjölda sveitarfélaga af öllum stærðum sem nú eiga í miklum vandræðum. Því er skemmst frá að segja að ekkert af þessum málum hefur náð í gegn og áhug- inn fyrir þeim hjá öðrum þingmönnum fjór- flokksins er lítill sem enginn. f því samhengi verður fróðlegt að sjá hvernig drögum að nýrri stjórnarskrá reiðir af. Það er því augljóst að langt er í land með nýja umgjörð lýðræðis og stjórnmálaum- hverfis hér á landi en við munum þó halda ótrauð áfram þeirri baráttu að koma þessum málum á dagskrá og halda á lofti þessum grundvallar stefnumálum, sem öðrum, eins lengi og þörf er. Ef það tekst ekki á þessu þingi þá er það einfaldlega spurning um samstöðu fólks og samvinnu fyrir næstu alþingiskosningar. Gleðilegt ár. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. HEFUR ÞU ORÐIÐ VITNI AÐ GÓÐVERKI? ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINCUM TIL SAMFÉLAGS- VERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2012 Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelags- verdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í mars. SAMFELAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS ERU VEITT Í FIMM FLOKKUM. O Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er (tengslum við einn atburð eóa með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. o Frá kynslóð til kynslóðar Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. O Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. o Heiðursverðlaun Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. O Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. u SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.