Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 31. desember 2011 LAUGARDAGUR JÓLASUNDIÐ Einn þátttakenda í árlegu jólasundi I köldu vatni í Berlin á í jóladag. NORDICPHOTOS/AFP Tvö sveitarfélög hækka útsvar milli ára en einungis eitt lækkar það: Útsvarsheimild víðast hvar fullnýtt efnahagsmál Langflest sveitar- félög landsins, 67 af 75, fullnýta útsvarsheimild sína á næsta ári samkvæmt tölum frá fjármála- ráðuneytinu. Fullt útsvar er 14,48 prósent. Meðalútsvarshlutfall sveitarfé- laga verður 14,44 prósent á nýju ári, 0,03 prósentustigum hærra en á síðasta ári, sem skýrist fyrst og fremst af hækkun í Reykjavík úr 14,4 prósentum í 14,48 prósent. Tvö sveitarfélög á landinu eru með útsvarsprósentuna í lægstu leyfilegum mörkum. 12,44 pró- sentum. Það eru Asahreppur og Skorradalshreppur, þar sem útsvarið helst óbreytt milli ára. Álftanes verður með þriggja prósenta álag á hæsta mögulega útsvar, sem nemur 0,43 prósentu- stigum, vegna fjárhagserfiðleika sem sveitarfélagið hefur átt við að etja. Útsvarsprósentan þar verður því 14,91. Tvö sveitarfélög hækka útsvar- ið milli ára, Reykjavíkurborg, sem áður segir, og Grímsnes- og Grafningshreppur, þar sem pró- sentan hækkar úr 13,94 prósent- um í 14,48. Einungis eitt sveitarfélag, Hval- HVERGI LÆGRA Skorradalshreppur er annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem rukka eins lltið útsvar og mögulegt er. fjarðarsveit, lækkar útsvarið frá síðasta ári, úr 14,23 prósentum í 13,64. - sh Actavis markaðssetur nýtt lyf: í samstarf við ástralskt félag IÐNAÐUB Actavis hefur undirrit- að bindandi viljayfirlýsingu við ástralska frumlyfjafyrirtækið QRxPharma Ltd., um markaðs- setningu á verkjalyfinu MoxDuo í Bandaríkjunum. Undirbúningur markaðssetn- ingar hefst þegar í stað. Actavis ráðgerir að MoxDuo verði aðalverkjalyf félagsins í Bandaríkjunum. Talið er að markaðurinn fyrir lyf við bráðaverkjum í Banda- ríkjunum velti um 2,5 milljörðum dala á ári. - shá Styrkir nema aflaverðmæti þrettán aðildarríkja: Styrlcir ESB á við telcjur ríkissjóðs Grikkirog Italirá flótta: Evrópubúar flýja kreppuna til Danmerkur danmÖBK Aukinn fjöldi Grikkja, Itala og annarra frá löndum þar sem efnahagslífið er í rúst streymir nú til Danmerkur til þess að stunda nám eða til þess að vinna. Það eru einkum Grikkir sem freista gæfunnar í norðri og á fyrstu níu mánuðum þessa árs fengu til dæmis 264 Grikkir dvalarleyfi í Danmörku á móti 135 árið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráðum Dana í Róm, Madríd, Lissabon og Dublin spyrja sífellt fleiri um mögu- leikana á búsetu í Skandinavíu. Aukinn straumur innflytjenda er einnig til Þýskalands frá öðrum Evrópusambandslöndum. - ibs sjávabútvegur Evrópusamband- ið styrkti sjávarútveg aðildarríkja sambandsins um 530 milljarða íslenskra króna árið 2009. Slíkar niðurgreiðslur eru hvergi hærri en í ESB, Japan og Kína og eru áþekk og tekjur íslenska ríkisins árið 2011. Á SJÓ Sjávarútvegur ESB-rlkjanna er niðurgreiddur um hundruð milljarða á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sam- takanna Oceana sem kynnt var fyrir nokkru og er greint frá í sjáv- arútvegsblaðinu Fiskaren fyrr í þessum mánuði. f umræddri skýrslu Oceana kemur fram að þrettán aðildarríki ESB fengu árið 2009 niðurgreiðslur sem námu hærri upphæð en nam aflaverðmæti viðkomandi ríkja. Niðurgreiðslurnar eru meðal ann- ars til endurnýjunar skipa og niður- greiðslu á olíu. Ríflega 40 prósent styrkja ESB runnu til fyrirtækja á Spáni, í Frakklandi og Danmörku. Samkvæmt skýrslunni er fisk- veiðifloti ESB-landanna allt of stór. Meirihluti fiskistofna innan lögsögu ríkjanna er ofveiddur og mikið tap er á atvinnugreininni. - shá Rauði kross (slands auglýsir eftir ábendingum um einstakling sem hefuráárinu2011 bjargað mannslífi með réttum viðbrögðum í skyndihjálp. STUÐNINGSMENN SÝNA SIG Stuðningsmenn Bashars Al Assad forseta streymdu einnig út á götur höfuðborgarinnar Damaskus í gær. fréttabubið/ap Fjölmenntu til mótmæla Koma erlendra eftirlitsmanna til Sýrlands hefur hleypt auknum krafti í mótmælendur, sem flykkt- ust þúsundum saman út á götur víða um land. Víða brutust út átök við stjórnarherinn og tugir létu lífið. Sýrlanp Átök brutust út í Sýrlandi í gær þegar landsmenn streymdu út á götur til að mótmæla að lokn- um föstudagsbænum. Alls er talið að fjöldi mótmælenda í landinu hafi numið hundruð þúsunda. Stjórnarandstæðingar höfðu einsett sér að efna til öflugra mót- mæla til að eftirlitsmenn Araba- bandalagsins gætu orðið vitni að aðgerðum sýrlenska stjórnarhers- ins gegn mótmælendum. Sem fyrr kröfðust þeir afsagnar stjórnar- innar og Bashar al Assad forseta. Viðbrögð stjórnarhersins létu heldur ekki á sér standa, þrátt fyrir erlenda eftirlitið. Víða brut- ust út átök og létust að minnsta kosti nærri tuttugu manns. Vitni segja að stjórnarherinn hafi óspart skotið á mannfjöldann. Hersveitir liðhlaupa úr sýr- lenska hernum, sem kalla sig Frjálsa sýrlenska herinn, höfðu hins vegar ákveðið að gera engar árásir á fyrrverandi félaga sína þennan dag. „Við hættum til að sýna arabísk- um bræðrum okkar virðingu, til að sanna að það eru engin vopnuð glæpagengi í Sýrlandi og til þess að eftirlitsmennirnir geti komist hvert sem þeir vilja,“ sagði Riad al-Assad, leiðtogi liðhlaupahersins. Tugir eftirlitsmanna frá Araba- bandalaginu komu til landsins í byrjun vikunnar til þess að fylgj- ast með aðgerðum hersins, kanna hvað hæft væri í ásökunum um ofbeldisaðgerðir hans og hugsan- lega í von um að hann héldi aftur af sér. Stjórnarandstæðingar í Sýr- landi krefjast þess reyndar að súdanski herforinginn Muhamed Ahmed Mustafa al-Dabi, formaður eftirlitsnefndarinnar, verði látinn víkja. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna einnig að al-Dabi hafi verið gerður að for- manni eftirlitsnefndarinnar, þar sem hann sé háttsettur embætt- ismaður súdönsku stjórnarinnar, sem gerst hefur sek um fjölmörg mannréttindabrot. „Ákvorðun Arababandalagsins um að gera að yfirmanni eftirlits- nefndar súdanskan herforingja, sem hefur verið í embætti meðan alvarleg mannréttindabrot hafa verið framin í Súdan, getur grafið undan því starfi sem bandalagið hefur unnið til þessa og dregur verulega úr trúverðugleika eftir- litsstarfsins,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. gudsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.