Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 20
shoðun 31. desember 2011 LAUCARDACUR Sterk staða Islands Arsins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssvið- inu hafa hrannast upp óveð- ursský og fátt bendir til ann- ars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vax- andi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði fram- tíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni. Fyrir ísland, sem og heims- byggðina alla, eru þetta alvar- legir atburðir, en það vill gleymast að Evrópa er lang mikilvægasti markaðurinn fyrir útflutningsafurðir okkar. Vandi margra þjóða í Evrópu og fremur dauflegar horfur sýnir að það er hægara sagt en gert að sigrast á djúpstæðum efnahagserfiðleikum, hvað þá hruni eins og hér varð í októ- ber 2008. Á heimsvísu var árið 2011 ár bæði vona og vonbrigða. Vonir um aukið lýðræði og mann- eskjulegra stjórnarfar vökn- uðu í nokkrum löndum araba- heimsins, en í baráttunni við loftslagsbreytingar tókst með naumindum að afstýra algerri ...... uppgjöf. Fjölmiðlar fluttu sinn venjulega skammt af fréttum um átök, hungur og náttúruhamfarir í bland við glansmynda- og hneykslismál ríka og fræga fólksins. Hvernig hinum venju- legu meðal Jónum og Gunnum heimsins vegnar er erfiðara að segja. Svo mikið er víst að sameiginlega bíða mannkynsins gríðarleg úrlausnarefni og tíminn til að takast á við þau gengur hratt til þurrðar. Á nýju ári verður for- gangsverkefni að ná niður atvinnuleysi. Atvinnuvega- fjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins hefur vaxið um 13% frá fyrra ári. Út úr kreppunni Ef við lítum okkur nær og reynum að svara spurningunni; hvernig stendur ísland að vígi undir lok árs 2011, þá er svarið í mínum huga nokkuð ljóst. íslandi hefur tekist það sem í mörgum öðrum Evrópulöndum ríkir tvísýna um, þ.e. að ná tökum á erfiðleikum sínum með trúverðugum hætti. Og árangur íslands er enn marljverðari í ljósi þess að hrunið á íslandi var það umfangsmesta í álf- unni, því um var að ræða allt í senn: banka- hrun, gjaldmiðla- og skuldakreppu. Landið og stjórnvöld höfðu glatað öllum trúverðugleika sínum og hávær umræða var um að ekkert annað en þjóðargjaldþrot biði íslendinga. Munurinn á stöðu landsins þá og nú er sláandi eins og fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar hafa bent á, m.a. á ráðstefnu fyrr í vetur um lærdóma íslands af hruninu. Á næsta ári stefnir í að afgangur á venjubundnum rekstri ríkisins, svonefndur frumjöfnuður, verði upp á 40 mia. kr. sem þýðir að ríkis- sjóður getur farið að grynnka á þeim ógnarskuldum sem hann tók á sig við hrunið. Þannig mun skuldastaða ríkissjóðs fara lækkandi á næstu árum. Lífskjarasóknin hafin Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum þessa árs var sterk- ari en nokkur þorði að vona eða .......... vöxtur upp á 3,7%. Með auknum krafti í efnahagslífinu og tíma- mótasamningum á vinnumarkaði síðast- liðið sumar hefur staða almennings rést við þegar er litið er til launaþróunar. Kaupmátt- ur launa hefur vaxið um 3,7% undanfarna tólf mánuði samkvæmt tölum Hagstofunn- ar en vísitala kaupmáttar launa var 111,2 í nóvember sem er svipað og hún var um áramótin 2004-2005. Á þeim 31 mánuði sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Vinstrihreyf- STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ingarinnar - græns framboðs og Samfylk- ingarinnar tók við völdum hefur kaupmáttur launa aukist um 3,3%. í fyrsta sinn um langt árabil fara nú skuldir heimilanna lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Það ásamt fjárhagslegri endurskipulagn- ingu þúsunda fyrirtækja leggur grunn að áframhaldandi og frekari efnahagsbata. Undirstöður og innviðir íslensks þjóðarbú- skapar eru þrátt fyrir allt sem hér gerðist sterkar. Við erum ríkulega búin af auðlind- um sem á komandi áratugum geta orðið upp- spretta velsældar ef rétt er á málum haldið í heimi þar sem fæða þarf sífellt fleiri munna og endurnýjanleg orka verður gulli betri. Forgangsmál að draga úr atvinnuleysi Á nýju ári verður forgangsverkefni að ná niður atvinnuleysi. Atvinnuvegafjárfesting FRÉTTABLAÐIÐ/GVA á fyrstu þremu'r fjórðungum ársins hefur vaxið um 13% frá fyrra ári. Og það sem mikilvægast er, í hagkerfinu eru nú farin að skapast störf aftur. Síðan atvinnuleysið náði hámarki sínu á síðasta ári hafa orðið til 5.000 ný störf og til viðbótar því hafa fjölmörg vinnumarkaðsúrræði verið sett í gang til að aðstoða fólk af atvinnuleysisskrá. Þannig hefur náðst markverður árangur í baráttunni við atvinnuleysið þó það sé vissu- lega enn okkar mesta böl ásamt með erfiðri skuldastöðu margra heimila. Með batnandi efnahag vonum við að sú staða breytist jafn- framt til hins betra. Ég þakka Fréttablaðinu og lesendum þess samfylgdina á árinu og óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra ogformaður VG. Árið 2012 verður að nýta vel lð lestur áramótagreina undanfarinna ára blas- ir við hversu ótrúlega mikil stöðnun hefur ríkt á íslandi frá því að ríkis- stjórn Alþýðubandalagsins tók við völdum. Það er þó mikilvægt að hafa hug- fast að enn sem fyrr búa íslending- ar að meiri tækifærum en flestar aðrar þjóðir og með skynsamlegri stefnu má fljótt nýta þau tækifæri hratt og vel þjóðinni til heilla. Vegið að grunnstoðunum Það er verulegt áhyggjuefni að á sama tíma hefur verið vegið að helstu grunnstoðum samfélagsins og hvert tækifæri nýtt til að ala á sundrungu og tortryggni í stað þess að nýta það sem sameinar þjóðina sem grundvöll til að byggja á, en sá grund- völlur hefur verið óvenju sterkur á íslandi. Það er vitanlega auð- veldara að ala á sundr- ungu og ósætti þegar illa gengur efnahagslega og fólk skynjar að jafnræði sé ekki tryggt í samfé- laginu. Almennt eru íslend- ingar tilbúnir til að leggj- ast saman á árarnar og byggja upp af krafti ef þeim eru veitt tækifæri til þess. Þess vegna er það hlutverk stjórnvalda að ryðja hindrunum úr vegi og tryggja að eitt sé látið yfir alla ganga. Þegar stjórnvöld á hinn bóginn skilgreina sig sem byltingarstjórn, viðhalda tortryggni og gera hvert mál að deilumáli til að réttlæta öfgastefnu er ekki von um árangur. Á undanförnum árum hefur verið vegið að öllum grundvallarreglum réttarríkisins. I stað rökræðu um Stjórnvöld þurfa að tryggja rétt- læti í samfé- laginu, bæta það tjón sem varð eins og kostur er... pólitíska stefnu einkennist stjórn- málaumræða af því að koma höggi á einstaklinga og flokka með ímynd- arhernaði þar sem oft er býsna langt seilst. Aðeins ein skoðun leyfð Sífellt ber meira á ofríki „pólitísks rétttrúnaðar“ þar sem aðeins ein skoðun er leyfileg og þeir sem voga sér að efast sæta árásum úr mörg- um áttum samtímis. Frjálslyndi á því mjög á brattann að sækja en „réttsýnir byltingarmenn“ fara hamförum og telja sér heimilt að beita öllum brögðum með vísan til „ástandsins" og vegna þess að „hér varð hrun“. Fara þeir jafnvel fremstir í flokki við sem áður voru hvað ákafast- ir stuðningsmenn fyrir- komulagsins sem hrundi. Slíkt gerist oft í sam- félögum þegar harðn- ar á dalnum. En það þyrfti ekki að vera hart á dalnum. Tilhneiging öfgaafla til að nýta sér ástandið heldur aftur af þeim framförum sem við blasa ef skynsemin fær að ráða. Tækifæri íslands eru gríðarleg ef vel er á haldið en ógnirn- ar eru líka miklar. Árið 2012 verður róstusamt, ........ ekki hváð síst í Evrópu þar sem við blasir efna- hagshrun og heimssögu- legar breytingar. fslensk stjórnmál og samfélagið allt verða því strax að ná sér upp úr tíðaranda hrunsins og hefja framsókn. Stjórnvöld þurfa að tryggja réttlæti í samfélaginu, bæta það tjón sem varð eins og kostur er og skapa framtíðarsýn. Tækifærin Mikill áhugi hefur verið á því að fjárfesta á íslandi undanfarin ár staðsetningar landsins á norðurslóð- um og sýna íslandi mikinn áhuga fyrir vikið. Þær auðlindir sem mestur skort- ur er á í heiminum eru helstu auð- lindir íslendinga. Vatnsskortur er t.d. orðið slíkt vandamál sums stað- ar í Bandaríkjunum að komið hefur verið á fót sérstakri vatnslögreglu sem fylgist með því að vatni sé ekki sóað og sektar brotamenn. Borgir sem hafa gnægð hreins vatns aug- lýsa það sérstaklega og laða þannig að fjárfestingu. ísland hefur álíka mikið af hreinu nýtanlegu vatni og Frakkland og Þýskaland og meira að segja töluvert meira en vatna- landið Finnland. Fyrir fáeinum vikum voru birt- ar stórmerkilegar niðurstöður olíu- og gasrannsókna við Jan Mayen og á Drekasvæðinu. Þær vöktu meiri athygli í Noregi en á íslandi enda þótt Norðmenn ráði þegar yfir gríðarlegum olíu- og gasauðlind- fréttablaðið/gva um. Niðurstöðurnar bentu til þess að verulegar líkur væru á að mikl- ar vinnanlegar auðlindir væru á svæðum sem tilheyra íslendingum að meira eða minna leyti. Hefjum sóknina á nýju ári Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um hvers vegna íslendingar hafa fulla ástæðu til að vera bjart- sýnir á framtíð landsins. Verði ráðist í löngu tímabærar úrbætur í skuldamálum og tekin upp rökrétt skynsemisstefna við stjórn landsins geta fslendingar staðið af sér þann efnahagslega jarðskjálfta sem á upptök í Evrópu, og mun skekja heiminn á komandi misserum, og byggt hér upp fyrir- myndarsamfélag raunverulegrar velferðar fyrir alla. Ég óska landsmönnum öllum vel- farnaðar á nýju ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. SIGMUNDUR DAVfÐ GUNNLAUGSSON enda aðstæður hér á margan hátt hagstæðar, sterkir innviðir, öryggi, hreint umhverfi, nægt hæft vinnu- afl, umhverfisvæn orka, lágt skráð- ur gjaldmiðill, fríverslunarsamn- ingar við lönd um allan heim og svo mætti lengi telja. Án endalausra pólitískra hindrana væri búið að bæta kjör og skapa þúsundir starfa á íslandi. Enn má þó nýta kosti íslands til að byggja upp atvinnu þótt aðstæður verði erfiðari með tímanum vegna þróunarinnar í Evrópu. í þessu sam- bandi er staðsetning landsins allt í einu að verða mikill kostur frekar en galli. Siglingarleiðir yfir norð- urskautið eru að opnast hraðar en nokkurn grunaði fyrir fáum árum. Áður en langt um líður gæti ísland verið í miðpunkti mestu vöruflutn- ingaleiða heims. Það myndi skapa meiri tækifæri en hægt er að rekja í stuttum pistli. Erlend ríki hafa þegar gert sér grein fyrir mikilvægi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.