Fréttablaðið - 31.12.2011, Side 10

Fréttablaðið - 31.12.2011, Side 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 31. desember 2011 LAUGARDAGUR JÓLASUNDIÐ Einn þátttakenda í árlegu jólasundi I köldu vatni í Berlin á í jóladag. NORDICPHOTOS/AFP Tvö sveitarfélög hækka útsvar milli ára en einungis eitt lækkar það: Útsvarsheimild víðast hvar fullnýtt efnahagsmál Langflest sveitar- félög landsins, 67 af 75, fullnýta útsvarsheimild sína á næsta ári samkvæmt tölum frá fjármála- ráðuneytinu. Fullt útsvar er 14,48 prósent. Meðalútsvarshlutfall sveitarfé- laga verður 14,44 prósent á nýju ári, 0,03 prósentustigum hærra en á síðasta ári, sem skýrist fyrst og fremst af hækkun í Reykjavík úr 14,4 prósentum í 14,48 prósent. Tvö sveitarfélög á landinu eru með útsvarsprósentuna í lægstu leyfilegum mörkum. 12,44 pró- sentum. Það eru Asahreppur og Skorradalshreppur, þar sem útsvarið helst óbreytt milli ára. Álftanes verður með þriggja prósenta álag á hæsta mögulega útsvar, sem nemur 0,43 prósentu- stigum, vegna fjárhagserfiðleika sem sveitarfélagið hefur átt við að etja. Útsvarsprósentan þar verður því 14,91. Tvö sveitarfélög hækka útsvar- ið milli ára, Reykjavíkurborg, sem áður segir, og Grímsnes- og Grafningshreppur, þar sem pró- sentan hækkar úr 13,94 prósent- um í 14,48. Einungis eitt sveitarfélag, Hval- HVERGI LÆGRA Skorradalshreppur er annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem rukka eins lltið útsvar og mögulegt er. fjarðarsveit, lækkar útsvarið frá síðasta ári, úr 14,23 prósentum í 13,64. - sh Actavis markaðssetur nýtt lyf: í samstarf við ástralskt félag IÐNAÐUB Actavis hefur undirrit- að bindandi viljayfirlýsingu við ástralska frumlyfjafyrirtækið QRxPharma Ltd., um markaðs- setningu á verkjalyfinu MoxDuo í Bandaríkjunum. Undirbúningur markaðssetn- ingar hefst þegar í stað. Actavis ráðgerir að MoxDuo verði aðalverkjalyf félagsins í Bandaríkjunum. Talið er að markaðurinn fyrir lyf við bráðaverkjum í Banda- ríkjunum velti um 2,5 milljörðum dala á ári. - shá Styrkir nema aflaverðmæti þrettán aðildarríkja: Styrlcir ESB á við telcjur ríkissjóðs Grikkirog Italirá flótta: Evrópubúar flýja kreppuna til Danmerkur danmÖBK Aukinn fjöldi Grikkja, Itala og annarra frá löndum þar sem efnahagslífið er í rúst streymir nú til Danmerkur til þess að stunda nám eða til þess að vinna. Það eru einkum Grikkir sem freista gæfunnar í norðri og á fyrstu níu mánuðum þessa árs fengu til dæmis 264 Grikkir dvalarleyfi í Danmörku á móti 135 árið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráðum Dana í Róm, Madríd, Lissabon og Dublin spyrja sífellt fleiri um mögu- leikana á búsetu í Skandinavíu. Aukinn straumur innflytjenda er einnig til Þýskalands frá öðrum Evrópusambandslöndum. - ibs sjávabútvegur Evrópusamband- ið styrkti sjávarútveg aðildarríkja sambandsins um 530 milljarða íslenskra króna árið 2009. Slíkar niðurgreiðslur eru hvergi hærri en í ESB, Japan og Kína og eru áþekk og tekjur íslenska ríkisins árið 2011. Á SJÓ Sjávarútvegur ESB-rlkjanna er niðurgreiddur um hundruð milljarða á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sam- takanna Oceana sem kynnt var fyrir nokkru og er greint frá í sjáv- arútvegsblaðinu Fiskaren fyrr í þessum mánuði. f umræddri skýrslu Oceana kemur fram að þrettán aðildarríki ESB fengu árið 2009 niðurgreiðslur sem námu hærri upphæð en nam aflaverðmæti viðkomandi ríkja. Niðurgreiðslurnar eru meðal ann- ars til endurnýjunar skipa og niður- greiðslu á olíu. Ríflega 40 prósent styrkja ESB runnu til fyrirtækja á Spáni, í Frakklandi og Danmörku. Samkvæmt skýrslunni er fisk- veiðifloti ESB-landanna allt of stór. Meirihluti fiskistofna innan lögsögu ríkjanna er ofveiddur og mikið tap er á atvinnugreininni. - shá Rauði kross (slands auglýsir eftir ábendingum um einstakling sem hefuráárinu2011 bjargað mannslífi með réttum viðbrögðum í skyndihjálp. STUÐNINGSMENN SÝNA SIG Stuðningsmenn Bashars Al Assad forseta streymdu einnig út á götur höfuðborgarinnar Damaskus í gær. fréttabubið/ap Fjölmenntu til mótmæla Koma erlendra eftirlitsmanna til Sýrlands hefur hleypt auknum krafti í mótmælendur, sem flykkt- ust þúsundum saman út á götur víða um land. Víða brutust út átök við stjórnarherinn og tugir létu lífið. Sýrlanp Átök brutust út í Sýrlandi í gær þegar landsmenn streymdu út á götur til að mótmæla að lokn- um föstudagsbænum. Alls er talið að fjöldi mótmælenda í landinu hafi numið hundruð þúsunda. Stjórnarandstæðingar höfðu einsett sér að efna til öflugra mót- mæla til að eftirlitsmenn Araba- bandalagsins gætu orðið vitni að aðgerðum sýrlenska stjórnarhers- ins gegn mótmælendum. Sem fyrr kröfðust þeir afsagnar stjórnar- innar og Bashar al Assad forseta. Viðbrögð stjórnarhersins létu heldur ekki á sér standa, þrátt fyrir erlenda eftirlitið. Víða brut- ust út átök og létust að minnsta kosti nærri tuttugu manns. Vitni segja að stjórnarherinn hafi óspart skotið á mannfjöldann. Hersveitir liðhlaupa úr sýr- lenska hernum, sem kalla sig Frjálsa sýrlenska herinn, höfðu hins vegar ákveðið að gera engar árásir á fyrrverandi félaga sína þennan dag. „Við hættum til að sýna arabísk- um bræðrum okkar virðingu, til að sanna að það eru engin vopnuð glæpagengi í Sýrlandi og til þess að eftirlitsmennirnir geti komist hvert sem þeir vilja,“ sagði Riad al-Assad, leiðtogi liðhlaupahersins. Tugir eftirlitsmanna frá Araba- bandalaginu komu til landsins í byrjun vikunnar til þess að fylgj- ast með aðgerðum hersins, kanna hvað hæft væri í ásökunum um ofbeldisaðgerðir hans og hugsan- lega í von um að hann héldi aftur af sér. Stjórnarandstæðingar í Sýr- landi krefjast þess reyndar að súdanski herforinginn Muhamed Ahmed Mustafa al-Dabi, formaður eftirlitsnefndarinnar, verði látinn víkja. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna einnig að al-Dabi hafi verið gerður að for- manni eftirlitsnefndarinnar, þar sem hann sé háttsettur embætt- ismaður súdönsku stjórnarinnar, sem gerst hefur sek um fjölmörg mannréttindabrot. „Ákvorðun Arababandalagsins um að gera að yfirmanni eftirlits- nefndar súdanskan herforingja, sem hefur verið í embætti meðan alvarleg mannréttindabrot hafa verið framin í Súdan, getur grafið undan því starfi sem bandalagið hefur unnið til þessa og dregur verulega úr trúverðugleika eftir- litsstarfsins,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. gudsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.