Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 15
ar á þessum torræðu truflunum. Það var nefnilega enginn svo djarfur að láta sér detta í hug. að þær gætu átt rót sína að rekja til loftbylgn- anna, sem liðu meðfram yfirborði jarðar í allar áttir frá sprengistað vígahnattar. Sama dag skráðu einn- ig jarðskjálftamælarnir um allan heim dálítinn jarðskjálfta, sem átti upptök sín í Mið-Siberíu. í MARZ 1927 ferðaðist rússneski jarðfræðingurinn Kulik með leið- angur til hinna eyðilögðu Tungusa- tjaldbúða. Eftir mikla örðugleika komst Kulik á staðinn, þar sem vígahnötturinn hafði komið niður, 65 km. í norð-norðaustur frá Van- ovara, 30 km. norðvestan við Tung- usatjaldbúðirnar. Skýrsla hans lýs- ir átakanlega umfangi þessara nátt- úruhamfara. Hinn mikli síberíski frumskógur var rifinn upp með rót- um og hafði brunnið allt að 15 km. út frá sprengjustaðnum. Fyrir utan brunasvæðið hafði loftbylgjan feykt trjánum um koll og allar trjákrón- urnar sneru i suðausturátt. Þetta svæði náði hvorki meira né minna en 60 km. út frá miðdepli bruna- svæðisins. Mönnum hefur talizt svo til, að á 8000 ferkílómetra svæði hafi 80 milljónir trjáa fokið um koll. Sjálfan sprengistaðinn gat Ku- lik ákvarðað af stefnu hinna föllnu trjáa. Hann var í gígmynduðu dal- verpi, þar sem jarðvegurinn var tættur upp og myndast höfðu marg- ar tjarnir, sem voru um 50 metrar • HÉIMILISRITIÐ að þvermáli og 4—6 metrar á dýpt Hann fann engan jafnglöggan viga- hnattargíg, eins og þann, sem þekkt- ur er frá Arizona. Árið 1928—30 fór Kulik aftur á staðinn, sumpart til þess að taka myndir af hinum föllnu trjám og sumpart til þess að grafa út eina af hinum gígmynduðu tjörnum. Þar fann hann vott af járni, nikkel og kísilsýru, en stóra járnmola fann hann þó enga. Boruninni var hætt, þegar komið var 30 metra í jörð nið- ur. Þar eð vígahnötturinn hefur sennilega gufað upp við hinn gífur- lega hita, sem sprengingin olli, er mjög lítil von um að hægt sé að finna nokkrar teljandi leifar af hon- um. Hinir innbornu Tungusar full- yrtu þó, að þeir hefðu fundið stóra mola úr hreinu járni, skömmu eftir að „guðinn Agdy (eldguðinn) kom niður af himnum til þess að refsa hinum vondu“. Ýmsar tölur eru til yfir þá orku, sem vígahnötturinn átti yfir að ráða, þegar hann kom niður. Hér skal það tekið til dæmis, að höggið sem jörð- in varð fvrir vjð áreksturinn, hefði nægt til þess að slöngva milljón tonnum 20 km. upp í loftið. Við jarðarbúar getum þakkað okk ar sæla, að slíkur geysivígahnöttur skyldi hafa fallið á óbyggðan stað. Hvílíku feiknatjóni hefði hann ekki valdið, ef hann hefði fallið niður í stórborg, svo sem París eða Lpndon! En sem betur fer eru mjög litlar líkur á því að jörðin eigi eftir að rekast á nýjan vígahnött. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.