Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 56
bc-ta fyrir fallega og umkomu-
lausa stúlku. Hversvegna þóttist
hún sjálf ekki hafa komið þang-
að um kvöldið ? Og hversvegna
lézt hún ekki kannast við Jolette?
Vera kynni að Irma héldi hlífi-
skildi yfir Jolette af einsærri
góðvild, þrátt fyrir það að Ashley
bæri henni ekki sérlega gott orð.
,,Og athugið það“, hélt Jolette
áfram ,,að Brown veit, að Irma
var í sumarhúsinu sama kvöldið
og ég var þar. Hann stóð á hleri
daginn sem ég var að tala við
Irmu um væntanlegt leikhlutverk“
„Gerðu nú eitt fyrir mig“,
sagði Jim. „Segðu mér frá öllu
sem gerðist þetta örlagaríka kvöld
í sumarhúsinu. Rifjaðu upp hvert
einasta smáatriði, því að jafnvel
hið smávægilegasta getur haft
mikla þýðingu. Þú segir að Irma
hafi komið vel fram við þig“.
„Já, að sumu leyti, en þó er
hún mjög kuldaleg og hefur gefið
rnér fyllilega í skyn, að hún muni
ekkert eiga á hættu ef kviksögur
fara að ganga um, að Downing
hafi verið myrtur. Hún hótar að
segja þá frá sambandi okkar
Downings. Nei, í guðsbænum mis-
skildu mig ekki. Ég hef
aldrei farið heim með Downing
nema í þetta eina skipti og þá
aðeins af því að hann lofaði mér
að útvega mér leikhlutverk. Ég
var peningalaus og alveg örvingl-
uð. Ég hélt — nei, ég veit alls
ekki hvað ég hef hugsað. En þeg-
ar hann snerti mig fann ég að
ég kysi heldur að deyja, en — !‘
„Ég skil, ég skil“, sagði Jim.
„Þú þarft ekki að lýsa þvi fyrir
mér hvérnig þú ert. En mig
langar til þess að heyra nánar
um frú Dowfting og Brown. Svo
að Irma hefur lofað þér hlut-
verki í kvikmynd sinni. En hún
hefur um leið tilkynnt þér, að
þú mættir ekki biðja um að-
stoð hennar framvegis“.
„Já, og ekki þinnar heldur“.
„Sagði hún það?“
„Já“.
„Og álíturðu að Brown hafi
heyrt það?“
„Já“.
Jim reyndi að gera sér í hug-
arlund, hvaða afleiðingar það
hefði haft. Og hann komst að
þeirri niðurstöðu, að Brown hefði
rennt grun í ástir þeirra Jolette.
Svo þegar honum hefur verið það
ljóst, hefur hann ætlað að slá
tvær flugur í einu höggi og kúga
fé út úr þeim báðum. En honum
skyldi ekki verða kápan úr því
klæðinu.
„Hafðu nú engar áhyggjur
út af þessu, hjartað mitt“, sagði
Jim kankvíslega. „Það getur eng-
inn gert þér hið minnsta, því
að það þorir enginn að stíga
næsta sporið. Að minnsta kosti
lætur Irma ekki á sér bæra. Og
ég held að ég geti séð um þennan
Brown. En þó svo væri, að Down-
ing hefði ekki dáið úr hjarta-
slagi, heldur hafi byltan orsakað
dauða hans, þá er ekki hasgt að
áfellast þig um neitt. Þú hrint-
54
HEIMILISRITIÐ