Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 18
jireyttist aldrei á því að setja út á Angus og s-törf hennar -— hann gerði sér far um að finna vanrækslu í starfi hennar — lagði gildrur fyrir hana og striddi henni. En hún lét engan bilbug á sér finna. Og það eitt espaði hann líka .... en það sem honum þótti þó verst, var hversu samvizku- söm og dugleg hún var við störf sín. Þegar hann tók eftir hand- brögðum hennar, varð hann ó- sjálfrátt að dázt að henni, en hann þvingaði sig til þess að láta það ekki í ljós, því að hann einsetti sér að lítillækka hana. Önnur orsök andúðar hans á henni, var sú, hversu vinsæl hún varð. Hún aflaði sér ekki ein- ungis vina á sjúkrahúsinu, held- ur einnig í bænum. Hún * varð boðin og velkomin til allra, sem henni kynntu&t. Hann sagði við sjálfan sig, að ástæðan væri einungis sú, að hún væri dóttir milljónamærjngs .... en hann vissi að raunin var önn- ur. EINU sinni þegar hún kom úr sunnudagsheimsókn frá for- eldrum sínum, sagði hann kulda- lega: „Hvers vegna eruð þér ekki kyrrar heima. Þér eruð hérna bara til þess að leika hjúkrunar- konu“. „Er ég að því?“ ,,Já, og það vitið þér! Mill- jónaerfinginn niðurlægir sig til þess að sinna náðarverkhm! Fyr- irtalcs hlutverk! Þetta er allt uppgerð! Það þarf hugrekki og þrautsegju, til þess að verða góð hjúkrunárkona“. ,,Já, einmitt“, sagði hún og gekk í burtu. HONUM fannst beinlínis eins og létt væri af sér þungu fargi þegar hún tók við nætur- hjúkrun um nokkurn tíma. Á meðan bjóst hann að sjálfsögðu við því að leiðir þeirra myndu ekki liggja oftar saman. En forlögin vildu samt haga því á annan hátt. Hislop iðkaði tennis af kappi og var ágætur. í þeirri íþrótt. Hann var vanur að taka þátt í hinum árlega kappleik, sem tennisklúbburinn stofjiaði til. Þetta sumar átti meðal annars að keppa um forkunnarfagran farandbikar, sem klúbburinn hafði látið smíða handa sigur- vegurum í „mixed double“ — það er að segja kvenmanni og karlmanni og skyldi hvert par valið saman með hlutkesti. Því skal ekki neitað að Hislop hafði nærri' því fengið taugaáfall, þeg- ar hann komst að raun um, að samherji hans á mótinu átti að vera Peggy Angus. „Til hamingju!“ lirópaði einn af félögum hans. „Þama varstu i sannleika sagt heppinn!“ „Ég hafði ekki hugmynd um, að hún væri meðlimur í klúbbn- um“, sagði Hislop. 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.