Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 26
„Allt annað en hvað?“
„Eigum við ekki að ganga inn 'og
fá okkur einn cokctail“, sagði hann.
„Mig langar í eitthvað sem getur
læknað áhyggjur“.
Áhugi hennar á þessum unga
manni jókst. Hún hafði grun um að
hann lægi á einhverju leyndarmáli.
Ef til vill átti hann við þungbæra
sorg að stríða. En henni var orðið
svo umhugað um hann, að hún ætl-
aði sér að gera allt, sem hún gæti,
til þess að fá að vita yfir hverju
hann byggi og það áður en þau
næðu höfn.
Nokkuð gestkvæmt var í barnum.
„Halló, Bobby Lee!“ var hrópað
rámri röddu.
„Gott kvöld, Bishop", svaraði Lee
hóglátlega.
„Þjónn! komið þér með whisky
handa Bobby Lee!“ hrópaði Bishop,
sem var feitur og kubbslegur með
fagurrauðan skalla og andlit.
Lee bað um tvo Manhattan, án
þess að virða þann feita frekara við-
lits.
„Heyrið þér mig Lee!“ sagði Bis-
hop og dró pappirsræmu upp úr
vasa sínum. „Þér hafið víst lesið
símskeytið, sem nýlega er komið frá
„Zeelandia?" Það er svona: „Kom-
um klukkan ellefu stundvislega" —
Það eru góðar fréttir fyrir yður, ha!
Yðar farmur nær höfn klukkan ell-
efu. En minn kemst líka, því má
treysta! Eg var að enda við að tala
við skipstjórann — og hann segir,
að við komum til New York í síð-
asta lagi tíu mínútur f.vrir tólf. —
Skál Lee!“
Bob Lee drakk út úr glasi sínu.
Andlitsdrættir hans voru skýrari
en fyrr.
„Getið þér ekki anzað, þegar þér
eruð ávarpaður?" sagði sá feiti.
„Hvers vegna eruð þér með æsing.
Bishop?“ sagði Lee stuttur í spuna.
..Athugið að það eru konur nær-
staddar".
Bishop varð enn rauðari í fram-
Félagar hans reyndu að sefa hann.
„Nei, látið þið mig vera!“ hrópaði
hann. „Þessi snáði ætlar að hefja
samkeppni við mig. — Samkeppni!
En honum skal ekki takast að selja
nokkurn skapaðan hlut. Það ábyrg-
ist ég, þó að ég þurfi að leggja tíu
þúsund dollara á borðið hjá skip-
stjóranum, svo að hann láti kvnda
undir kötlunum þar til þeir springa
þá skal það takast!“
„Já, já“, sagði einn af félögum
Bishops og gekk til Lee.
„Verið þér ekki lengur hérna.
Hann hefur drukkið meira en hann
hefur gott af“.
„Viljið þér gjöra svo vel og leiða
mig út?“ sagði Dorothy. Hann hik-
aði en tók svo undir arm hennar og
leiddi hana út á þilfar. Þau gengu
góða stund um þilfarið steinþegj-
andi.
„Jæja“, sagði Dorothy loks: „Seg-
ið þér mér nánar frá þessari sögu“.
„Það er ekki löng eða merkileg
saga“, svaraði hann þunglyndislega.
„Eg er verzlunarmaður og hef ný-
lega stofnað sjálfstætt fyrirtæki.
„Zeelandia" hefur vörur frá mér inn-
anborðs. Þetta er í fyrsta sinn, sem
24
HEIMILISRITIÐ