Heimilisritið - 01.08.1943, Side 18

Heimilisritið - 01.08.1943, Side 18
jireyttist aldrei á því að setja út á Angus og s-törf hennar -— hann gerði sér far um að finna vanrækslu í starfi hennar — lagði gildrur fyrir hana og striddi henni. En hún lét engan bilbug á sér finna. Og það eitt espaði hann líka .... en það sem honum þótti þó verst, var hversu samvizku- söm og dugleg hún var við störf sín. Þegar hann tók eftir hand- brögðum hennar, varð hann ó- sjálfrátt að dázt að henni, en hann þvingaði sig til þess að láta það ekki í ljós, því að hann einsetti sér að lítillækka hana. Önnur orsök andúðar hans á henni, var sú, hversu vinsæl hún varð. Hún aflaði sér ekki ein- ungis vina á sjúkrahúsinu, held- ur einnig í bænum. Hún * varð boðin og velkomin til allra, sem henni kynntu&t. Hann sagði við sjálfan sig, að ástæðan væri einungis sú, að hún væri dóttir milljónamærjngs .... en hann vissi að raunin var önn- ur. EINU sinni þegar hún kom úr sunnudagsheimsókn frá for- eldrum sínum, sagði hann kulda- lega: „Hvers vegna eruð þér ekki kyrrar heima. Þér eruð hérna bara til þess að leika hjúkrunar- konu“. „Er ég að því?“ ,,Já, og það vitið þér! Mill- jónaerfinginn niðurlægir sig til þess að sinna náðarverkhm! Fyr- irtalcs hlutverk! Þetta er allt uppgerð! Það þarf hugrekki og þrautsegju, til þess að verða góð hjúkrunárkona“. ,,Já, einmitt“, sagði hún og gekk í burtu. HONUM fannst beinlínis eins og létt væri af sér þungu fargi þegar hún tók við nætur- hjúkrun um nokkurn tíma. Á meðan bjóst hann að sjálfsögðu við því að leiðir þeirra myndu ekki liggja oftar saman. En forlögin vildu samt haga því á annan hátt. Hislop iðkaði tennis af kappi og var ágætur. í þeirri íþrótt. Hann var vanur að taka þátt í hinum árlega kappleik, sem tennisklúbburinn stofjiaði til. Þetta sumar átti meðal annars að keppa um forkunnarfagran farandbikar, sem klúbburinn hafði látið smíða handa sigur- vegurum í „mixed double“ — það er að segja kvenmanni og karlmanni og skyldi hvert par valið saman með hlutkesti. Því skal ekki neitað að Hislop hafði nærri' því fengið taugaáfall, þeg- ar hann komst að raun um, að samherji hans á mótinu átti að vera Peggy Angus. „Til hamingju!“ lirópaði einn af félögum hans. „Þama varstu i sannleika sagt heppinn!“ „Ég hafði ekki hugmynd um, að hún væri meðlimur í klúbbn- um“, sagði Hislop. 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.