Heimilisritið - 01.10.1945, Page 4

Heimilisritið - 01.10.1945, Page 4
Draumlynda barnio Saga eftir Karen Blixen í þýðingu Brands Jónssonar skólastjóra Þessi saga fjallar um auðævi og fátækt, ást og fegurð, gleði og harma. Á ÖNDVERÐRI seinustu öld bjó fátæk fiskimannsfjölskylda á Norður-Sjálandi, og hét hún Ple- jett eftir fæðingarstað sínum. Hún var næsta lánlaus og virtist mis- takast flest það, sem hún lagði stund á. Einu sinni hafði hún átt hús, báta og net, en hún missti allt, og það, sem hún lagði stund á, fór út um þúfur. Hún gat með naumindum lialdið sér utan veggja dönsku fangelsanna. Ættarannáll hennar var langur annáll um syndir og veiklyndi, — drykkjuskap, spilamennsku, flakk, óskilgetin börn og sjálfsmorð — og allt mögulegt, sem eyðileggur mannorð manna í þjóðfélaginu, án þess þó að þeir brjóti í raun og veru lög þess. 9íra Falke gamli minntist á Ple- jett-fjölskylduna við eftirmann sinn og sagði: „Plejettarnir eru alls ekki vondir menn. Það eru margir verri en þeir — Fyrri hluti í mínum söfnuði. Þeir eru laglegir menn hraustir og vingjarnlegir, — já, á sinn hátt, og betur gefnir en ætla mætti eftir lífskjörum þeirra. En þeir misskilja lífið og vita ekki hvað er þeim fyrir beztu. Og ef þeir snúa ekki af glötunar- veginum og bæta líferni sitt, fara þeir í hundana, góði minn, þeir eru að fara í hundana“. Það kann að þykja undarlegt, en þó fór nú svo, að Plejettættin sneri frá villu síns vegar á næstu órum, alveg eins og hún hefði heyrt þennan skuggalega spádóm og hræðst hann. Einn af ættinni mægðist við velmetna bændaætt, annar varð næsta happasæll á síld- veiðum, hinn þriðji hafði í æsku látið ginnast í herþjónustu og orð- ið drykkjuræfill, en vandlætinga- samur prestur í Tiköb, sem sjálfur hafði verið hermaður á yngri ár- um, hafði þegar hér er komið sögu, fengið hann til að bæta ráð sitt. 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.