Heimilisritið - 01.10.1945, Side 31

Heimilisritið - 01.10.1945, Side 31
klefann og var spurður um, hvað hann vildi segja að síð- ustu. Rólegur, næstum öruggur, tók hann til máls. í fimm, sex, sjö, átta mínútur hélt hann hógvær;- lega, en ákveðið, fram sak- leysi sínu. Verðir, fréttamenn og opinberir eftirlitsmenn engdust sundur og saman undir ræðu hans. Rafstraumnum var hleypt á, en hann náði aldrei til raf- magnsstólsins eða mannsins sem sat reyrður í honum. Eitt- hvað hafði bilað. „Góðu menn“, sagði Jonny Vaughn og andvarpaði, „þið haf- ið orðið vitni að kraftaverki' Drottinn er að reyna að bjarga saklausum manni“. Verðimir flýttu sér að fara með Johnny aftur inn í klefa hans. Þremur klukkustundum síðar gekk hann aftur inn í dauða- klefann og enn talaði hann. Aft- ur hélt hann því fram hógvær- lega að framið hefði verið á sér réttarmorð. Hann hélt stór- um vindli milli tannanná og orðin svifu út milli varanna með reyknum. Hann sagði yfir- mönnum fangelsisins frá því, að hann hefði beðið guð um að stöðva rafstrauminn og að hann hefði verið bænheyrður. í aðrar átta mínútur hélt hann þessu fram og enn rofnaði rafstraumurinn, þegar átti að hleypa honum á. Johnny Vaughn fór aftur inn í klefa sinn. Hann var þar um kyrrt í viku. Fangelsisyfirvöldin fengu skipun um að fresta aftökunni, aðeins þremur stundum, áður en hún átti að fara fram í þriðja sinn, ef svo má segja. En það olli aðeins sólarhrings töf í við- bót. Næstu nótt settist Johnny i rafmagnsstólinn enn á ný. Enn hélt hann hógværa ræðu. í þetta skipti varð ekkert straumroí. Hann dó með þrjár rósir í sam- ankreptum hnefanum -— eina handa konunni sinni, eina handa dóttur sinni og eina tii þess að leggja á líkkistuna. KLAUFASKAPUR Maður nokkur, sem var að raka sig, missti hnífinn af klaufaskap, skar framan af nefinu og um leið og hnífurinn datt, skar hann líka framan af stóru tánni. Maðurinn hafði heyrt, að ef hold vaeri skeytt saman nýskorið, myndi það gróa saman. En þar sem hann var alveg óvenjulegur klaufi, batt hann fram- hlutann af stóru tánni við nefið, en nefbroddinn framan við stóru tána. Hann sagði að þetta hefði gróið saman og allt hefði verið í lagi nema þegar hann hnerraði — þá hnerraði hann af sér skóna. — Það fylgir ekki sögunni, hvort hon- um hafi farið að vaxa nögl á nefinu. HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.